Fótbolti

Ancelotti: Ronaldo er á hátindinum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Óstöðvandi
Óstöðvandi vísir/getty
Cristiano Ronaldo skoraði 200. mark sitt í spænsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Real Madrid á Celta de Vigo.

Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid segir Ronaldo vera á hátindi líkamlegrar getu sinnar en hann skoraði 23. þrennu sína í deildinni og setti um leið met. Þetta hefur Ronaldo afrekað í aðeins 178 leikjum.

„Að hafa hann í liðinu og mikil forgjöf,“ sagði Ancelotti við blaðamenn eftir sigurinn í gærkvöldi. „Hann er að leika mjög vel þessa dagana. Hann er einstaklega einbeittur og á hátindi líkamlegrar getu sinnar.“

Ancelotti talaði líka um James Rodriguez sem var skipt útaf snemma í seinni hálfleik vegna meiðsla.

„James meiddist á kálfa. Við munum skoða meiðsli hans á næstu dögum. Augljóslega er svekkjandi að sjá hann meiðast en við erum að fá Isco og Sami Khedira til baka úr meiðslum.

„Þessi meiðsli auk meiðsla Modric eru vandamál sem koma upp þegar þú leikur svona marga leiki en það kemur maður í manns stað,“ sagði hinn ítalski þjálfari Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×