Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-22 | Ótrúlegur sigur meistaranna Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2014 00:01 Vísir/Andri Marinó Íslandsmeistarar ÍBV unnu ótrúlegan sigur á nýliðum Stjörnunnar í eina leik dagsins í Olís-deild karla. Meistararnir voru sex mörkum undir í hálfleik, en tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik. Það var ekki sjón að sjá meistarana í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu hörmulegan sóknarleik og hlupu illa til baka í vörnina. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá þá, en það var einmitt öfugt hjá Stjörnunni. Þeir spiluðu vel í þeim fyrri og illa í þeim síðari. Stjörnumenn byrjuðu af krafti. Þeir voru komnir í 5-0 þegar fjórar mínútur voru búnar og þar af fjögur hraðaupphlaupsmörk, en sóknarleikur Eyjamanna var afleitur í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu boltanum í gríð og erg útaf og Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjapilta, tók leikhlé eftir fjórar mínútur sem er ekki algeng sjón. Þeir rönkuðu ekki við sér strax því heimamenn í Stjörnunni komust í 8-2. Þeir héldu áfram að keyra hratt í bakið á Eyjamönnum sem virkuðu þungir, voru lengi til baka og var refsað fyrir það. Kolbeinn Aron, markvörður, hélt Eyjamönnum inn í leiknum á köflum og bjargaði því sem bjarga þurfti. Stjörnumenn leiddu með sex mörkum í hálfleik, 13-7. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina sem mættu mun ákveðnari til leiks en í þeim fyrri. Þeir söxuðu hægt og rólega á heimamenn og Theodór Sigurbjörnsson jafnaði metin í 20-20 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem staðan var jöfn síðan í stöðunni 0-0. Þeir sigldu svo sigrinum heim, en Agnar Smári Jónsson kom þeim tveimur mörkum yfir þegar innan við mínúta var til leiksloka og eftir það var sigurinn ekki spurning. Agnar Smári spilaði vel á lokakaflanum, en lokatölur urðu eins marks sigur gestanna, 21-22. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með sjö mörk í liði ÍBV, en Agnar Smári kom næstur með fimm. Kolbeinn Aron varði oft á tíðum vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Starri Friðriksson skoraði sex fyrir gestina og Andri Hjartar Grétarsson skoraði fjögur. Sigurður Ingiberg átti fínan leik í markinu, en Stjörnumenn söknuðu þess að Egill Magnússon var skugginn af sjálfum sér í þessum leik.Theodór: Komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun „Við byrjuðum hræðilega. Við vorum óagaðir sóknarlega og þeir voru með eitthver sjö mörk úr hröðum sóknum í fyrri hálfleik," sagði markahæsti leikmaður ÍBV í dag, Theodór Sigurbjörnsson. „Þegar við erum svona óagaðir sóknarlega þá geta liðin keyrt svona yfir okkur, en þegar við komumst í vörnina eiga fá lið séns í okkur." „Við vorum að spila okkur í betra færi í síðari hálfleik, vörnin var þéttari og spilamennskan var betri. Við spiluðum okkur í dauðafærin og það gerir það að verkum að við getum alltaf komist í vörnina," sem var sammála undirrituðum að Kolbeinn Aron hafi hjálpað til við sigurinn. „Kolbeinn er búinn að vera flottur. Hann er stemningskall og þegar hann kemst í gang er erfitt að eiga við hann." „Við erum komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun, en nú fer þetta að koma," sagði Theodór í leikslok.Skúli: Fengu hjálp frá dómurunum undir lokin „Ef við förum í tölfræðina bara eins og hlutirnir líta út á borðinu þá fáum við 28 sóknir í leiknum og í 14 af þeim erum við með sendingar- og tæknifeila. Það er svona fyrsta svar," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok. „Þetta gerði það að verkum að við hleypum þeim inn í leikinn. Við gefum þeim fullt af ódýrum hraðaupphlaupum. Vörnin var frábær í fyrri hálfleik, en kannski ekki alveg eins góð í seinni. Þegar þeir eru komnir 1-2 mörkum frá okkur þá vorum við bara alltof pirraðir," en á hverju voru menn að pirrra sig? „Menn voru að pirra sig á dómgæslunni sem mér fannst mjög slök í leiknum, kannski á báða bóga. Allt 50-50 datt þeim megin í síðari hálfleik, en við áttum ekkert að láta það trufla okkur. Við áttum bara halda áfram okkar leik og við vorum of mikið pirraðir og misstum fókus." „Í restina þá hjálpuðu dómararnir þeim bara að klára þetta. Það var bara þannig. Það eru 3-4 dómar sem ég ætla horfa á á myndbandi sem ég veit að eru bara rangir og það slátraði okkur, en ég vil taka það fram að við klúðruðum leiknum sjálfum. Við áttum ekki að gefa færi á því að þetta réðist á eitthverjum dómurum í lokin." „Frábær fyrri hálfleikur, allt frábært við hann. Við þurfum að taka þann kafla og smæla framan í heiminn eins og Megas sagði. Við erum að fara í rosa leik á fimmtudaginn, þetta er hrikalega svekkjandi, en ÍBV eru með frábært lið. Við áttum að klára þetta, en við verðum bara fara í næsta leik og klára hann," sagði Skúli ´ Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV unnu ótrúlegan sigur á nýliðum Stjörnunnar í eina leik dagsins í Olís-deild karla. Meistararnir voru sex mörkum undir í hálfleik, en tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik. Það var ekki sjón að sjá meistarana í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu hörmulegan sóknarleik og hlupu illa til baka í vörnina. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá þá, en það var einmitt öfugt hjá Stjörnunni. Þeir spiluðu vel í þeim fyrri og illa í þeim síðari. Stjörnumenn byrjuðu af krafti. Þeir voru komnir í 5-0 þegar fjórar mínútur voru búnar og þar af fjögur hraðaupphlaupsmörk, en sóknarleikur Eyjamanna var afleitur í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu boltanum í gríð og erg útaf og Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjapilta, tók leikhlé eftir fjórar mínútur sem er ekki algeng sjón. Þeir rönkuðu ekki við sér strax því heimamenn í Stjörnunni komust í 8-2. Þeir héldu áfram að keyra hratt í bakið á Eyjamönnum sem virkuðu þungir, voru lengi til baka og var refsað fyrir það. Kolbeinn Aron, markvörður, hélt Eyjamönnum inn í leiknum á köflum og bjargaði því sem bjarga þurfti. Stjörnumenn leiddu með sex mörkum í hálfleik, 13-7. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina sem mættu mun ákveðnari til leiks en í þeim fyrri. Þeir söxuðu hægt og rólega á heimamenn og Theodór Sigurbjörnsson jafnaði metin í 20-20 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem staðan var jöfn síðan í stöðunni 0-0. Þeir sigldu svo sigrinum heim, en Agnar Smári Jónsson kom þeim tveimur mörkum yfir þegar innan við mínúta var til leiksloka og eftir það var sigurinn ekki spurning. Agnar Smári spilaði vel á lokakaflanum, en lokatölur urðu eins marks sigur gestanna, 21-22. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með sjö mörk í liði ÍBV, en Agnar Smári kom næstur með fimm. Kolbeinn Aron varði oft á tíðum vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Starri Friðriksson skoraði sex fyrir gestina og Andri Hjartar Grétarsson skoraði fjögur. Sigurður Ingiberg átti fínan leik í markinu, en Stjörnumenn söknuðu þess að Egill Magnússon var skugginn af sjálfum sér í þessum leik.Theodór: Komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun „Við byrjuðum hræðilega. Við vorum óagaðir sóknarlega og þeir voru með eitthver sjö mörk úr hröðum sóknum í fyrri hálfleik," sagði markahæsti leikmaður ÍBV í dag, Theodór Sigurbjörnsson. „Þegar við erum svona óagaðir sóknarlega þá geta liðin keyrt svona yfir okkur, en þegar við komumst í vörnina eiga fá lið séns í okkur." „Við vorum að spila okkur í betra færi í síðari hálfleik, vörnin var þéttari og spilamennskan var betri. Við spiluðum okkur í dauðafærin og það gerir það að verkum að við getum alltaf komist í vörnina," sem var sammála undirrituðum að Kolbeinn Aron hafi hjálpað til við sigurinn. „Kolbeinn er búinn að vera flottur. Hann er stemningskall og þegar hann kemst í gang er erfitt að eiga við hann." „Við erum komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun, en nú fer þetta að koma," sagði Theodór í leikslok.Skúli: Fengu hjálp frá dómurunum undir lokin „Ef við förum í tölfræðina bara eins og hlutirnir líta út á borðinu þá fáum við 28 sóknir í leiknum og í 14 af þeim erum við með sendingar- og tæknifeila. Það er svona fyrsta svar," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok. „Þetta gerði það að verkum að við hleypum þeim inn í leikinn. Við gefum þeim fullt af ódýrum hraðaupphlaupum. Vörnin var frábær í fyrri hálfleik, en kannski ekki alveg eins góð í seinni. Þegar þeir eru komnir 1-2 mörkum frá okkur þá vorum við bara alltof pirraðir," en á hverju voru menn að pirrra sig? „Menn voru að pirra sig á dómgæslunni sem mér fannst mjög slök í leiknum, kannski á báða bóga. Allt 50-50 datt þeim megin í síðari hálfleik, en við áttum ekkert að láta það trufla okkur. Við áttum bara halda áfram okkar leik og við vorum of mikið pirraðir og misstum fókus." „Í restina þá hjálpuðu dómararnir þeim bara að klára þetta. Það var bara þannig. Það eru 3-4 dómar sem ég ætla horfa á á myndbandi sem ég veit að eru bara rangir og það slátraði okkur, en ég vil taka það fram að við klúðruðum leiknum sjálfum. Við áttum ekki að gefa færi á því að þetta réðist á eitthverjum dómurum í lokin." „Frábær fyrri hálfleikur, allt frábært við hann. Við þurfum að taka þann kafla og smæla framan í heiminn eins og Megas sagði. Við erum að fara í rosa leik á fimmtudaginn, þetta er hrikalega svekkjandi, en ÍBV eru með frábært lið. Við áttum að klára þetta, en við verðum bara fara í næsta leik og klára hann," sagði Skúli ´
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira