Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2014 14:01 Michael Lynton, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Sony, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira