Bíó og sjónvarp

Hvað ef Michael Bay leikstýrði Star Wars?

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengingar að hætti Michael Bay.
Sprengingar að hætti Michael Bay.
Stikla nýrrar Star Wars myndar hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þó hún sýni ekki mikið hafa harðir aðdáendur eytt gífurlegum tíma í að fara út í öll smáatriði stiklunnar. Í upphafi var hópur aðdáenda óánægður með að J.J Abrams hefði verið fenginn til að leikstýra myndinni.

Einn notandi Youtube vildi þó í dag sýna að stiklan gæti verið verri og birti í dag endurgerð þar sem hann hafði breytt henni í sannkölluðum Michael Bay stíl. Stiklan er nú full af sprengingum, vöru auglýsingum, tæknibrellum og hljóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×