Forhúðin sigga dögg skrifar 3. desember 2014 11:00 Óumskornu typpi hefur verið líkt við mann í rúllukragapeysu Vísir/Getty Forhúðin getur verið töluvert ólík í útliti á milli typpa og er talin vera um þriðjungur af húðinni á typpinu. Hún er einskonar slíður sem verndar fremsta og næmasta hluta typpisins, kónginn. Á nýfæddum drengjum er forhúðin föst við typpið og því á ekki að draga aftur forhúðina á ungum drengjum heldur alveg að láta hana vera. Með tímanum eftir því sem drengurinn eldist losnar svo forhúðin frá typpinu og þá getur hann dregið hana aftur. Aldrei skal pína forhúð aftur. Um 10% typpa eru með of þrönga forhúð. Það getur þá verið óþægilegt og jafnvel sársaukafullt að fá stinningu í typpið eða að draga aftur forhúðin til að pissa. Þetta getur komið í ljós hjá börnum við 3-4 ára aldurinn. Ef ekki er gripið inn í þá getur þetta einnig haft áhrif á sjálfsfróun og kynlíf seinna meir. Það er mælt með því að leita til læknis ef forhúðin er of þröng og þá er annað hvort hægt að laga þetta með skurðaðgerð eða með sterakremi. Til að halda typpinu hreinu er mælt með að draga aftur forhúðina og skola með vatni. Varast skal að setja sápu með miklum ilmefnum á typpið því það getur verið ertandi og sérstaklega skal gæta að því að skola vel alla sápu af áður en forhúðin er dregin fram yfir kónginn. Undir forhúðina getur safnast saman hálfgerð útferð. Þetta er eðlilegt og yfirleitt er útferðin frekar hvítleit. Ef útferðin breytir um lit eða verður mjög lyktarsterk þá gæti verið um sýkingu að ræða og vissara að kíkja til læknis.Umskurður er þegar forhúðin er skorinn af. Það er enginn læknisfræðileg ástæða af hverju þetta er gert við fullfrísk typpi og sérstaklega ung börn og hafa mörg lönd, þar á meðal Ísland, lagst gegn þessari iðju og fordæma hana. Heilsa Tengdar fréttir Bogið typpi Það er eðlilegt að vera með bogið typpi en getur boginn verið of mikill, jafnvel hættulegur? 2. desember 2014 11:00 Sæðisóþol Gjarnan er talað um að vera með óþol fyrir hinum og þessum fæðutegundum og kvarta margir undan glúteni og mjólkurvörum en hvernig er það með sæði? 28. nóvember 2014 11:00 Bragðað á brundi Margir velta fyrir sér bragðgæðum sæðis og hvort hægt sé að bæta það á einhvern hátt. Hér færðu loks svarið við því. 25. nóvember 2014 11:00 Beilað á bónorði Patrick Moot kraup á kné í beinni og bað um hönd kærustunnar sem hristi hausinn, sagði nei og rauk í burtu. 4. september 2014 14:00 Morgunbóner Vaknaðir þú með hann beinstífan í morgun? Þó það geti verið meira vesen en gleði þá er þetta samt merki um heilbrigði. 11. september 2014 09:00 Getur typpið minnkað? Margir pæla í typpastærð en getur typpið minnkað eða jafnvel horfið? 26. nóvember 2014 11:00 Karlmennskutákn? Mýtur og goðsagnir um ofurkarlmennsku byggað á typpastærð hafa gengið manna á milli í langan tíma en hingað og ekki lengra. Þessi heimildarmynd varpar nýju ljós á allt sem þú taldir þig vita um typpið og stærð þess. 2. september 2014 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Forhúðin getur verið töluvert ólík í útliti á milli typpa og er talin vera um þriðjungur af húðinni á typpinu. Hún er einskonar slíður sem verndar fremsta og næmasta hluta typpisins, kónginn. Á nýfæddum drengjum er forhúðin föst við typpið og því á ekki að draga aftur forhúðina á ungum drengjum heldur alveg að láta hana vera. Með tímanum eftir því sem drengurinn eldist losnar svo forhúðin frá typpinu og þá getur hann dregið hana aftur. Aldrei skal pína forhúð aftur. Um 10% typpa eru með of þrönga forhúð. Það getur þá verið óþægilegt og jafnvel sársaukafullt að fá stinningu í typpið eða að draga aftur forhúðin til að pissa. Þetta getur komið í ljós hjá börnum við 3-4 ára aldurinn. Ef ekki er gripið inn í þá getur þetta einnig haft áhrif á sjálfsfróun og kynlíf seinna meir. Það er mælt með því að leita til læknis ef forhúðin er of þröng og þá er annað hvort hægt að laga þetta með skurðaðgerð eða með sterakremi. Til að halda typpinu hreinu er mælt með að draga aftur forhúðina og skola með vatni. Varast skal að setja sápu með miklum ilmefnum á typpið því það getur verið ertandi og sérstaklega skal gæta að því að skola vel alla sápu af áður en forhúðin er dregin fram yfir kónginn. Undir forhúðina getur safnast saman hálfgerð útferð. Þetta er eðlilegt og yfirleitt er útferðin frekar hvítleit. Ef útferðin breytir um lit eða verður mjög lyktarsterk þá gæti verið um sýkingu að ræða og vissara að kíkja til læknis.Umskurður er þegar forhúðin er skorinn af. Það er enginn læknisfræðileg ástæða af hverju þetta er gert við fullfrísk typpi og sérstaklega ung börn og hafa mörg lönd, þar á meðal Ísland, lagst gegn þessari iðju og fordæma hana.
Heilsa Tengdar fréttir Bogið typpi Það er eðlilegt að vera með bogið typpi en getur boginn verið of mikill, jafnvel hættulegur? 2. desember 2014 11:00 Sæðisóþol Gjarnan er talað um að vera með óþol fyrir hinum og þessum fæðutegundum og kvarta margir undan glúteni og mjólkurvörum en hvernig er það með sæði? 28. nóvember 2014 11:00 Bragðað á brundi Margir velta fyrir sér bragðgæðum sæðis og hvort hægt sé að bæta það á einhvern hátt. Hér færðu loks svarið við því. 25. nóvember 2014 11:00 Beilað á bónorði Patrick Moot kraup á kné í beinni og bað um hönd kærustunnar sem hristi hausinn, sagði nei og rauk í burtu. 4. september 2014 14:00 Morgunbóner Vaknaðir þú með hann beinstífan í morgun? Þó það geti verið meira vesen en gleði þá er þetta samt merki um heilbrigði. 11. september 2014 09:00 Getur typpið minnkað? Margir pæla í typpastærð en getur typpið minnkað eða jafnvel horfið? 26. nóvember 2014 11:00 Karlmennskutákn? Mýtur og goðsagnir um ofurkarlmennsku byggað á typpastærð hafa gengið manna á milli í langan tíma en hingað og ekki lengra. Þessi heimildarmynd varpar nýju ljós á allt sem þú taldir þig vita um typpið og stærð þess. 2. september 2014 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bogið typpi Það er eðlilegt að vera með bogið typpi en getur boginn verið of mikill, jafnvel hættulegur? 2. desember 2014 11:00
Sæðisóþol Gjarnan er talað um að vera með óþol fyrir hinum og þessum fæðutegundum og kvarta margir undan glúteni og mjólkurvörum en hvernig er það með sæði? 28. nóvember 2014 11:00
Bragðað á brundi Margir velta fyrir sér bragðgæðum sæðis og hvort hægt sé að bæta það á einhvern hátt. Hér færðu loks svarið við því. 25. nóvember 2014 11:00
Beilað á bónorði Patrick Moot kraup á kné í beinni og bað um hönd kærustunnar sem hristi hausinn, sagði nei og rauk í burtu. 4. september 2014 14:00
Morgunbóner Vaknaðir þú með hann beinstífan í morgun? Þó það geti verið meira vesen en gleði þá er þetta samt merki um heilbrigði. 11. september 2014 09:00
Getur typpið minnkað? Margir pæla í typpastærð en getur typpið minnkað eða jafnvel horfið? 26. nóvember 2014 11:00
Karlmennskutákn? Mýtur og goðsagnir um ofurkarlmennsku byggað á typpastærð hafa gengið manna á milli í langan tíma en hingað og ekki lengra. Þessi heimildarmynd varpar nýju ljós á allt sem þú taldir þig vita um typpið og stærð þess. 2. september 2014 11:00