Fjörutíu eintök af 385 milljón króna Ferrari seldist upp strax Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 15:00 Ferrari FXX K. Þegar Ferrari kynnti nýjasta og brjálaðasta bíl sinn, Ferrari FXX K í Maranello á dögunum fylgdi sögunni að öll þau 40 eintök sem framleidd verða af honum séu þegar uppseld. Kaupendur hans verða að vera nokkuð loðnir um lófana, en hvert eintak bílsins kostar 2,5 milljón evrur, eða 385 milljónir króna. Því seldi Ferrari þarna á augabragði nokkra bíla fyrir 15,4 milljarða króna. Ferrari FXX K er 1.035 hestafla tvinnbíll sem fær afl sitt bæði frá bensínvél og rafmótorum. Bensínvélin er 848 hestafla V12 og 187 hestafla rafmótorarnir fá afl sitt með KERS-búnaði. Þessi bíll er ekki hefðbundinn götubíll, heldur einungis ætlaður til aksturs á keppnisbrautum. Í honum er mikið af nýjum tæknibúnaði sem Ferrari er fyrst að prófa í þessum bíl og verður Ferrari í miklum samskiptum við kaupendur bílanna til að fá upplýsingar um hvernig þessi búnaður reynist. Þessi aðferðafræði er nýstárleg en Ferrari ætlar að læra heilmikið af framleiðslu þessa bíls með aðstoð kaupenda þeirra. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Þegar Ferrari kynnti nýjasta og brjálaðasta bíl sinn, Ferrari FXX K í Maranello á dögunum fylgdi sögunni að öll þau 40 eintök sem framleidd verða af honum séu þegar uppseld. Kaupendur hans verða að vera nokkuð loðnir um lófana, en hvert eintak bílsins kostar 2,5 milljón evrur, eða 385 milljónir króna. Því seldi Ferrari þarna á augabragði nokkra bíla fyrir 15,4 milljarða króna. Ferrari FXX K er 1.035 hestafla tvinnbíll sem fær afl sitt bæði frá bensínvél og rafmótorum. Bensínvélin er 848 hestafla V12 og 187 hestafla rafmótorarnir fá afl sitt með KERS-búnaði. Þessi bíll er ekki hefðbundinn götubíll, heldur einungis ætlaður til aksturs á keppnisbrautum. Í honum er mikið af nýjum tæknibúnaði sem Ferrari er fyrst að prófa í þessum bíl og verður Ferrari í miklum samskiptum við kaupendur bílanna til að fá upplýsingar um hvernig þessi búnaður reynist. Þessi aðferðafræði er nýstárleg en Ferrari ætlar að læra heilmikið af framleiðslu þessa bíls með aðstoð kaupenda þeirra.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent