Rafmagnaður Kia Soul Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 15:30 Kia Soul EV rafmagnsbíllinn. Þeim fjölgar ört rafbílagerðunum sem standa nú íslenskum kaupendum til boða. Einn sá allra nýjasti er Kia Soul EV sem jafnframt er fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir. Kia hefur framleitt hefðbundinn Soul frá árinu 2009, en hann hefur þó ekki verið til sölu hérlendis þangað til nú að hann býðst með dísilvél og með rafmagnsdrifrás. Bílaframleiðendur fara misjafnar leiðir þegar kemur að því að framleiða rafmagnsbíla. Sumir þeirra hanna þá frá grunni, en aðrir setja rafmagnsdrifrás í þekkta framleiðslubíla sína. Þar á meðal er Kia með þennan Soul EV, sem og Volkswagen með bæði Polo og Golf rafmagnsbíla. Það er ef til vill betri leið, enda hefur mörgum fallið illa útlit þeirra rafmagnsbíla sem sérhannaðir hafa verið sem slíkir. Ekki þarf að óttast það ef framleiðendur setja rafmagnsdrifrás í bíla sem selst hafa vel og líkað vel í úliti.Laglegur og mikið lagt í Kia Soul hefur frá upphafi verið umdeildur bíll í útliti þó greinarhöfundi hafi ávallt fundist hann flottur. Hann er kassalaga bíll með frekar harðar línur. Eitthvað er þó svo sætt við hann og ef til vill á afturhallandi þaklína bílsins þátt í því að hann gleður augað. Kia Soul er nú af annarri kynslóð og er þessi nýja frá þessu ári. Glögglega má aðgreina Soul EV frá hefðbundnum Soul, en rafmagnsbíllinn er tvílitur, með annan lit á þakinu og fyrir vikið ennþá flottari. Að auki er meira lagt í innréttingu hans og efnisnotkun þar er til hreinnar fyrirmyndar. Þarna er því kominn ári flottur bíll sem tilbúinn er í samkeppnina við aðra rafmagnsbíla sem hrannast nú inná markaðinn hérlendis. Kia Soul EV á nefnilega harða samkeppnisbíla í formi Nissan Leaf og nýkynntum Volkswagen Golf. Þessir bílar eiga það til dæmis sameiginlegt að vera með mjög álíka drægni og afl auk þess að vera á svipuðu verði. Kia Soul EV er á 4.750.000 krónur og fer þar afar vel búinn bíll með mikinn búnað. Nissan Leaf er örlítið ódýrari á 4.690.000 krónur, en hann er ekki eins vel búinn. Volkswagen Golf kostar 4.890.000 og er því þeirra dýrastur, en ekki munar þarna miklu.Lipur og snöggur Margir standa líklega í þeirri trú að rafmagnsbílar séu letingjar með lítið afl og slaka aksturseiginleika. Því fer fjarri og er þessi Kia Soul EV fjandi sprækur bíll og eins og á við þá flesta er hröðun hans í fyrstu mikil og hrein skemmtun. Rafmangsbílar eru ávallt þyngri en samskonar bílar með brunavél og helgast það af þungum rafhlöðum þeirra. Kia Soul EV er einum 200 kílóum þyngri en Kia með brunahreyfil, en merkilegt er hve lítið finnst fyrir því. Hann er sprækur með sín 111 hestöfl, en eftir því sem hraðinn eykst reynist erfiðara að auka hraðann í snatri. Hámarkshraðinn er 145, ekki mjög hár, en það á við flesta rafmagnsbíla. Nissan Leaf er með sama hámarkshraða. Það vakti bæði gleði ökumanns og undrun hversu mjúkur bíllinn er í akstri. Fjöðrunin er einstaklega ljúf og mjúk og hann leikur sér að öllum hraðahindrunum, líkt og þær væru ekki til. Hann hallar sér líka lítið í beygjum og rásfesta hans er mikil, en þó má leggja meira á hefðbundinn Soul ef tekið er verulega á bílunum. Í heildina séð er akstur bílsins ánægjulegur og áhyggjulaus og lipurð bílsins og stýring hans kemur skemmtilega á óvart.Full hleðsla á hálftíma í hraðhleðslustöð Mikill kostur við Kia Soul EV er hve hár hann er til þaksins og því höfuðrými gott, líka afturí. Pláss í aftursætum er gott en það sama verður ekki sagt um skottrýmið. Það er með minnsta móti, eða 281 lítrar, enda stela rafhlöðurnar frá því sem og fótarýminu í aftursætinu . Ef sætin eru hinsvegar felld niður stækkar það hinsvegar í 891 lítra og hjálpar þá hæð bílsins með flutningsgetuna. Afskaplega þægilegt er að hlaða bílinn rafmagni og þarf það ekki að taka nema nokkrar sekúndur eftir að heim er komið. Innstungan er framan á bílnum, sem teljast verður kostur þar sem flestir leggja með nefið sem næst rafmagnsinntakinu. Hann fullhleður rafhlöðurnar á 5 klukkustundum með 6,6 kW hleðslutæki sem fylgir bílnum má ná 80% hleðslu á hálftíma. Þá má fullhlaða bílinn á sama tíma í hraðshleðslustöð án þess að skaða rafhlöðurnar nokkuð. Fullhlaðinn kemst Kia Soul EV 212 kílómetra, en hafa skal í huga að það næst við allra bestu aðstæður og í reynsluakstri hans í kulda nær hann alls ekki þeirri drægni. Það voru þó nokkuð raunsannar tölur sem birtust á mælinum sem sýndi hve mikið drægi væri eftir og þeirrar vegalengda sem honum var ekið. Rafmagnsbíll með drægi sem þetta er afar hentugur sem annar bíll fjölskyldna og ætti að duga svo til alla daga ársins þó svo hann sé kannski ekki heppilegasti fararskjótinn í löng sumarferðalög. Kia Soul EV er flott útspil í sívaxandi flóru rafmagnsbíla sem full ástæða er til að hvetja bílkaupendur til að skoða vel. Kostir: Útlit, staðalbúnaður, fjöðrun Ókostir: Skottpláss Rafmótorar, 111 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 11,2 sek. Hámarkshraði: 145 km/klst Verð: 4.750.000 kr. Umboð: AskjaHlaða má rafhlöður Kia Soul EV á hálftíma í hraðhleðslustöð. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Þeim fjölgar ört rafbílagerðunum sem standa nú íslenskum kaupendum til boða. Einn sá allra nýjasti er Kia Soul EV sem jafnframt er fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir. Kia hefur framleitt hefðbundinn Soul frá árinu 2009, en hann hefur þó ekki verið til sölu hérlendis þangað til nú að hann býðst með dísilvél og með rafmagnsdrifrás. Bílaframleiðendur fara misjafnar leiðir þegar kemur að því að framleiða rafmagnsbíla. Sumir þeirra hanna þá frá grunni, en aðrir setja rafmagnsdrifrás í þekkta framleiðslubíla sína. Þar á meðal er Kia með þennan Soul EV, sem og Volkswagen með bæði Polo og Golf rafmagnsbíla. Það er ef til vill betri leið, enda hefur mörgum fallið illa útlit þeirra rafmagnsbíla sem sérhannaðir hafa verið sem slíkir. Ekki þarf að óttast það ef framleiðendur setja rafmagnsdrifrás í bíla sem selst hafa vel og líkað vel í úliti.Laglegur og mikið lagt í Kia Soul hefur frá upphafi verið umdeildur bíll í útliti þó greinarhöfundi hafi ávallt fundist hann flottur. Hann er kassalaga bíll með frekar harðar línur. Eitthvað er þó svo sætt við hann og ef til vill á afturhallandi þaklína bílsins þátt í því að hann gleður augað. Kia Soul er nú af annarri kynslóð og er þessi nýja frá þessu ári. Glögglega má aðgreina Soul EV frá hefðbundnum Soul, en rafmagnsbíllinn er tvílitur, með annan lit á þakinu og fyrir vikið ennþá flottari. Að auki er meira lagt í innréttingu hans og efnisnotkun þar er til hreinnar fyrirmyndar. Þarna er því kominn ári flottur bíll sem tilbúinn er í samkeppnina við aðra rafmagnsbíla sem hrannast nú inná markaðinn hérlendis. Kia Soul EV á nefnilega harða samkeppnisbíla í formi Nissan Leaf og nýkynntum Volkswagen Golf. Þessir bílar eiga það til dæmis sameiginlegt að vera með mjög álíka drægni og afl auk þess að vera á svipuðu verði. Kia Soul EV er á 4.750.000 krónur og fer þar afar vel búinn bíll með mikinn búnað. Nissan Leaf er örlítið ódýrari á 4.690.000 krónur, en hann er ekki eins vel búinn. Volkswagen Golf kostar 4.890.000 og er því þeirra dýrastur, en ekki munar þarna miklu.Lipur og snöggur Margir standa líklega í þeirri trú að rafmagnsbílar séu letingjar með lítið afl og slaka aksturseiginleika. Því fer fjarri og er þessi Kia Soul EV fjandi sprækur bíll og eins og á við þá flesta er hröðun hans í fyrstu mikil og hrein skemmtun. Rafmangsbílar eru ávallt þyngri en samskonar bílar með brunavél og helgast það af þungum rafhlöðum þeirra. Kia Soul EV er einum 200 kílóum þyngri en Kia með brunahreyfil, en merkilegt er hve lítið finnst fyrir því. Hann er sprækur með sín 111 hestöfl, en eftir því sem hraðinn eykst reynist erfiðara að auka hraðann í snatri. Hámarkshraðinn er 145, ekki mjög hár, en það á við flesta rafmagnsbíla. Nissan Leaf er með sama hámarkshraða. Það vakti bæði gleði ökumanns og undrun hversu mjúkur bíllinn er í akstri. Fjöðrunin er einstaklega ljúf og mjúk og hann leikur sér að öllum hraðahindrunum, líkt og þær væru ekki til. Hann hallar sér líka lítið í beygjum og rásfesta hans er mikil, en þó má leggja meira á hefðbundinn Soul ef tekið er verulega á bílunum. Í heildina séð er akstur bílsins ánægjulegur og áhyggjulaus og lipurð bílsins og stýring hans kemur skemmtilega á óvart.Full hleðsla á hálftíma í hraðhleðslustöð Mikill kostur við Kia Soul EV er hve hár hann er til þaksins og því höfuðrými gott, líka afturí. Pláss í aftursætum er gott en það sama verður ekki sagt um skottrýmið. Það er með minnsta móti, eða 281 lítrar, enda stela rafhlöðurnar frá því sem og fótarýminu í aftursætinu . Ef sætin eru hinsvegar felld niður stækkar það hinsvegar í 891 lítra og hjálpar þá hæð bílsins með flutningsgetuna. Afskaplega þægilegt er að hlaða bílinn rafmagni og þarf það ekki að taka nema nokkrar sekúndur eftir að heim er komið. Innstungan er framan á bílnum, sem teljast verður kostur þar sem flestir leggja með nefið sem næst rafmagnsinntakinu. Hann fullhleður rafhlöðurnar á 5 klukkustundum með 6,6 kW hleðslutæki sem fylgir bílnum má ná 80% hleðslu á hálftíma. Þá má fullhlaða bílinn á sama tíma í hraðshleðslustöð án þess að skaða rafhlöðurnar nokkuð. Fullhlaðinn kemst Kia Soul EV 212 kílómetra, en hafa skal í huga að það næst við allra bestu aðstæður og í reynsluakstri hans í kulda nær hann alls ekki þeirri drægni. Það voru þó nokkuð raunsannar tölur sem birtust á mælinum sem sýndi hve mikið drægi væri eftir og þeirrar vegalengda sem honum var ekið. Rafmagnsbíll með drægi sem þetta er afar hentugur sem annar bíll fjölskyldna og ætti að duga svo til alla daga ársins þó svo hann sé kannski ekki heppilegasti fararskjótinn í löng sumarferðalög. Kia Soul EV er flott útspil í sívaxandi flóru rafmagnsbíla sem full ástæða er til að hvetja bílkaupendur til að skoða vel. Kostir: Útlit, staðalbúnaður, fjöðrun Ókostir: Skottpláss Rafmótorar, 111 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 11,2 sek. Hámarkshraði: 145 km/klst Verð: 4.750.000 kr. Umboð: AskjaHlaða má rafhlöður Kia Soul EV á hálftíma í hraðhleðslustöð.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent