Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 103-91 | Enn einn sigur KR-inga Eiríkur Stefán Ásgeirsson í DHL-höllinni skrifar 4. desember 2014 14:23 Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR. vísir/vilhelm KR er enn ósigrað í Domino's-deild karla eftir níu umferðir en liðið hafði betur gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir ágæta baráttu Garðbæinga. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og ætluðu að skjóta KR-inga í kaf. Það gekk fullkomlega upp í fyrsta leikhluta en KR-ingar komu skikki á sinn varnarleik og rúlluðu öðrum leikhluta upp, 36-17. Heimamenn héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og náðu mest að minnka muninn í þrjú stig, 81-78, þegar sjö mínútur voru eftir. En þá tóku heimamenn öll völd og sigldu öruggum sigri í höfn. Brynjar Þór Björnsson skoraði 23 stig fyrir KR og Michael Craion 22. Hjá Stjörnunni var Jarrid Frye með 28 stig og Dagur Kár Jónsson með 22 stig. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij var nálægt þrefaldri tvennu í kvöld en hann var með þrettán stig, tólf fráköst og níu stoðsendingar. Það er erfitt að stöðva KR þegar þeir komast í þann ham sem liðið var í í öðrum leikhluta og stærstan hluta síðari hálfleiks. Stjörnumönnum gekk ágætlega að halda í við þá framan af en sprungu svo endanlega á síðustu mínútum leiksins. Brynjar Þór og Helgi Már voru drjúgir eins og oft áður og Pavel sinnti sínu leiðtogahlutverki afar vel. Stjörnumenn náðu þó að halda aftur af Craion á löngum köflum í fyrri hálfleik en þegar þeir fóru að þreytast í síðari hálfleik varð sú barátta sífellt erfiðari. Craion fór mikinn undir körfunni í fjórða leikhluta og KR-ingar stungu af undir lokin. En það er ljóst að þegar Stjörnumenn hitta á sinn besta dag eru þeir illviðráðanlegir. Þeir hittu lygilega vel utan þriggja stiga línunnar í fyrsta leikhluta (sjö af átta) en héldu slíkri nýtingu vitanlega ekki lengi í leiknum. Garðbæingar settu niður fimm þriggja stiga skot í 20 tilraunum í hinum þremur leikhlutunum og töpuðu frákastabaráttunni þar að auki með miklum mun, 55-34. Heimamenn unnu leikinn með því að halda ró sinni þrátt fyrir öfluga byrjun gestanna. KR-ingar keyrðu sinn leik áfram á sínum sex fastamönnum sem skoruðu allir yfir tíu stig í leiknum. Þegar þeir ná eins vel saman og þeir gerðu í kvöld er erfitt að finna lausn gegn öllum þeim vopnum sem þeir búa yfir. KR-ingar eru því enn með fullt hús stiga í deildinni en Stjörnumenn eru í 4.-7. sæti með tíu stig.KR-Stjarnan 103-91 (20-33, 36-17, 19-22, 28-19)KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Michael Craion 22/10 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/8 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 15/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 13/12 fráköst/9 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 12/13 fráköst.Stjarnan: Jarrid Frye 28/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 22, Justin Shouse 16/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 9/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 8/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 6/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2.Finnur Freyr: Yfirburðir KR ekki svo miklir Finnur Freyr Stefánsson segir að deildin sé mun jafnari en sigurganga hans manna í KR gefur til kynna. Hann var þó vitanlega hæstánægður með sigurinn í kvöld. „Það var smá deyfð yfir liðinu alla vikuna eins og sást á fyrsta leikhlutanum. Ég hafði því nokkrar áhyggjur af leiknum í kvöld en ég er virkilega ánægður með strákana - það er ansi mikið í þá spunnið og þessi barátta í þeim er frábær.“ Stjarnan fór mikinn í fyrsta leikhluta en Finnur Freyr segir erfitt að eiga við Garðbæinga í þessum ham. „Þeir hittu geðveikislega í byrjun. Tölfræðin segir okkur að það er erfitt að því til streitu og við vorum því ekkert að örvænta. Við héldum áfram að spila okkar leik og það finnst mér einkennandi fyrir okkar lið.“ „Við þéttum aðeins vörnina og náðum að fara meira út í þá. Það riðlaði sóknarleikinn aðeins hjá þeim,“ segir hann. KR stakk af undir lok leiksins þegar að liðið fór að nýta Michael Craion almennilega í teignum. „Stundum viljum við gleyma að við eigum þetta skrímsli undir körfunni og við þurfum að vera duglegri að færa honum boltann.“ „Svo var meira sem kom til í kvöld. Mér fannst til dæmis Finnur Atli koma af miklum krafti inn í leikinn og frammistaða hans að öðrum ólöstuðum skóp sigurinn hér í dag. Ég var virkilega ánægður með hann.“ Hann segir erfitt fyrir lið sem er ósigrað á toppnum að halda sér á tánum á svo löngu tímabili eins og þessu. „Sérstaklega þegar það er langt á milli leikja. En mér finnst alltaf eins og það sé talað um okkur eins og að við séum með draumalið í þessari deild. En Stólarnir fylgja okkur eins og skugginn og það er fullt af öðrum öflugum liðum sem eiga eftir að verða enn betri.“ „Þessi deild er mun sterkari en menn láta af og mikið eftir af mótinu. Við höfum ekki unnið neitt og við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum ef við ætlum okkur að ná árangri í vor. Við þurfum bara að halda áfram.“Dagur: Þeir vilja ekki mæta okkur í úrslitakeppninni „Við byrjuðum leikinn fáránlega vel - hittum úr öllum skotum og spiluðum góða vörn. En þeir unnu okkur í frákastabaráttunni allan leikinn og ég held að þeir hafi verið með fleiri sóknarfráköst í fyrri hálfleik en við varnarfráköst. Það er nokkuð stór þáttur í þessu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir leikinn. „Við reyndum að spila okkar leik og búa til góð skotfæri fyrir okkur eins og við gerum alltaf. Það gekk ágætlega allan leikinn í kvöld en það var vörnin sem varð okkur að falli. Það er allt í lagi að skora 91 stig á KR en allt of mikið að fá 103 á sig.“ Michael Craion lét mikið til sín taka í kvöld og var öflugur í baráttunni í teignum. „Okkur gekk vel að stöðva hann í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var ekki sömu ákefð í varnarleiknum. En við ætlum okkur að stöðva þá í síðari umferðinni og svo sjáum við til hvað gerist í úrslitakeppninni. Ég veit að þeir vilja ekki mæta okkur í henni.“Darri: Við héldum rónni Darri Hilmarsson skoraði tólf stig fyrir KR í kvöld í sigri liðsins á KR í DHL-höllinni. „Þetta var góður sigur. Við grófum okkur í holu í fyrsta leikhluta en náðum að koma til baka. Þeir voru sjóðandi heitir í byrjun, sérstaklega Frye og Dagur, en við vissum að þeir gætu ekki haldið því endalaust áfram og við héldum rónni.“ Hann segir að Craion hafi hrokkið í gang í síðari hálfleik. „Við vorum að leita að honum í fyrri hálfleik og það gekk ekki nógu vel. En svo kom það loksins - þetta skrímsli sem við eigum.“ Darri segir það kost hversu vel leikmenn þekkja hvern annan þó það sé alltaf hægt að bæta leik liðsins. „Við erum nokkrir sem höfum spilað lengi saman og svo þekkjum við Mike vel eftir að hafa spilað á móti honum. Það er því kannski ekki margt nýtt sem maður lærir á hverjum degi en það er alltaf hægt að slípa okkur betur til.“Bein textalýsing:Leik lokið | 103-91: Ekki kom stoðsendingin hjá Pavel þrátt fyrir heiðarlega tilraun en öruggur sigur KR er staðreynd.39. mín | 103-84: KR-ingar eru að leika sér. Helgi Már að leggja upp iðnaðartroðslu fyrir Craion.39. mín | 101-82: Stóra spurningin er hvort að Pavel nái þrennunni í kvöld. Honum vantar eina stoðsendingu upp á. 37. mín | 95-80: Fimm stig hjá KR í röð og þetta virðist vera búið. Góð barátta í heimamönnum og þeir sleppa ekki tökunum hér á lokasprettinum.36. mín | 90-80: Tæpar fimm mínútur eftir og KR-ingar taka leikhlé. Stjörnumenn að láta dómgæsluna fara í taugarnar á sér núna. Erfiður lokasprettur fram undan fyrir gestina.34. mín | 84-78: Ágúst með snyrtilega troðslu en Brynjar svarar með þristi. Læti í þessu núna.32. mín | 79-74: Craion byrjar vel. Fjögur stig undir körfunni og fiskaður ruðningur. Tapar svo reyndar boltanum en það er greinilegt hvað KR-ingar vilja fá frá sínum manni.Þriðja leikhluta lokið | 75-72: Spennandi lokaleikhluti fram undan en Stjörnumönnum hefur tekist að hægja aðeins á KR-ingum og halda sér inni í leiknum með skynsamlegum sóknarleik.27. mín | 73-66: Stjörnumenn eru að tapa baráttunni í teignum og því eru þeir að skjóta grimmt að utan. Dagur minnkaði muninn í fimm stig en KR er að nýta flestar sóknir sínar og heldur því forystunni.26. mín | 71-63: Fimm Stjörnumenn hafa fengið villu í leiknum og allir eru komnir með þrjár villur. Brynjar og Craion eru með þrjár villur hjá KR, sem heldur enn forystu sinni.24. mín | 67-56: KR-ingar eru að yfirspila Stjörnuna. Frábær varnarleikur, hraður og öruggur sóknarleikur og auðveldar körfur. Helgi Már núna með galopið skot sem hann nýtti sér og jók muninn í ellefu stig. Stjarnan verður að taka leikhlé.23. mín | 62-56: Gott flæði í sóknarleik KR. Pavel setur þrist og eykur muninn í átta. Stjörnumenn hafa verið að hitta illa en ná að skora undir körfunni í þetta skiptið.21 mín | 58-52: Kanarnir í báðum liðum komnir með þrjár villur. Seinni hálfleikur farnin af stað.Fyrri hálfleik lokið | 56-50: KR skoraði síðustu átta stig hálfleiksins og fara inn í klefa með sex stiga forystu. Miklum baráttuleikhluta lokið og KR-ingar hafa nýtt breiddina og notað mörg vopn til að koma sér aftur inn í leikinn eftir þessa góðu byrjun Stjörnumanna. Eiga Garðbæingar svar í seinni hálfleik?18. mín | 45-46: Þetta var ansi klunnalegt. Marvin náði að stela boltanum og hann og Dagur ætluðu að splæsa í svakalega fínt alley oop. Það fór út um þúfur, KR komst í sókn og Brynjar kom heimamönnum yfir með þristi. Stjörnumenn svöruðu þó með fjórum stigum en Brynjar setti þá aftur niður þrist.16. mín | 35-41: Leikurinn fljótur að breytast og nú er mikið barist inn í teig. Sex stiga forysta Stjörnunnar sem létu áhlaup KR-inga ekki slá sig af laginu.14. mín | 29-34: Stjörnumenn hafa enn ekki sett niður körfu úr opnu spili á þessum fyrstu mínútum annars leikhluta. Fínn varnarleikur hjá KR og sóknarleikurinn er líka byrjaður að malla.Fyrsta leikhluta lokið | 20-33: Frye lýkur þessu á viðeigandi hátt - með því að setja niður erfitt skot. Það er nánast allt niðri hjá Garðbæingum - sérstaklega utan þriggja stiga línunnar en þar hafa þeir sett niður sjö skot í átta tilraunum. Craion byrjaði vel en hefur verið haldið niðri síðustu mínúturnar. Öflug byrjun Stjörnunnar.9. mín | 20-23: Smá skotsýning í gangi núna. Dagur og Darri skiptast á að setja niður þrista. Báðir komnir með tíu stig í fyrsta leikhluta.7. mín | 14-23: Dagur Kár tók frábært lay up og kom sínum mönnum í níu stiga forystu. Frye hefur verið að ógna mikið að utan og kominn með tólf stig. Jón Orri gerði svo vel í að stöðva Craion undir körfunni. Finnur Freyr tekur leikhlé.6. mín | 14-18: KR-ingar mata Craion inn í teig í nánast hverri einustu sókn, enda tekur maðurinn gríðarmikið til sín og skilar miklu. Stjörnumenn eru þó enn að hitta vel og halda forystunni.3. mín | 7-12: Tæknivilla dæmd á Frye fyrir leikaraskap. KR skorar fimm stig og minnkar muninn.2. mín | 2-11: Stjarnan komst í 8-0 forystu með þristi frá Degi og svo 11-2 með öðrum þristi, í þetta sinn frá Marvin. Þvílík byrjun gestanna.1. mín | 0-5: Öflug byrjun Stjörnumanna. Frye opnaði leikinn með þristi og Shouse stal svo boltanum í fyrstu sókn KR.Fyrir leik: Hér er allt til reiðu. Leikmannakynningin búin og síðasta upphitunin að hefjast. Þjálfararnir spakir á hlðarlínunni, nú er búið að leggja allar línur fyrir baráttu kvöldsins.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij hefur skilað lygilegum tölum síðan hann kom til baka eftir meiðslin sem héldu honum frá keppni fyrstu leiki tímabilsins. Hann er með þrefalda tvennu að meðaltali í hverjum leik - 14,4 stig, 12,0 stoðsendingar og 10,2 fráköst.Fyrir leik: Jón Orri Kristjánsson mætir í kvöld sínu gamla liði en hann fór úr KR í Stjörnuna í sumar. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki hér í kvöld.Fyrir leik: Stjörnumenn byrjuðu fremur rólega á tímabilinu og töpuðu fyrstu tveimur leikjunum sínum. En síðan þá hefur liðið tapað aðeins einum leik í deildinni - og það var fyrir botnliði Skallagríms. Það er einmitt eini sigur Borgnesinga til þessa.Fyrir leik: KR er í efsta sæti deildarinnar en liðið hefur unnið alla leiki sína í vetur. Menn eru byrjaðir að velta því fyrir sér hvort eitthvert lið eigi séns í þá.Fyrir leik: Það er nóg um að vera í körfunni í kvöld en heil umferð hefst núna klukkan 19.15 - alls sex leikir. Hér í kvöld eigast við liðin í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar.Fyrir leik: Góða kvöldið, lesendur góðir, og velkomin til leiks hér á Boltavaktinni. Fram undan ætti að vera spennandi viðureign KR og Stjörnunnar í Domino's-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
KR er enn ósigrað í Domino's-deild karla eftir níu umferðir en liðið hafði betur gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir ágæta baráttu Garðbæinga. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og ætluðu að skjóta KR-inga í kaf. Það gekk fullkomlega upp í fyrsta leikhluta en KR-ingar komu skikki á sinn varnarleik og rúlluðu öðrum leikhluta upp, 36-17. Heimamenn héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og náðu mest að minnka muninn í þrjú stig, 81-78, þegar sjö mínútur voru eftir. En þá tóku heimamenn öll völd og sigldu öruggum sigri í höfn. Brynjar Þór Björnsson skoraði 23 stig fyrir KR og Michael Craion 22. Hjá Stjörnunni var Jarrid Frye með 28 stig og Dagur Kár Jónsson með 22 stig. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij var nálægt þrefaldri tvennu í kvöld en hann var með þrettán stig, tólf fráköst og níu stoðsendingar. Það er erfitt að stöðva KR þegar þeir komast í þann ham sem liðið var í í öðrum leikhluta og stærstan hluta síðari hálfleiks. Stjörnumönnum gekk ágætlega að halda í við þá framan af en sprungu svo endanlega á síðustu mínútum leiksins. Brynjar Þór og Helgi Már voru drjúgir eins og oft áður og Pavel sinnti sínu leiðtogahlutverki afar vel. Stjörnumenn náðu þó að halda aftur af Craion á löngum köflum í fyrri hálfleik en þegar þeir fóru að þreytast í síðari hálfleik varð sú barátta sífellt erfiðari. Craion fór mikinn undir körfunni í fjórða leikhluta og KR-ingar stungu af undir lokin. En það er ljóst að þegar Stjörnumenn hitta á sinn besta dag eru þeir illviðráðanlegir. Þeir hittu lygilega vel utan þriggja stiga línunnar í fyrsta leikhluta (sjö af átta) en héldu slíkri nýtingu vitanlega ekki lengi í leiknum. Garðbæingar settu niður fimm þriggja stiga skot í 20 tilraunum í hinum þremur leikhlutunum og töpuðu frákastabaráttunni þar að auki með miklum mun, 55-34. Heimamenn unnu leikinn með því að halda ró sinni þrátt fyrir öfluga byrjun gestanna. KR-ingar keyrðu sinn leik áfram á sínum sex fastamönnum sem skoruðu allir yfir tíu stig í leiknum. Þegar þeir ná eins vel saman og þeir gerðu í kvöld er erfitt að finna lausn gegn öllum þeim vopnum sem þeir búa yfir. KR-ingar eru því enn með fullt hús stiga í deildinni en Stjörnumenn eru í 4.-7. sæti með tíu stig.KR-Stjarnan 103-91 (20-33, 36-17, 19-22, 28-19)KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Michael Craion 22/10 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/8 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 15/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 13/12 fráköst/9 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 12/13 fráköst.Stjarnan: Jarrid Frye 28/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 22, Justin Shouse 16/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 9/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 8/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 6/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2.Finnur Freyr: Yfirburðir KR ekki svo miklir Finnur Freyr Stefánsson segir að deildin sé mun jafnari en sigurganga hans manna í KR gefur til kynna. Hann var þó vitanlega hæstánægður með sigurinn í kvöld. „Það var smá deyfð yfir liðinu alla vikuna eins og sást á fyrsta leikhlutanum. Ég hafði því nokkrar áhyggjur af leiknum í kvöld en ég er virkilega ánægður með strákana - það er ansi mikið í þá spunnið og þessi barátta í þeim er frábær.“ Stjarnan fór mikinn í fyrsta leikhluta en Finnur Freyr segir erfitt að eiga við Garðbæinga í þessum ham. „Þeir hittu geðveikislega í byrjun. Tölfræðin segir okkur að það er erfitt að því til streitu og við vorum því ekkert að örvænta. Við héldum áfram að spila okkar leik og það finnst mér einkennandi fyrir okkar lið.“ „Við þéttum aðeins vörnina og náðum að fara meira út í þá. Það riðlaði sóknarleikinn aðeins hjá þeim,“ segir hann. KR stakk af undir lok leiksins þegar að liðið fór að nýta Michael Craion almennilega í teignum. „Stundum viljum við gleyma að við eigum þetta skrímsli undir körfunni og við þurfum að vera duglegri að færa honum boltann.“ „Svo var meira sem kom til í kvöld. Mér fannst til dæmis Finnur Atli koma af miklum krafti inn í leikinn og frammistaða hans að öðrum ólöstuðum skóp sigurinn hér í dag. Ég var virkilega ánægður með hann.“ Hann segir erfitt fyrir lið sem er ósigrað á toppnum að halda sér á tánum á svo löngu tímabili eins og þessu. „Sérstaklega þegar það er langt á milli leikja. En mér finnst alltaf eins og það sé talað um okkur eins og að við séum með draumalið í þessari deild. En Stólarnir fylgja okkur eins og skugginn og það er fullt af öðrum öflugum liðum sem eiga eftir að verða enn betri.“ „Þessi deild er mun sterkari en menn láta af og mikið eftir af mótinu. Við höfum ekki unnið neitt og við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum ef við ætlum okkur að ná árangri í vor. Við þurfum bara að halda áfram.“Dagur: Þeir vilja ekki mæta okkur í úrslitakeppninni „Við byrjuðum leikinn fáránlega vel - hittum úr öllum skotum og spiluðum góða vörn. En þeir unnu okkur í frákastabaráttunni allan leikinn og ég held að þeir hafi verið með fleiri sóknarfráköst í fyrri hálfleik en við varnarfráköst. Það er nokkuð stór þáttur í þessu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir leikinn. „Við reyndum að spila okkar leik og búa til góð skotfæri fyrir okkur eins og við gerum alltaf. Það gekk ágætlega allan leikinn í kvöld en það var vörnin sem varð okkur að falli. Það er allt í lagi að skora 91 stig á KR en allt of mikið að fá 103 á sig.“ Michael Craion lét mikið til sín taka í kvöld og var öflugur í baráttunni í teignum. „Okkur gekk vel að stöðva hann í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var ekki sömu ákefð í varnarleiknum. En við ætlum okkur að stöðva þá í síðari umferðinni og svo sjáum við til hvað gerist í úrslitakeppninni. Ég veit að þeir vilja ekki mæta okkur í henni.“Darri: Við héldum rónni Darri Hilmarsson skoraði tólf stig fyrir KR í kvöld í sigri liðsins á KR í DHL-höllinni. „Þetta var góður sigur. Við grófum okkur í holu í fyrsta leikhluta en náðum að koma til baka. Þeir voru sjóðandi heitir í byrjun, sérstaklega Frye og Dagur, en við vissum að þeir gætu ekki haldið því endalaust áfram og við héldum rónni.“ Hann segir að Craion hafi hrokkið í gang í síðari hálfleik. „Við vorum að leita að honum í fyrri hálfleik og það gekk ekki nógu vel. En svo kom það loksins - þetta skrímsli sem við eigum.“ Darri segir það kost hversu vel leikmenn þekkja hvern annan þó það sé alltaf hægt að bæta leik liðsins. „Við erum nokkrir sem höfum spilað lengi saman og svo þekkjum við Mike vel eftir að hafa spilað á móti honum. Það er því kannski ekki margt nýtt sem maður lærir á hverjum degi en það er alltaf hægt að slípa okkur betur til.“Bein textalýsing:Leik lokið | 103-91: Ekki kom stoðsendingin hjá Pavel þrátt fyrir heiðarlega tilraun en öruggur sigur KR er staðreynd.39. mín | 103-84: KR-ingar eru að leika sér. Helgi Már að leggja upp iðnaðartroðslu fyrir Craion.39. mín | 101-82: Stóra spurningin er hvort að Pavel nái þrennunni í kvöld. Honum vantar eina stoðsendingu upp á. 37. mín | 95-80: Fimm stig hjá KR í röð og þetta virðist vera búið. Góð barátta í heimamönnum og þeir sleppa ekki tökunum hér á lokasprettinum.36. mín | 90-80: Tæpar fimm mínútur eftir og KR-ingar taka leikhlé. Stjörnumenn að láta dómgæsluna fara í taugarnar á sér núna. Erfiður lokasprettur fram undan fyrir gestina.34. mín | 84-78: Ágúst með snyrtilega troðslu en Brynjar svarar með þristi. Læti í þessu núna.32. mín | 79-74: Craion byrjar vel. Fjögur stig undir körfunni og fiskaður ruðningur. Tapar svo reyndar boltanum en það er greinilegt hvað KR-ingar vilja fá frá sínum manni.Þriðja leikhluta lokið | 75-72: Spennandi lokaleikhluti fram undan en Stjörnumönnum hefur tekist að hægja aðeins á KR-ingum og halda sér inni í leiknum með skynsamlegum sóknarleik.27. mín | 73-66: Stjörnumenn eru að tapa baráttunni í teignum og því eru þeir að skjóta grimmt að utan. Dagur minnkaði muninn í fimm stig en KR er að nýta flestar sóknir sínar og heldur því forystunni.26. mín | 71-63: Fimm Stjörnumenn hafa fengið villu í leiknum og allir eru komnir með þrjár villur. Brynjar og Craion eru með þrjár villur hjá KR, sem heldur enn forystu sinni.24. mín | 67-56: KR-ingar eru að yfirspila Stjörnuna. Frábær varnarleikur, hraður og öruggur sóknarleikur og auðveldar körfur. Helgi Már núna með galopið skot sem hann nýtti sér og jók muninn í ellefu stig. Stjarnan verður að taka leikhlé.23. mín | 62-56: Gott flæði í sóknarleik KR. Pavel setur þrist og eykur muninn í átta. Stjörnumenn hafa verið að hitta illa en ná að skora undir körfunni í þetta skiptið.21 mín | 58-52: Kanarnir í báðum liðum komnir með þrjár villur. Seinni hálfleikur farnin af stað.Fyrri hálfleik lokið | 56-50: KR skoraði síðustu átta stig hálfleiksins og fara inn í klefa með sex stiga forystu. Miklum baráttuleikhluta lokið og KR-ingar hafa nýtt breiddina og notað mörg vopn til að koma sér aftur inn í leikinn eftir þessa góðu byrjun Stjörnumanna. Eiga Garðbæingar svar í seinni hálfleik?18. mín | 45-46: Þetta var ansi klunnalegt. Marvin náði að stela boltanum og hann og Dagur ætluðu að splæsa í svakalega fínt alley oop. Það fór út um þúfur, KR komst í sókn og Brynjar kom heimamönnum yfir með þristi. Stjörnumenn svöruðu þó með fjórum stigum en Brynjar setti þá aftur niður þrist.16. mín | 35-41: Leikurinn fljótur að breytast og nú er mikið barist inn í teig. Sex stiga forysta Stjörnunnar sem létu áhlaup KR-inga ekki slá sig af laginu.14. mín | 29-34: Stjörnumenn hafa enn ekki sett niður körfu úr opnu spili á þessum fyrstu mínútum annars leikhluta. Fínn varnarleikur hjá KR og sóknarleikurinn er líka byrjaður að malla.Fyrsta leikhluta lokið | 20-33: Frye lýkur þessu á viðeigandi hátt - með því að setja niður erfitt skot. Það er nánast allt niðri hjá Garðbæingum - sérstaklega utan þriggja stiga línunnar en þar hafa þeir sett niður sjö skot í átta tilraunum. Craion byrjaði vel en hefur verið haldið niðri síðustu mínúturnar. Öflug byrjun Stjörnunnar.9. mín | 20-23: Smá skotsýning í gangi núna. Dagur og Darri skiptast á að setja niður þrista. Báðir komnir með tíu stig í fyrsta leikhluta.7. mín | 14-23: Dagur Kár tók frábært lay up og kom sínum mönnum í níu stiga forystu. Frye hefur verið að ógna mikið að utan og kominn með tólf stig. Jón Orri gerði svo vel í að stöðva Craion undir körfunni. Finnur Freyr tekur leikhlé.6. mín | 14-18: KR-ingar mata Craion inn í teig í nánast hverri einustu sókn, enda tekur maðurinn gríðarmikið til sín og skilar miklu. Stjörnumenn eru þó enn að hitta vel og halda forystunni.3. mín | 7-12: Tæknivilla dæmd á Frye fyrir leikaraskap. KR skorar fimm stig og minnkar muninn.2. mín | 2-11: Stjarnan komst í 8-0 forystu með þristi frá Degi og svo 11-2 með öðrum þristi, í þetta sinn frá Marvin. Þvílík byrjun gestanna.1. mín | 0-5: Öflug byrjun Stjörnumanna. Frye opnaði leikinn með þristi og Shouse stal svo boltanum í fyrstu sókn KR.Fyrir leik: Hér er allt til reiðu. Leikmannakynningin búin og síðasta upphitunin að hefjast. Þjálfararnir spakir á hlðarlínunni, nú er búið að leggja allar línur fyrir baráttu kvöldsins.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij hefur skilað lygilegum tölum síðan hann kom til baka eftir meiðslin sem héldu honum frá keppni fyrstu leiki tímabilsins. Hann er með þrefalda tvennu að meðaltali í hverjum leik - 14,4 stig, 12,0 stoðsendingar og 10,2 fráköst.Fyrir leik: Jón Orri Kristjánsson mætir í kvöld sínu gamla liði en hann fór úr KR í Stjörnuna í sumar. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki hér í kvöld.Fyrir leik: Stjörnumenn byrjuðu fremur rólega á tímabilinu og töpuðu fyrstu tveimur leikjunum sínum. En síðan þá hefur liðið tapað aðeins einum leik í deildinni - og það var fyrir botnliði Skallagríms. Það er einmitt eini sigur Borgnesinga til þessa.Fyrir leik: KR er í efsta sæti deildarinnar en liðið hefur unnið alla leiki sína í vetur. Menn eru byrjaðir að velta því fyrir sér hvort eitthvert lið eigi séns í þá.Fyrir leik: Það er nóg um að vera í körfunni í kvöld en heil umferð hefst núna klukkan 19.15 - alls sex leikir. Hér í kvöld eigast við liðin í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar.Fyrir leik: Góða kvöldið, lesendur góðir, og velkomin til leiks hér á Boltavaktinni. Fram undan ætti að vera spennandi viðureign KR og Stjörnunnar í Domino's-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira