Stoppaði fyrir andarungum og fékk 90 daga fangelsisdóm Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2014 15:42 Varhugavert getur verið að klossbremsa fyrir andarungum sem eru á leið sinni yfir hraðbrautir. Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent
Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent