Utanríkisráðuneytið með pyndingarskýrsluna til skoðunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 11:41 Sigmundur Davíð segir málið vera til skoðunar í ráðuneyti Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Vísir/Daníel Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur. Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01