Fótbolti

Del Piero er besti Ítalinn frá upphafi

Del Piero fagnar með Juve.
Del Piero fagnar með Juve. vísir/getty
Ítalir hafa átt marga góða knattspyrnumenn í gegnum tíðina en einn ber af að mati Spánverjans Raul.

Raul segir að Alessandro Del Piero sé sá besti sem Ítalíu hefur framleitt. Del Piero varð sex sinnum ítalskur meistari með Juventus, vann Meistaradeildina með liðinu árið 1996 og var í liðinu sem vann HM 2006.

„Hann er besti leikmaðurinn í sögu ítalska boltans. Ég ber ekki bara virðingu fyrir honum heldur er mér mjög hlýtt til hans," sagði Raul.

Raul talar einnig fallega um Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem hafa slegið markamet hans í Meistaradeildinni.

„Ég get ekki gert upp á milli þeirra. Þeir eru á meðal bestu manna allra tíma með Maradona og Pelé."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×