Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Linda Blöndal skrifar 26. desember 2014 13:37 Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50