Fótbolti

Veit það er ætlast til þess að ég skori mörk

Suarez er orðinn ansi vanur því að fagna mörkum félaga sinna. Hann fagnar hér marki Pique.
Suarez er orðinn ansi vanur því að fagna mörkum félaga sinna. Hann fagnar hér marki Pique. vísir/getty
Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Luis Suarez að koma knettinum í netið eftir að hann gekk í raðir Barcelona.

Hann byrjaði leiktíðina í leikbanni en byrjaði að spila í október. Úrúgvæinn hefur verið nokkuð duglegur að leggja upp fyrir félaga sína en aðeins náð að skora eitt mark sjálfur.

„Það er mjög auðvelt að spila við hliðina á Messi. Ég nýt þess mjög mikið. Ég er samt framherji og vil því eðlilega skora mörk," sagði Suarez.

„Á meðan liðinu gengur vel þá er skortur á mörkum ekkert vandamál. Við spilum fyrir hvorn annan og maður fær sjálfstraust af því að spila með þessum mönnum.

„Ég er vanur því að vera aðalmarkaskorarinn en mér finnst líka gaman að hjálpa til og leggja upp. Ég veit samt að það er ætlast til af mér að ég skori mörk en leggi ekki bara upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×