Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2014 16:58 Sigrún Magnúsdóttir er salíróleg en segir að í stjórnmálum þurfi maður að taka að sér ýmisleg verkefni. Vísir/Vilhelm Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira