„Látið þau í friði!“ Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2014 11:05 Fjölmargir vilja verja hin frægu hjón gagnvart ágangi fjölmiðla, og eru rithöfundarnir Óttar M. Norðfjörð, Bubbi og Stefán Máni þeirra á meðal. Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum. Íslandsvinir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum.
Íslandsvinir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira