Körfubolti

Þrenna hjá Pavel í tíunda sigri KR í röð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pavel Ermolinskij var með þrennu í kvöld.
Pavel Ermolinskij var með þrennu í kvöld. vísir/vilhelm
Íslandsmeistarar KR eru enn ósigraðir í Dominos-deild karla í körfubolta, en þeir lögðu Þór í Þorlákshöfn í kvöld, 127-92.

Michael Craion heldur áfram að spila frábærlega fyrir KR, en hann skoraði 29 stig og tók 9 fráköst fyrir meistarana í kvöld.

Pavel Ermolinskij bauð upp á enn eina þrennuna, en þessi magnaði leikstjórnandi skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Darri Hilmarsson átti einnig stórleik og skoraði 21 stig.

Hjá Heimamönnum var Nemanja Sovic stigahæstur með 25 stig en Þorsteinn Már skoraði 18 stig.

Grindavík batt svo endi á taphrinu sína og vann sterkan útisigur gegn nýliðum Fjölnis í botnbaráttunni, 97-91.

Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig en Arnþór Freyr Guðmundsson og Daron Lee Sims skoruðu báðir 16 stig fyrir Grafarvogsliðið.

KR á toppnum með 20 stig, Þór með tíu stig í áttunda sæti, fjórum stigum á undan Grindavík sem er með sex stig. Fjölnir er á botninum með fjögur stig.

Þór Þ.-KR 92-127 (22-32, 16-26, 29-31, 25-38)

Þór Þ.: Nemanja Sovic 25, Þorsteinn Már Ragnarsson 18, Emil Karel Einarsson 14/5 fráköst, Vincent Sanford 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/6 fráköst, Oddur Ólafsson 4, Halldór Garðar Hermannsson 2, Jón Jökull Þráinsson 2.

KR: Michael Craion 29/9 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Darri Hilmarsson 21/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 17/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/13 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Björn Kristjánsson 9, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Illugi Steingrímsson 3, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Högni Fjalarsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 1.

Fjölnir-Grindavík 91-97 (22-27, 28-27, 15-27, 26-16)

Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 16/7 fráköst, Daron Lee Sims 16/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 15, Ólafur Torfason 13/6 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 11/4 fráköst, Davíð Ingi Bustion 10, Valur Sigurðsson 6, Sindri Már Kárason 4/7 fráköst.

Grindavík: Magnús Þór Gunnarsson 23/6 stoðsendingar, Rodney Alexander 21/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 10, Daníel Guðni Guðmundsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×