Sport

Dýrustu stuttbuxur hnefaleikasögunnar

Buxurnar umtöluðu sem Khan verður í um helgina.
Buxurnar umtöluðu sem Khan verður í um helgina. vísir/getty
Breski hnefaleikakappinn Amir Khan mun mæta í hringinn í Las Vegas um helgina í einstökum gullstuttbuxum.

Þetta eru dýrustu stuttbuxur sem hafa verið framleiddar í sögu hnefaleikanna. Þær eru úr leðri og silki en strengurinn er úr 24 karata gullþráðum.

Buxurnar eru sagðar kosta að minnsta kosti fjórir milljónir króna. Khan vildi mæta til leiks í einstökum stuttbuxum og hann fékk það sem hann bað um.

Khan er að fara að berjast við Devon Alexander og sigurvegari bardagans mun líklegast fá að berjast við sjálfan Floyd Mayweather næst.

Khan er helsta vonarstjarna Breta í hnefaleikaheiminum og þeir vonast eftir því að hann verði arftaki Mayweather í veltivigtinni.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×