Fótbolti

Liverpool-maður með þrennu á fjórum mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Iago Aspas.
Iago Aspas. Vísir/Getty
Iago Aspas, leikmaður í eigu Liverpool en í láni á Spáni, skoraði þrennu í gær fyrir Sevilla í spænska Konungsbikarnum þegar liðið vann 5-1 stórsigur á b-deildarliði Sabadell.

Aspas skoraði þrennu sína á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleiknum en hann skoraði sex af ellefu mörkum Sevilla í leikjunum tveimur við Sabadell en með sigrinum komst Sevilla í sextán liða úrslitin.

Iago Aspas er er 27 ára framherji náði ekki að skora í 14 leikjum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool keypti hann frá Celta sumarið 2013.

Iago Aspas fann sig aldrei í Liverpool-liðinu og var lánaður til Sevilla fyrir tímabilið þar sem hann hefur skorað 7 mörk í 9 leikjum í öllum keppnum.

Það fylgir reyndar sögunni að Iago Aspas hefur aðeins fengið að spila samtals 85 mínútur með Sevilla í spænsku deildinni í vetur og á enn eftir að skora þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×