Innlent

Búið að hífa öll hrossin upp

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Búið er að hífa hrossin tólf sem drukknuðu í Bessastaðatjörn upp úr vökinni. Aðgerðirnar gengu vel og tóku rúmar þrjátíu mínútur. Þyrla frá Reykjavík helicopters var notuð til að hífa hræin upp og var þeim í kjölfarið safnað á pall á vörubíl og farið með þau á urðunarstöðina við Álfsnes.

Hátt í þrjátíu manns komu að aðgerðunum sem staðið hafa yfir frá því í morgun. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn og komu böndum á hrossin áður en þau voru hífð upp.

vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn

Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×