Körfubolti

Salisbery sagt upp hjá Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Bandaríkjamaðurinn Dustin Salisbery er á leið frá Njarðvík eftir að deildin fer í vetrarfrí en það staðfesti þjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við karfan.is í gær.

Salisbery er stigahæsti leikmaður Njarðvíkur í vetur með 23,2 stig að meðaltali. Hann hefur tekið 8,4 fráköst þar að auki og gefið 2,1 stoðsendingu.

Hann skoraði þó aðeins tíu stig er Njarðvík lagði botnlið Skallagríms að velli, 83-70, í síðustu umferð. „Dustin fékk góðan og sanngjarnan tíma til að sanna sig en er ekki að standa undir því sem væntumst af honum,“ sagði Friðrik Ingi.

Salisbery klárar þó þá tvo leiki sem Njarðvík á fyrir vetrarfríið, gegn Stjörnunni á mánudag og Þór Þorlákshöfn á fimmtudag í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×