Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Stjarnan 78-79 | Stálheppnir Stjörnumenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Seljaskóla skrifar 18. desember 2014 15:37 Stjarnan vann afar nauman sigur á ÍR í Seljaskóla þar sem úrslitin réðust eftir æsispennandi lokamínútur. Jón Orri Kristjánsson skoraði sigurkörfuna þegar 1,8 sekúndur voru eftir af leiknum. ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson fékk þó opið skot um leið og leiktíminn rann út en brást bogalistin á ögurstundu. Svekkjandi fyrir Breiðhyltinga sem halda inn í jólafríið með aðeins tvö stig úr fyrri hluta mótsins.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Lokamínútan hafði verið æsispennandi en Stjörnumenn voru næstum búnir að kasta leiknum frá sér er Kristján Pétur Andrésson stal boltanum af Justin Shouse þegar rúm mínúta var eftir og kom ÍR-ingum yfir í fyrsta sinn í seinni hálfleik. En Stjörnumenn náðu að endurheimta forystuna í blálokin og lukkan var svo sannarlega með þeim í liði er skot Matthíasar Orra geigaði. Eftir slæmar upphafsmínútur komust Garðbæingar fljótt í gang og virtust ætla að klára leikinn hratt og örugglega. En ÍR-ingar létu ekki slá sig af laginu og með fínum varnarleik og mikilli baráttu náðu þeir að halda í við Stjörnumenn, sem voru þó lengst af skrefi framar. Matthías Orri hafði hægt um sig framan af en skoraði ellefu af sínum sautján stigum í fjórða leikhluta og átti þar með stóran þátt í endurkomu sinna manna. Fram að því höfðu Sveinbjörn Claessen og Vilhjálmur Jónsson verið manna atkvæðamestir en ÍR-ingar fengu ekki mikið framlag frá Trey Hampton í kvöld þrátt fyrir ágæta byrjun í leiknum. Hamid Dicko lenti svo í miklum villuvandræðum og kom lítið við sögu eftir að hafa fengið fjórar villur strax í fyrsta leikhluta. Dagur Kár var stigahæstur í liði Stjörnunnar og sýndi enn og aftur hversu öflugur hann er. Þegar illa gekk hjá Garðbæingum var ávallt mikill kraftur í honum og átti hann stóran þátt í sigrinum í kvöld - þó svo að hann hafi aðeins nýtt eitt af átta þriggja stiga skotum sínum. Það var í takt við þriggja stiga nýtingu liðsins alls (4/25) en liðið skoraði aðeins einu sinni utan þriggja stiga línunnar í seinni hálfleik. Jarrid Frye, Justin Shouse og Marvin Valdimarsson fóru allir yfir tíu stig en hafa oft spilað betur. Stjarnan er nú í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig, líkt og Haukar sem eiga leik til góða. ÍR er enn í fallsæti með fjögur stig en sýndi í kvöld að það er mun meira spunnið í liðið en stigataflan gefur til kynna.Bjarni: Stoltur af baráttunni Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, var vitanlega vonsvikinn að hans menn hafi ekki nýtt tækifærið sem þeir fengu til að vinna Stjörnumenn í kvöld. „Heilt yfir spiluðum við mjög vel. Það var mikil barátta í liðinu og við fengum hluti í gang í kvöld sem hefur vantað hjá okkur að undanaförnu. En enn og aftur tekst okkur ekki að klára þessa leiki,“ sagði Bjarni. Hann segir að lokasóknin hafi heppnast nákvæmlega eins og hún var teiknuð upp enda fékk Matthías Orri galopið skot á lokasekúndunni. „Hann hafði verið að hitta vel í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni þegar hann fékk svona opið skot að það myndi detta ofan í.“ „En að sama skapi voru 6-7 skot í fyrri hálfleik undir körfunni sem voru öll stöngin út. Og ég er orðinn ansi þreyttur á þessu andskotins „stöngin út“,“ sagði hann enn fremur. „Við áttum skilið að vinna hér í kvöld en það er ekki spurt að því. Ég er heilt yfir stoltur af strákunum og ég var ánægður með heilmargt sem við gerðum sem þjálfari liðsins. Ég er því sár fyrir hönd strákanna að vinna ekki tvö stig hér í kvöld og fara glaðbeittari inn í jólafríið.“ Trey Hampton átti ekki góðan leik að þessu sinni. Hann nýtti fjögur af tólf skotum sínum og skoraði einungis ellefu stig. „Ég er hundóánægður með hans framlag. Það var bara dapurt. Hann klikkaði mikið á opnum skotum og ég veit að honum líður illa út af því. Ég þarf að fá meira frá honum.“Hrafn: Hlusta betur í æsingnum Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnumanna, segist ganga ánægður frá leiknum í kvöld. Hans menn hafa oft spilað betur en í þessum leik en unnu engu að síður sigur á ÍR. „Maður má alltaf vera stoltur af því að liðin manns klára svona leik. Sérstaklega þegar þeir lenda hálfpartinn óvænt undir eins og þeir gerðu hér í lokin,“ sagði Hrafn og átti við þegar Kristján Pétur Andrésson stal boltanum af Justin Shouse eftir innkast Stjörnunnar og kom ÍR yfir þegar rúm mínúta var eftir. „Strákarnir náðu áttum og skoruðu tvö lay-up á lokamínútunni. Mér finnst að það sé eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Síðara sniðskotið var sigurkarfa Ágústs Angantýssonar þegar 1,8 sekúndur voru eftir. Matthías Orri fékk þó opið skot í blálokin eftir misskilning í vörn Stjörnunnar. „Mínir menn voru svo æstir í að taka út háu sendinguna á Hampton að þeir gleymdu því að þeir áttu að skipta á öllum screen-um. Kannski að maður getur unnið betur með það - að hlusta betur þrátt fyrir allan æsinginn.“ „Við vorum ekki búnir að vera að spila lélega vörn á Matthías í þessum skotum. Hann fór bara í erfið skot og hitti úr þeim. Kannski brá honum að fá eitt svona galopið skot skyndilega.“ Hrafn segist ánægður með fyrri hluta Íslandsmótsins en deildin fer nú í jólafrí. „Ég held að Stjarnan hafi einu sinni unnið fleiri sigra en nú (átta) fyrir áramót frá því að liðið kom upp síðast. Þannig að ég held að staða okkar sé nokkuð góð.“ „Það eru þó auðvitað nokkrir leikir sem sitja í okkur - til dæmis gegn Tindastóli heima - sem við erum búnir að merkja við í kollinum fyrir seinni umferðina. Við erum sáttir en það er ansi margt sem við getum lagað og það er gott.“Bein textalýsing: Leik lokið | 78-79: Sveinbjörn minnkar muninn í tvö stig með körfu og villu þegar rúm mínúta er eftir. Frye fær svo sitt pláss í teignum og svarar en Matthías Orri gerir sér lítið fyrir og setur niður þrist þegar 40 sekúndur eru eftir. Munurinn þá eitt stig, Stjörnunni í vil. Kristján Pétur stelur svo boltanum af Shouse og kemur ÍR yfir. Kristján fær svo dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Jón Orri fer á vítalínuna. Hann klikkar á báðum en Stjarnan fær boltann. Jón Orri lætur vaða inn í teig og skorar þegar 1,8 sekúndur eru eftir. Stjarnan er yfir, 79-78, og ÍR tekur leikhlé. Innkast og allt í einu er Matthías Orri galopinn. Þá meina ég galopinn. Fær skot á silfurfati en hittir ekki. Ótrúlegt. Klunnalegt hjá Stjörnumönnum en þeir sleppa með skrekkinn. Þvílík lokamínúta.39. mín | 70-75: Stjörnumenn spila skynsamlega á lokamínútunum og eru duglegir við að keyra upp að körfunni og halda þannig ÍR-ingum í öruggri fjarlægð. Má þó lítið út af bregða.37. mín | 66-71: Stjarnan virtist ætla að sigla þessu í örugga höfn með sex stigum í röð en ÍR-ingar svara með fimm í röð. Matthías Orri setur svo sinn annan þrist með skömmu millibili. Munurinn aðeins fimm stig.33. mín | 58-63: Dicko er kmoinn aftur inn á, loksins, sem eru góðar fréttir fyrir ÍR-inga. Sóknarleikurinn lagast aðeins en um leið eru Stjörnumenn farnir að gera klaufaleg mistök þegar þeir komast fram. Sveinbjörn minnkar svo muninn í fimm stig með þristi.Þriðja leikhluta lokið | 49-61: ÍR-ingar gerðu nokkur mistök í sóknarleiknum hér undir lokin sem Stjörnumenn refsuðu fyrir með hröðum sóknum. Munurinn tólf stig en stigataflan í húsinu segir að ÍR hafi skorað 49 stig, en 50 stig í tölfræðilýsingu KKÍ. Í öllu falli þurfa heimamenn að herða tökin og efla sóknarleikinn til að koma sér aftur inn í leikinn.26. mín | 44-51: Shouse setur niður þrist og Bjarni tekur umsvifalaust leikhlé.25. mín | 44-48: Barátta í þessu. Stjarnan með undirtökin en ÍR ekki langt undan. Fínn varnarleikur hjá báðum liðum en lítið flæði þess í stað í leiknum.21. mín | 39-41: ÍR er að gera vel í sóknarfráköstunum. En stundum skilar það litlu. Heimamenn fengu fjögur skot í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik en klikkuðu á öllum. Frye kom svo Stjörnunni yfr.Villuvandræði Hamid Dicko: Það var ótrúlegt að fylgjast með villuvandræðum Dicko í fyrsta leikhluta. Hann afrekaði að ná sér í þrjár villur á 22 sekúndum. Alls fjórar villur í fyrsta leikhlutanum öllum. Þetta hlýtur að vera met, ég hef aldrei séð annað eins.Tölfræði fyrri hálfleiks: Stjörnumenn eru mun skilvirkari inn í teig (63% skotnýting gegn 30%) en tapað fleiri boltum (7 gegn 3). Frákastabaráttan er jöfn, 24-24, en ÍR-ingar eru öflugri í sóknarfráköstum (11 gegn 5). Þriggja stiga nýting Stjörnunnar hefur verið afar slæm (3/14) en ögn skárri hjá ÍR (4/10). Fyrri hálfleik lokið | 39-39: Jón Orri jafnar metin á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Stjörnumenn náðu aðeins að rétta úr kútnum eftir slæman annan leikhluta þar sem liðið spilaði agalaust og komst ekkert áleiðis gegn vörn ÍR-inga seinni hluta leikhlutans. Dagur Kár hefur þó verið afar baráttuglaður og haldi lífi í þessu fyrir sína menn. Hann hefur skorað níu stig fyrir Stjörnuna og er stigahæstur. Vilhjálmur er stigahæstur hjá ÍR með fjórtán stig en hann hefur þó aðeins nýtt fjögur af níu skotum sínum innan þriggja stiga línunnar.18. mín | 35-33: "Einn ofan í," segir Matthías Orri um leið og hann lætur skotið vaða utan þriggja stiga línunnar. Syngur í netinu. Hans fyrstu stig í kvöld og ÍR er komið yfir.17. mín | 30-33: ÍR-ingar setja mikið inn í teiginn með ágætum árangri. Hampton duglegur en Vilhjálmur lætur líka mikið til sín taka. Hann er kominn með tíu stig.13. mín | 23-30: Það er hiti inni á vellinum og líka í stúkunni. "Við erum í gettóinu," segir einn góður maður við mig. Stuðningsmenn ÍR láta vel í sér heyra en gestirnir, sem eru margir í bláum skrifstofuskyrtum, svara þeim fullum hálsi. Stórskemmtilegt.1. leikhluta lokið | 15-20: ÍR-ingar eru í vandræðum eftir þessa flottu byrjun. Stjörnumenn hafa náð að loka á allar þeirra aðgerðir og þar að auki er Dicko kominn með fjórar villur. Hann fékk hér í lokin óíþróttamannslega villu, sóknarvillu og tæknivillu með örskömmu millibili. 7. mín | 11-11: Afar liprar hreyfingar hjá Degi sem hefur farið illa með vörn ÍR-inga. Að sama skapi hafa Stjörnumenn þétt sinn varnarleik til muna sem hefur skilað sér.4. mín | 11-3: Tekið harkalega á Sveinbirni. Fyrst fær hann hendi Jóns Orra í andlitið og svo hné Shouse í síðuna. Ekkert alvarlegt en örugglega ansi sárt svona fyrst um sinn. Hampton heldur áfram að láta til sín taka í teignum.3. mín | 9-2: Hampton fer mikinn á upphafsmínútunum. Ver í tvígang frá Jóni Orra. Vinnur hann svo í frákastabaráttu í næstu sókn og á svo stoðsendingu á Sveinbjörn sem skilar þristi. Níu stig Stjörnunnar í röð.1. mín | 0-2: ÍR-ingar vinna uppkastið. Jón Orri og Ágúst eru báðir í byrjunarliði Stjörnunnar. Hampton klikkar á fyrstu sókninni og Shouse kemur gestunum yfir.Fyrir leik: Það eru netvandræði í Hertz-hellinum sem gæti bitnað á lýsingu kvöldsins. Við reynum okkar allra besta til að halda þessu í lagi.Fyrir leik: Stjarnan og ÍR áttust við í bikarnum fyrir tíu dögum síðan og þá höfðu Garðbæingar betur á heimavelli, 95-82. Breiðhyltingar hafa því harma að hefna í kvöld.Fyrir leik: Jarrid Frye er stigahæsti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu með 20 stig að meðaltali í leik en hann er einnig frákastahæstur með 9,1 frákast að meðaltali. Justin Shouse hefur einnig verið öflugur eftir að hann hristi meiðslin af sér og er með 19,6 stig en skammt á eftir kemur Dagur Kár Jónsson með 19,0 stig að meðaltali.Fyrir leik: Trey Hampton hefur verið lykilmaður í liði ÍR í vetur en hann hefur skorað flest stig að meðaltali, 22,2, og tekið flest fráköst, 11,4 á tímabilinu til þessa. Hinn stórefnilegi Matthías Orri Sigurðarson kemur ekki langt undan með 21,9 stig og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.Fyrir leik: Alls fara fimm leikir fram í Domino's-deildinni í kvöld en þetta er síðasta umferðin á árinu. Henni lýkur með viðureign Keflavíkur og Hauka í Sláturhúsinu annað kvöld.Fyrir leik: Stjarnan hefur verið á fínu skriði í vetur eftir að hafa tapað fyrstu tveimur deildarleikjum sínum í vetur. Eftir það kom óvænt tap gegn Skallagrími og svo gegn toppliði KR í vesturbænum. Stjörnumenn eru í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig.Fyrir leik: ÍR er ásamt Fjölni og Skallagrími í þremur neðstu sætum deildarinnar en öll lið eru með fjögur stig. ÍR er í ellefta og næstneðsta sætinu en getur komið sér úr fallsæti með sigri í kvöld.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með viðureign ÍR og Stjörnunnar í Domino's-deild karla.Barist um boltann í kvöld.Vísir/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Stjarnan vann afar nauman sigur á ÍR í Seljaskóla þar sem úrslitin réðust eftir æsispennandi lokamínútur. Jón Orri Kristjánsson skoraði sigurkörfuna þegar 1,8 sekúndur voru eftir af leiknum. ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson fékk þó opið skot um leið og leiktíminn rann út en brást bogalistin á ögurstundu. Svekkjandi fyrir Breiðhyltinga sem halda inn í jólafríið með aðeins tvö stig úr fyrri hluta mótsins.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Lokamínútan hafði verið æsispennandi en Stjörnumenn voru næstum búnir að kasta leiknum frá sér er Kristján Pétur Andrésson stal boltanum af Justin Shouse þegar rúm mínúta var eftir og kom ÍR-ingum yfir í fyrsta sinn í seinni hálfleik. En Stjörnumenn náðu að endurheimta forystuna í blálokin og lukkan var svo sannarlega með þeim í liði er skot Matthíasar Orra geigaði. Eftir slæmar upphafsmínútur komust Garðbæingar fljótt í gang og virtust ætla að klára leikinn hratt og örugglega. En ÍR-ingar létu ekki slá sig af laginu og með fínum varnarleik og mikilli baráttu náðu þeir að halda í við Stjörnumenn, sem voru þó lengst af skrefi framar. Matthías Orri hafði hægt um sig framan af en skoraði ellefu af sínum sautján stigum í fjórða leikhluta og átti þar með stóran þátt í endurkomu sinna manna. Fram að því höfðu Sveinbjörn Claessen og Vilhjálmur Jónsson verið manna atkvæðamestir en ÍR-ingar fengu ekki mikið framlag frá Trey Hampton í kvöld þrátt fyrir ágæta byrjun í leiknum. Hamid Dicko lenti svo í miklum villuvandræðum og kom lítið við sögu eftir að hafa fengið fjórar villur strax í fyrsta leikhluta. Dagur Kár var stigahæstur í liði Stjörnunnar og sýndi enn og aftur hversu öflugur hann er. Þegar illa gekk hjá Garðbæingum var ávallt mikill kraftur í honum og átti hann stóran þátt í sigrinum í kvöld - þó svo að hann hafi aðeins nýtt eitt af átta þriggja stiga skotum sínum. Það var í takt við þriggja stiga nýtingu liðsins alls (4/25) en liðið skoraði aðeins einu sinni utan þriggja stiga línunnar í seinni hálfleik. Jarrid Frye, Justin Shouse og Marvin Valdimarsson fóru allir yfir tíu stig en hafa oft spilað betur. Stjarnan er nú í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig, líkt og Haukar sem eiga leik til góða. ÍR er enn í fallsæti með fjögur stig en sýndi í kvöld að það er mun meira spunnið í liðið en stigataflan gefur til kynna.Bjarni: Stoltur af baráttunni Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, var vitanlega vonsvikinn að hans menn hafi ekki nýtt tækifærið sem þeir fengu til að vinna Stjörnumenn í kvöld. „Heilt yfir spiluðum við mjög vel. Það var mikil barátta í liðinu og við fengum hluti í gang í kvöld sem hefur vantað hjá okkur að undanaförnu. En enn og aftur tekst okkur ekki að klára þessa leiki,“ sagði Bjarni. Hann segir að lokasóknin hafi heppnast nákvæmlega eins og hún var teiknuð upp enda fékk Matthías Orri galopið skot á lokasekúndunni. „Hann hafði verið að hitta vel í seinni hálfleik og ég hafði það á tilfinningunni þegar hann fékk svona opið skot að það myndi detta ofan í.“ „En að sama skapi voru 6-7 skot í fyrri hálfleik undir körfunni sem voru öll stöngin út. Og ég er orðinn ansi þreyttur á þessu andskotins „stöngin út“,“ sagði hann enn fremur. „Við áttum skilið að vinna hér í kvöld en það er ekki spurt að því. Ég er heilt yfir stoltur af strákunum og ég var ánægður með heilmargt sem við gerðum sem þjálfari liðsins. Ég er því sár fyrir hönd strákanna að vinna ekki tvö stig hér í kvöld og fara glaðbeittari inn í jólafríið.“ Trey Hampton átti ekki góðan leik að þessu sinni. Hann nýtti fjögur af tólf skotum sínum og skoraði einungis ellefu stig. „Ég er hundóánægður með hans framlag. Það var bara dapurt. Hann klikkaði mikið á opnum skotum og ég veit að honum líður illa út af því. Ég þarf að fá meira frá honum.“Hrafn: Hlusta betur í æsingnum Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnumanna, segist ganga ánægður frá leiknum í kvöld. Hans menn hafa oft spilað betur en í þessum leik en unnu engu að síður sigur á ÍR. „Maður má alltaf vera stoltur af því að liðin manns klára svona leik. Sérstaklega þegar þeir lenda hálfpartinn óvænt undir eins og þeir gerðu hér í lokin,“ sagði Hrafn og átti við þegar Kristján Pétur Andrésson stal boltanum af Justin Shouse eftir innkast Stjörnunnar og kom ÍR yfir þegar rúm mínúta var eftir. „Strákarnir náðu áttum og skoruðu tvö lay-up á lokamínútunni. Mér finnst að það sé eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Síðara sniðskotið var sigurkarfa Ágústs Angantýssonar þegar 1,8 sekúndur voru eftir. Matthías Orri fékk þó opið skot í blálokin eftir misskilning í vörn Stjörnunnar. „Mínir menn voru svo æstir í að taka út háu sendinguna á Hampton að þeir gleymdu því að þeir áttu að skipta á öllum screen-um. Kannski að maður getur unnið betur með það - að hlusta betur þrátt fyrir allan æsinginn.“ „Við vorum ekki búnir að vera að spila lélega vörn á Matthías í þessum skotum. Hann fór bara í erfið skot og hitti úr þeim. Kannski brá honum að fá eitt svona galopið skot skyndilega.“ Hrafn segist ánægður með fyrri hluta Íslandsmótsins en deildin fer nú í jólafrí. „Ég held að Stjarnan hafi einu sinni unnið fleiri sigra en nú (átta) fyrir áramót frá því að liðið kom upp síðast. Þannig að ég held að staða okkar sé nokkuð góð.“ „Það eru þó auðvitað nokkrir leikir sem sitja í okkur - til dæmis gegn Tindastóli heima - sem við erum búnir að merkja við í kollinum fyrir seinni umferðina. Við erum sáttir en það er ansi margt sem við getum lagað og það er gott.“Bein textalýsing: Leik lokið | 78-79: Sveinbjörn minnkar muninn í tvö stig með körfu og villu þegar rúm mínúta er eftir. Frye fær svo sitt pláss í teignum og svarar en Matthías Orri gerir sér lítið fyrir og setur niður þrist þegar 40 sekúndur eru eftir. Munurinn þá eitt stig, Stjörnunni í vil. Kristján Pétur stelur svo boltanum af Shouse og kemur ÍR yfir. Kristján fær svo dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Jón Orri fer á vítalínuna. Hann klikkar á báðum en Stjarnan fær boltann. Jón Orri lætur vaða inn í teig og skorar þegar 1,8 sekúndur eru eftir. Stjarnan er yfir, 79-78, og ÍR tekur leikhlé. Innkast og allt í einu er Matthías Orri galopinn. Þá meina ég galopinn. Fær skot á silfurfati en hittir ekki. Ótrúlegt. Klunnalegt hjá Stjörnumönnum en þeir sleppa með skrekkinn. Þvílík lokamínúta.39. mín | 70-75: Stjörnumenn spila skynsamlega á lokamínútunum og eru duglegir við að keyra upp að körfunni og halda þannig ÍR-ingum í öruggri fjarlægð. Má þó lítið út af bregða.37. mín | 66-71: Stjarnan virtist ætla að sigla þessu í örugga höfn með sex stigum í röð en ÍR-ingar svara með fimm í röð. Matthías Orri setur svo sinn annan þrist með skömmu millibili. Munurinn aðeins fimm stig.33. mín | 58-63: Dicko er kmoinn aftur inn á, loksins, sem eru góðar fréttir fyrir ÍR-inga. Sóknarleikurinn lagast aðeins en um leið eru Stjörnumenn farnir að gera klaufaleg mistök þegar þeir komast fram. Sveinbjörn minnkar svo muninn í fimm stig með þristi.Þriðja leikhluta lokið | 49-61: ÍR-ingar gerðu nokkur mistök í sóknarleiknum hér undir lokin sem Stjörnumenn refsuðu fyrir með hröðum sóknum. Munurinn tólf stig en stigataflan í húsinu segir að ÍR hafi skorað 49 stig, en 50 stig í tölfræðilýsingu KKÍ. Í öllu falli þurfa heimamenn að herða tökin og efla sóknarleikinn til að koma sér aftur inn í leikinn.26. mín | 44-51: Shouse setur niður þrist og Bjarni tekur umsvifalaust leikhlé.25. mín | 44-48: Barátta í þessu. Stjarnan með undirtökin en ÍR ekki langt undan. Fínn varnarleikur hjá báðum liðum en lítið flæði þess í stað í leiknum.21. mín | 39-41: ÍR er að gera vel í sóknarfráköstunum. En stundum skilar það litlu. Heimamenn fengu fjögur skot í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik en klikkuðu á öllum. Frye kom svo Stjörnunni yfr.Villuvandræði Hamid Dicko: Það var ótrúlegt að fylgjast með villuvandræðum Dicko í fyrsta leikhluta. Hann afrekaði að ná sér í þrjár villur á 22 sekúndum. Alls fjórar villur í fyrsta leikhlutanum öllum. Þetta hlýtur að vera met, ég hef aldrei séð annað eins.Tölfræði fyrri hálfleiks: Stjörnumenn eru mun skilvirkari inn í teig (63% skotnýting gegn 30%) en tapað fleiri boltum (7 gegn 3). Frákastabaráttan er jöfn, 24-24, en ÍR-ingar eru öflugri í sóknarfráköstum (11 gegn 5). Þriggja stiga nýting Stjörnunnar hefur verið afar slæm (3/14) en ögn skárri hjá ÍR (4/10). Fyrri hálfleik lokið | 39-39: Jón Orri jafnar metin á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Stjörnumenn náðu aðeins að rétta úr kútnum eftir slæman annan leikhluta þar sem liðið spilaði agalaust og komst ekkert áleiðis gegn vörn ÍR-inga seinni hluta leikhlutans. Dagur Kár hefur þó verið afar baráttuglaður og haldi lífi í þessu fyrir sína menn. Hann hefur skorað níu stig fyrir Stjörnuna og er stigahæstur. Vilhjálmur er stigahæstur hjá ÍR með fjórtán stig en hann hefur þó aðeins nýtt fjögur af níu skotum sínum innan þriggja stiga línunnar.18. mín | 35-33: "Einn ofan í," segir Matthías Orri um leið og hann lætur skotið vaða utan þriggja stiga línunnar. Syngur í netinu. Hans fyrstu stig í kvöld og ÍR er komið yfir.17. mín | 30-33: ÍR-ingar setja mikið inn í teiginn með ágætum árangri. Hampton duglegur en Vilhjálmur lætur líka mikið til sín taka. Hann er kominn með tíu stig.13. mín | 23-30: Það er hiti inni á vellinum og líka í stúkunni. "Við erum í gettóinu," segir einn góður maður við mig. Stuðningsmenn ÍR láta vel í sér heyra en gestirnir, sem eru margir í bláum skrifstofuskyrtum, svara þeim fullum hálsi. Stórskemmtilegt.1. leikhluta lokið | 15-20: ÍR-ingar eru í vandræðum eftir þessa flottu byrjun. Stjörnumenn hafa náð að loka á allar þeirra aðgerðir og þar að auki er Dicko kominn með fjórar villur. Hann fékk hér í lokin óíþróttamannslega villu, sóknarvillu og tæknivillu með örskömmu millibili. 7. mín | 11-11: Afar liprar hreyfingar hjá Degi sem hefur farið illa með vörn ÍR-inga. Að sama skapi hafa Stjörnumenn þétt sinn varnarleik til muna sem hefur skilað sér.4. mín | 11-3: Tekið harkalega á Sveinbirni. Fyrst fær hann hendi Jóns Orra í andlitið og svo hné Shouse í síðuna. Ekkert alvarlegt en örugglega ansi sárt svona fyrst um sinn. Hampton heldur áfram að láta til sín taka í teignum.3. mín | 9-2: Hampton fer mikinn á upphafsmínútunum. Ver í tvígang frá Jóni Orra. Vinnur hann svo í frákastabaráttu í næstu sókn og á svo stoðsendingu á Sveinbjörn sem skilar þristi. Níu stig Stjörnunnar í röð.1. mín | 0-2: ÍR-ingar vinna uppkastið. Jón Orri og Ágúst eru báðir í byrjunarliði Stjörnunnar. Hampton klikkar á fyrstu sókninni og Shouse kemur gestunum yfir.Fyrir leik: Það eru netvandræði í Hertz-hellinum sem gæti bitnað á lýsingu kvöldsins. Við reynum okkar allra besta til að halda þessu í lagi.Fyrir leik: Stjarnan og ÍR áttust við í bikarnum fyrir tíu dögum síðan og þá höfðu Garðbæingar betur á heimavelli, 95-82. Breiðhyltingar hafa því harma að hefna í kvöld.Fyrir leik: Jarrid Frye er stigahæsti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu með 20 stig að meðaltali í leik en hann er einnig frákastahæstur með 9,1 frákast að meðaltali. Justin Shouse hefur einnig verið öflugur eftir að hann hristi meiðslin af sér og er með 19,6 stig en skammt á eftir kemur Dagur Kár Jónsson með 19,0 stig að meðaltali.Fyrir leik: Trey Hampton hefur verið lykilmaður í liði ÍR í vetur en hann hefur skorað flest stig að meðaltali, 22,2, og tekið flest fráköst, 11,4 á tímabilinu til þessa. Hinn stórefnilegi Matthías Orri Sigurðarson kemur ekki langt undan með 21,9 stig og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.Fyrir leik: Alls fara fimm leikir fram í Domino's-deildinni í kvöld en þetta er síðasta umferðin á árinu. Henni lýkur með viðureign Keflavíkur og Hauka í Sláturhúsinu annað kvöld.Fyrir leik: Stjarnan hefur verið á fínu skriði í vetur eftir að hafa tapað fyrstu tveimur deildarleikjum sínum í vetur. Eftir það kom óvænt tap gegn Skallagrími og svo gegn toppliði KR í vesturbænum. Stjörnumenn eru í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig.Fyrir leik: ÍR er ásamt Fjölni og Skallagrími í þremur neðstu sætum deildarinnar en öll lið eru með fjögur stig. ÍR er í ellefta og næstneðsta sætinu en getur komið sér úr fallsæti með sigri í kvöld.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með viðureign ÍR og Stjörnunnar í Domino's-deild karla.Barist um boltann í kvöld.Vísir/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira