Sport

Bandaríkin vilja ÓL 2024

vísir/getty
Bandaríkjamenn gefast ekki upp á því að fá sumarólympíuleikana þó það hafi ekki gengið upp í síðustu atrennum.

Bandaríkin reyndu að fá ÓL 2012 og 2016 en Alþjóða Ólympíunefndin hafði ekki áhuga á að fara með leikana til New York eða Chicago.

Bandaríkin ákváðu að taka ekki þátt í kapphlaupinu um leikana 2020 sem síðan féllu í skaut Tókýó.

Bandaríkin kynntu í gær hvaða fjórar borgir munu keppa um að sækja um leikana 2024. Það eru Boston, Washington, Los Angeles og San Francisco.

Verður ákveðið í september á næsta ári hvaða borg mun sækja um fyrir hönd Bandaríkjanna.

Fleiri borgir eru klárar í slaginn fyrir 2024-leikana og þeirra á meðal eru Róm, Berlín, Hamborg, París, Bakú og Doha.

Leikarnir fóru síðast fram í Bandaríkjunum árið 1996 og þá fóru þeir fram í Atlanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×