Að sofna eftir samfarir sigga dögg skrifar 4. desember 2014 11:00 Vísir/Getty Það er algeng mýta að karlar séu alltaf þreyttir eftir samfarir, sérstaklega í kjölfar fullnægingar. Sumir álykta að það sé vegna ferils líkamans og hormónastarfseminnar að líkaminn þurfi að jafna sig. Þetta virðist ekki vera svo farið hjá konum því þær virðast ekki þurfa jafna sig heldur geta haldið strax áfram. Þetta er þó ekki algilt því einstaklingsmunur gildir hér. Sumum langar að kúra eftir samfarir eða kynlíf, aðra langar að sofa og enn aðra að gera eitthvað allt annað. Þetta er áhugavert í ljósi þess að í gagnkynhneigðu samhengi er oft grínast með að konan sé pirruð og glaðvakandi í stuði til að kúra á meðan karlinn sefur. Það má velta því fyrir sé hvort konan sé vakandi því hún er ófullnægð og fékk því ekki afslöppunina sem fylgir fullnægingu með sínum oxýtósin kúrhormóni. Þá eru vísbendingar sem benda til þess að fólk sofi betur í sitthvoru rúminu eða jafnvel sitthvoru svefnherberginu ef það getur það. Þetta getur bæði leitt af sér betri svefn en einnig í sumum tilfellum jafnvel betra kynlíf þar sem það eykur á spennuna og fólk er betur úthvílt. Þetta er þó eins og með allt í kynlífi, hvert og eitt par verður að komast að samkomulagi um hvað virkar. fyrir þau/þá/þær. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það er algeng mýta að karlar séu alltaf þreyttir eftir samfarir, sérstaklega í kjölfar fullnægingar. Sumir álykta að það sé vegna ferils líkamans og hormónastarfseminnar að líkaminn þurfi að jafna sig. Þetta virðist ekki vera svo farið hjá konum því þær virðast ekki þurfa jafna sig heldur geta haldið strax áfram. Þetta er þó ekki algilt því einstaklingsmunur gildir hér. Sumum langar að kúra eftir samfarir eða kynlíf, aðra langar að sofa og enn aðra að gera eitthvað allt annað. Þetta er áhugavert í ljósi þess að í gagnkynhneigðu samhengi er oft grínast með að konan sé pirruð og glaðvakandi í stuði til að kúra á meðan karlinn sefur. Það má velta því fyrir sé hvort konan sé vakandi því hún er ófullnægð og fékk því ekki afslöppunina sem fylgir fullnægingu með sínum oxýtósin kúrhormóni. Þá eru vísbendingar sem benda til þess að fólk sofi betur í sitthvoru rúminu eða jafnvel sitthvoru svefnherberginu ef það getur það. Þetta getur bæði leitt af sér betri svefn en einnig í sumum tilfellum jafnvel betra kynlíf þar sem það eykur á spennuna og fólk er betur úthvílt. Þetta er þó eins og með allt í kynlífi, hvert og eitt par verður að komast að samkomulagi um hvað virkar. fyrir þau/þá/þær.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira