Sport

Khan flottur í gullstuttbuxunum

Khan faganr um helgina.
Khan faganr um helgina. vísir/getty
Breski boxarinn í gullstuttbuxunum, Amir Khan, stóð við stóru orðin um helgina.

Hann sigraði þá Devon Alexander í tólf lotu bardaga. Allir dómararnir dæmdu Khan öruggan sigur.

Khan var með bardagann í hendi sér allan tímann. Hann hverja lotuna á fætur annarri með því að stinga látlaust og koma svo inn með þung hægri handar högg. Hann var svo of fljótur fyrir Alexander.

Bretinn er á höttunum eftir Floyd Mayweather og telur sig nú hafa unnið inn réttinn á því að keppa við hann.

„Ég var ekki að öskra eftir Mayweather af fullu sjálfstrausti áður en nú finnst mér ég hafa sannað fyrir öllum að ég á skilið að berjast við hann," sagði Khan eftir bardagann.

Það gæti þó orðið einhver bið á því að hann fái að slást við Mayweather því hann ætlar líklega að berjast við Manny Pacquiao í maí.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×