Fótbolti

Spánarmeistararnir halda pressunni á Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arda Turan í baráttunni á Vicente Calderon í dag.
Arda Turan í baráttunni á Vicente Calderon í dag. vísir/afp
Atletico Madrid komst upp í annað sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Deportivo La Coruna á Vicente Calderon í dag.

Þetta var annar sigur Atletico í röð í deildinni, en liðið er auk þess komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Saúl Ñíguez og Arda Turan skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum í dag.

Spánarmeistararnir eru nú með 29 stig, fjórum stigum minna en Real Madrid og einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða gegn Valencia í kvöld.


Tengdar fréttir

Busquets bjargaði Barcelona

Barcelona beið fram á síðustu með að skora gegn Valencia á Mestalla, en Sergio Busquets skoraði eina mark leiksins á 93. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×