Erlent

Cosby ekki ákærður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bandarísk dómsmálayfirvöld segja brotið fyrnt.
Bandarísk dómsmálayfirvöld segja brotið fyrnt. vísir/afp

Bandaríski gamanleikarinn Bill Cosby, sem sakaður hefur verið um að hafa misnotað 15 ára stúlku árið 1974, verður ekki ákærður. Bandarísk dómsmálayfirvöld komust að þessari niðurstöðu í dag og segja brotið fyrnt.



Yfir tuttugu konur hafa borið á Cosby ásakanir um kynferðislega áreitni, en Judy Huth er sú fyrsta sem hefur farið með málið fyrir dómstóla. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér og byrlað sér ólyfjan á Playboy-setrinu svokallaða árið 1974 þegar hún var einungis fimmtán ára gömul.  Cosby segir ásakanirnar þó með öllu tilhæfulausar.


Tengdar fréttir

Þakkar konunni fyrir stuðninginn

Bandaríski grínistinn Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um fjölda ásakana á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi gegn konum.

Cosby kærður

Sakar Bill Cosby um að hafa nauðgað sér þegar hún var 15 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×