"Þangað til tel ég fljúgandi grill og veðurstatusa" Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. nóvember 2014 16:45 Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni að í dag og á morgun mun mikið óveður ganga yfir landið. Veðurstofan hefur varað við vatnavöxtum og vindhviðum við fjöll á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi. Fólki er ráðlagt að upplifa veðrið innandyra og vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu. Fjölmörgum viðburðum hefur verið frestað vegna veðursins. Lífið á Vísi fór á stúfana og spurði þjóðþekkta einstaklinga hvernig þeir hyggðust eyða deginum.Heiða Kristín og Ágúst BentÁgúst Bent, leikstjóri „Í dag mun ég kúra með ketti og konu og bíða eftir frumsýningunni á Hreinum Skildi á Stöð 2 í kvöld. Þangað til tel ég fljúgandi grill og veðurstatusa. Í kvöld mun ég svo heiðra hugrökkustu starfstétt Íslands; pizzusendilinn. Guð blessi ykkur pizzusendlar, Guð blessi ykkur."Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar „Við Guðmundur Kristján erum á leiðinni út. Vel búinn á fjallabíl til að versla jólagjafir handa drengjunum. Bensi og Snorri eru vel þess virði að leggja á sig ferð í Toys r us í óviðri. En við ætlum að ná heim áður en þetta verður verulegt og elda andalæri og rýna í umræðuhefðina."Áslaug og Emmsjé GautiÁslaug Friðriksdóttir, stjórnmálamaður „Eftir að tendrun Oslóartrésins var frestað fór að renna upp fyrir mér að þetta væri alvöru óveður. Smá spennandi auðvitað. Við mamma ákváðum að fresta súkkulaðidrykkju fjölskyldunnar og ég sé fyrir mér að vinna að einu verkefna minna í staðinn, kveikja á kerti og borða það eftir var af matarboðinu í gær. Svo veit ég að við kötturinn getum ekki annað en fylgst grannt með grenitrjánum slást við þakskeggið. Vonandi vinnur þakskeggið."Emmsjé Gauti, rappari „Ég sit við gluggann og stari á hafið, bíðandi eftir að óveðrið skelli á Eiðisgrandann. Það er eitthvað svo heillandi við svona sturlað óveður. Vonum bara að enginn slasi sig. Annars er ég bara að peppa sjálfann mig í að klæða mig í joggingbuxur til að hoppa út í bónus að kaupa snakk og gos því ég ætla að vera með tjúllað playstation chill þegar veðrið verður sem verst."Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Ég ætla að skrúbba klósett, ryksuga og brjóta saman þvott og reyna að flækjast ekki fyrir börnunum mínum en þau eru að sinna heimanámi. Undir lok dags verð ég vafalaust orðinn mjög hátt uppi andlega enda felast mörg svör við leyndardómum lífsins í hinu einfalda og hversdagslega."Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, kynlífsblaðamaður og hjúkrunarfræðingur „Ég er enn að jafna mig eftir hið epíska jólaboð Forlagsins sl föstudag. Í dag er ég í mjúkum fötum, drekk kaffi með góðri vinkonu, tala um tilfinningar, karlmenn og kynlíf og hlæ heil ósköp. Í kvöld fer ég að sjá útlenska drenginn í Tjarnarbíó með sætum skeggjuðum yngri manni. Eftir það heim í kertaljós, reykelsi og Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur."Kolfinna og BrynjarKolfinna Nikulásdóttir, Reykjavíkurdóttir „Ég mun gera mitt allra besta til þess að komast í kósíbrókina áfallalaust. Þegar ég hef komist í báðar skálmar og hisjað upp þá er voðinn vís! Ég á þrjú egg! Gæti gert eggjaköku. Kettirnir eru afar orólegir og eg lika, af þvi að Muggur er ekki kominn heim. Þetta þýðir að eg hef þurft að loka kettina í sitthvoru herberginu um allt hús svo glugginn geti staðið opinn fyrir Mugg. Þannig að í dag flakka eg a milli herbergja og spjalla við einn kött i einu, þeir höndla veðrið ekki mjög vel, þurfa andlegan stuðning. Eg ætla að biðja folkið í landinu um að biðja fyrir því að Muggur komi heim." Kolfinna er mikill kattavinur, eins og frægt er orðið.Brynjar Nielsson, stjórnmálamaður „Hef verið að fjarlægja og festa allt lauslegt. Að því loknu var ég sendur í kjallarann að ná í jólaskrautið. Hugsa mér að gera mest lítið það sem eftir er dags nema að eiginkonan finni einhver fleiri verkefni handa mér. En hún er nokkuð lúnkin við það og helst einhver sem engin þörf eru á."Elín Eyþórsdóttir og Biggi löggaBirgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga. „Ég er nú á vaktinni í dag, þannig að dagurinn mun bara fara í að aðstoða þá sem þess þurfa á mínu svæði sem er Kópavogur og Breiðholt. Það er ekki ólíklegt að eitthvað af því muni tengjast veðrinu."Elín Eyþórsdóttir, tónlistarkona og meðlimur Sísý Ey „Ég er BÚIN að baka vöfflur og gera heitt kakó! Í öðrum fréttum mun ég eflaust semja eitt verulega drungalegt lag um öldugang og þunglyndi."Nanna Árnadóttir og Sævar PoetrixSævar Poetrix, rappari og höfundur bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu... Og vera alveg sama „Ég ætla að hugsa um ekkert. Gera smá Yoga, sem ég kalla reyndar djóka útaf stellingunum sem ég kemst í og dvelja í eigin dýrð."Nanna Árnadóttir, einkaþjálfari og penni á Heilsuvísi „Ég ætla að eyða óveðursdeginum í að stjórna tveimur jóladanssýningum á vegum Dansstúdíós World Class. Hér eru 500 nemendur samankomnir í Austurbæ til þess að hringja inn jólin í kósý aðventugír og loka haustönninni okkar í dansskólanum."Kristín Soffía og María RutVísir/Valli/FacebookMaría Rut Kristinsdóttir, fyrrverandi formaður Stúdentaráðs HÍ og markaðsstjóri GOmobile „Ég er búin að þrífa og ganga frá öllu sem hægt er að ganga frá þannig að restin af deginum fer í það að hjúfra mér með fjölskyldunni undir sæng og horfa á einhverja klassíska fjölskyldumynd. Svo ætla ég bara að spila við konuna mína í kvöld við kertaljós (erum húkkt á Ticket to ride)!"Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnmálamaður „Ég ætla að búa til aðventukrans, baka smákökur og jóla heimilið til!"Bragi Páll og Sigríður EirVísir/Facebook Bragi Páll, ljóðskáld „Ég byrja daginn á því að vakna á hádegi og fara á fjölskyldu-fyrsta-í-aðventu-hlaðborð á Vox, sem er alveg eins og að fara á Múlakaffi nema ódýrt og snobbað. Svo ætla ég að fara heim og kveikja á reykelsum, ilmkertum, milda ljósin og setja Enya á repeat svo að ólétt kærastan mín fari ekki í vindkvíðakast og framleiði ógeðslega mikið af stresshormóninu cortisone og fæði svo geðveikt stressað barn sem lætur kröfur heimsins buga sig og finnur engan lífsfrið fyrren rétt fyrir þrítugt, ef þá. Svo ætla ég að rífreshja feisbúkk og lesa alla statusana um statusana um veðrið og búa til status um statusana um statusana um veðrið og halla mér aftur í sófanum og horfa á lækin hrúgast inn með dollaramerki í augunum. Svo ætla ég að velta mér aðeins upp úr því hvað sé stutt í prófin, hvað hið kapítalíska feðraveldi sé mikið skrímsli og ríkisstjórnin sé þjófótt og með bænirnar á vörunum ætla ég að gráta mig í svefn."Sigríður Eir Zophoníasardóttir, útvarpskona og meðlimur hljómsveitarinnar Evu. „Ég er á leiðinni í laufabrauðsútskurð með tengdafjölskyldunni minni, svo ætla ég að kveikja á kerti að fornum sið og fá mér svolitla mandarínulús með og ef veðrið verður ekki orðið þeim mun verra þá ætla ég að skreppa í Langholtskirkju í kvöld á jólatónleika með KK og Ellen." Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með fólki spjalla um veðrið á Twitter: Fór út og batt niður tvö útigrill, trampólín og gamla konu sem var byrjuð að rangla um í rokinu— Stefán Máni (@StefnMni) November 30, 2014 Hægt að leita í reynslubanka Dana þegar kemur að óveðri. pic.twitter.com/fSsseXlZrk— Huginn Þorsteinsson (@huginnf) November 30, 2014 Já ég batt niður bæði grillið og trampólínið. Gerið bara grín.— Berglind Festival (@ergblind) November 30, 2014 Engin ástæða til að fara út í kvöld - #HreinnSkjöldur hefur göngu sína kl 21:10 og æsispennandi nýr Homeland strax á eftir #Stöð2— Jóhanna Gísladóttir (@johannamgisla) November 30, 2014 Uppistandinu sem ég átti að vera með uppi á Hellisheiði í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) November 30, 2014 Ef þið finnið Weber gasgrill af stærstu gerð fjúkandi í Kópavoginum er möguleiki að ég eða @gunnare eigum það #sverþað— Þórarinn Hjálmarsson (@thorarinnh) November 30, 2014 Ég verð afar vonsvkinn ef að veðrið toppi ekki þetta fræga 1991 veður. Það er kominn pressa á þessa lægð, nú er að standa undir nafni!— Eyþór Bjarnason (@ljonshjarta) November 30, 2014 þegar ég sá veðrið úti pic.twitter.com/dgCDMXaDI7— Matthías Karlsson (@tjutlinunin) November 30, 2014 Nú bætir í veðrið. Passa trampólín og annað lauslegt.— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) November 30, 2014 Tweets about #lægðin OR #óveður OR #veðrið Veður Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni að í dag og á morgun mun mikið óveður ganga yfir landið. Veðurstofan hefur varað við vatnavöxtum og vindhviðum við fjöll á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi. Fólki er ráðlagt að upplifa veðrið innandyra og vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu. Fjölmörgum viðburðum hefur verið frestað vegna veðursins. Lífið á Vísi fór á stúfana og spurði þjóðþekkta einstaklinga hvernig þeir hyggðust eyða deginum.Heiða Kristín og Ágúst BentÁgúst Bent, leikstjóri „Í dag mun ég kúra með ketti og konu og bíða eftir frumsýningunni á Hreinum Skildi á Stöð 2 í kvöld. Þangað til tel ég fljúgandi grill og veðurstatusa. Í kvöld mun ég svo heiðra hugrökkustu starfstétt Íslands; pizzusendilinn. Guð blessi ykkur pizzusendlar, Guð blessi ykkur."Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar „Við Guðmundur Kristján erum á leiðinni út. Vel búinn á fjallabíl til að versla jólagjafir handa drengjunum. Bensi og Snorri eru vel þess virði að leggja á sig ferð í Toys r us í óviðri. En við ætlum að ná heim áður en þetta verður verulegt og elda andalæri og rýna í umræðuhefðina."Áslaug og Emmsjé GautiÁslaug Friðriksdóttir, stjórnmálamaður „Eftir að tendrun Oslóartrésins var frestað fór að renna upp fyrir mér að þetta væri alvöru óveður. Smá spennandi auðvitað. Við mamma ákváðum að fresta súkkulaðidrykkju fjölskyldunnar og ég sé fyrir mér að vinna að einu verkefna minna í staðinn, kveikja á kerti og borða það eftir var af matarboðinu í gær. Svo veit ég að við kötturinn getum ekki annað en fylgst grannt með grenitrjánum slást við þakskeggið. Vonandi vinnur þakskeggið."Emmsjé Gauti, rappari „Ég sit við gluggann og stari á hafið, bíðandi eftir að óveðrið skelli á Eiðisgrandann. Það er eitthvað svo heillandi við svona sturlað óveður. Vonum bara að enginn slasi sig. Annars er ég bara að peppa sjálfann mig í að klæða mig í joggingbuxur til að hoppa út í bónus að kaupa snakk og gos því ég ætla að vera með tjúllað playstation chill þegar veðrið verður sem verst."Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Ég ætla að skrúbba klósett, ryksuga og brjóta saman þvott og reyna að flækjast ekki fyrir börnunum mínum en þau eru að sinna heimanámi. Undir lok dags verð ég vafalaust orðinn mjög hátt uppi andlega enda felast mörg svör við leyndardómum lífsins í hinu einfalda og hversdagslega."Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, kynlífsblaðamaður og hjúkrunarfræðingur „Ég er enn að jafna mig eftir hið epíska jólaboð Forlagsins sl föstudag. Í dag er ég í mjúkum fötum, drekk kaffi með góðri vinkonu, tala um tilfinningar, karlmenn og kynlíf og hlæ heil ósköp. Í kvöld fer ég að sjá útlenska drenginn í Tjarnarbíó með sætum skeggjuðum yngri manni. Eftir það heim í kertaljós, reykelsi og Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur."Kolfinna og BrynjarKolfinna Nikulásdóttir, Reykjavíkurdóttir „Ég mun gera mitt allra besta til þess að komast í kósíbrókina áfallalaust. Þegar ég hef komist í báðar skálmar og hisjað upp þá er voðinn vís! Ég á þrjú egg! Gæti gert eggjaköku. Kettirnir eru afar orólegir og eg lika, af þvi að Muggur er ekki kominn heim. Þetta þýðir að eg hef þurft að loka kettina í sitthvoru herberginu um allt hús svo glugginn geti staðið opinn fyrir Mugg. Þannig að í dag flakka eg a milli herbergja og spjalla við einn kött i einu, þeir höndla veðrið ekki mjög vel, þurfa andlegan stuðning. Eg ætla að biðja folkið í landinu um að biðja fyrir því að Muggur komi heim." Kolfinna er mikill kattavinur, eins og frægt er orðið.Brynjar Nielsson, stjórnmálamaður „Hef verið að fjarlægja og festa allt lauslegt. Að því loknu var ég sendur í kjallarann að ná í jólaskrautið. Hugsa mér að gera mest lítið það sem eftir er dags nema að eiginkonan finni einhver fleiri verkefni handa mér. En hún er nokkuð lúnkin við það og helst einhver sem engin þörf eru á."Elín Eyþórsdóttir og Biggi löggaBirgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga. „Ég er nú á vaktinni í dag, þannig að dagurinn mun bara fara í að aðstoða þá sem þess þurfa á mínu svæði sem er Kópavogur og Breiðholt. Það er ekki ólíklegt að eitthvað af því muni tengjast veðrinu."Elín Eyþórsdóttir, tónlistarkona og meðlimur Sísý Ey „Ég er BÚIN að baka vöfflur og gera heitt kakó! Í öðrum fréttum mun ég eflaust semja eitt verulega drungalegt lag um öldugang og þunglyndi."Nanna Árnadóttir og Sævar PoetrixSævar Poetrix, rappari og höfundur bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu... Og vera alveg sama „Ég ætla að hugsa um ekkert. Gera smá Yoga, sem ég kalla reyndar djóka útaf stellingunum sem ég kemst í og dvelja í eigin dýrð."Nanna Árnadóttir, einkaþjálfari og penni á Heilsuvísi „Ég ætla að eyða óveðursdeginum í að stjórna tveimur jóladanssýningum á vegum Dansstúdíós World Class. Hér eru 500 nemendur samankomnir í Austurbæ til þess að hringja inn jólin í kósý aðventugír og loka haustönninni okkar í dansskólanum."Kristín Soffía og María RutVísir/Valli/FacebookMaría Rut Kristinsdóttir, fyrrverandi formaður Stúdentaráðs HÍ og markaðsstjóri GOmobile „Ég er búin að þrífa og ganga frá öllu sem hægt er að ganga frá þannig að restin af deginum fer í það að hjúfra mér með fjölskyldunni undir sæng og horfa á einhverja klassíska fjölskyldumynd. Svo ætla ég bara að spila við konuna mína í kvöld við kertaljós (erum húkkt á Ticket to ride)!"Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnmálamaður „Ég ætla að búa til aðventukrans, baka smákökur og jóla heimilið til!"Bragi Páll og Sigríður EirVísir/Facebook Bragi Páll, ljóðskáld „Ég byrja daginn á því að vakna á hádegi og fara á fjölskyldu-fyrsta-í-aðventu-hlaðborð á Vox, sem er alveg eins og að fara á Múlakaffi nema ódýrt og snobbað. Svo ætla ég að fara heim og kveikja á reykelsum, ilmkertum, milda ljósin og setja Enya á repeat svo að ólétt kærastan mín fari ekki í vindkvíðakast og framleiði ógeðslega mikið af stresshormóninu cortisone og fæði svo geðveikt stressað barn sem lætur kröfur heimsins buga sig og finnur engan lífsfrið fyrren rétt fyrir þrítugt, ef þá. Svo ætla ég að rífreshja feisbúkk og lesa alla statusana um statusana um veðrið og búa til status um statusana um statusana um veðrið og halla mér aftur í sófanum og horfa á lækin hrúgast inn með dollaramerki í augunum. Svo ætla ég að velta mér aðeins upp úr því hvað sé stutt í prófin, hvað hið kapítalíska feðraveldi sé mikið skrímsli og ríkisstjórnin sé þjófótt og með bænirnar á vörunum ætla ég að gráta mig í svefn."Sigríður Eir Zophoníasardóttir, útvarpskona og meðlimur hljómsveitarinnar Evu. „Ég er á leiðinni í laufabrauðsútskurð með tengdafjölskyldunni minni, svo ætla ég að kveikja á kerti að fornum sið og fá mér svolitla mandarínulús með og ef veðrið verður ekki orðið þeim mun verra þá ætla ég að skreppa í Langholtskirkju í kvöld á jólatónleika með KK og Ellen." Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með fólki spjalla um veðrið á Twitter: Fór út og batt niður tvö útigrill, trampólín og gamla konu sem var byrjuð að rangla um í rokinu— Stefán Máni (@StefnMni) November 30, 2014 Hægt að leita í reynslubanka Dana þegar kemur að óveðri. pic.twitter.com/fSsseXlZrk— Huginn Þorsteinsson (@huginnf) November 30, 2014 Já ég batt niður bæði grillið og trampólínið. Gerið bara grín.— Berglind Festival (@ergblind) November 30, 2014 Engin ástæða til að fara út í kvöld - #HreinnSkjöldur hefur göngu sína kl 21:10 og æsispennandi nýr Homeland strax á eftir #Stöð2— Jóhanna Gísladóttir (@johannamgisla) November 30, 2014 Uppistandinu sem ég átti að vera með uppi á Hellisheiði í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) November 30, 2014 Ef þið finnið Weber gasgrill af stærstu gerð fjúkandi í Kópavoginum er möguleiki að ég eða @gunnare eigum það #sverþað— Þórarinn Hjálmarsson (@thorarinnh) November 30, 2014 Ég verð afar vonsvkinn ef að veðrið toppi ekki þetta fræga 1991 veður. Það er kominn pressa á þessa lægð, nú er að standa undir nafni!— Eyþór Bjarnason (@ljonshjarta) November 30, 2014 þegar ég sá veðrið úti pic.twitter.com/dgCDMXaDI7— Matthías Karlsson (@tjutlinunin) November 30, 2014 Nú bætir í veðrið. Passa trampólín og annað lauslegt.— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) November 30, 2014 Tweets about #lægðin OR #óveður OR #veðrið
Veður Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira