Alþjóðlegi alnæmisdagurinn sigga dögg kynfræðingur skrifar 1. desember 2014 11:00 Vísir/Getty HIV veiran skemmir ónæmiskerfi líkamans en rétt lyfjagjöf getur haldið veirunni í skefjum svo ekki þróist hún í alnæmi. Það er því hægt að lifa löngu lífi þó viðkomandi sé HIV jákvæð/-ur. HIV getur smitast með blóði og/eða með slímhúð. Í því samhengi er gott að hafa í huga að ýmis kynhegðun er misáhættusöm. Þannig eru mestu smitlíkurnar ef rifur myndast og veiran ætti því auðvelt aðgengi í blóðrás eins og í endaþarmi þar sem auðveldlega geta myndast rifur eða í leggöngum, sérstaklega ef viðkomandi er á blæðingu, þá er aukin hætta. Munnmök geta einnig falið í sér vissa hættu, sérstalega ef rifur eru í munni og/eða á kynfærum.Klámleikarinn John Holmes var sýktur af HIVVísir/SkjáskotAlengar mýtur um HIV: Maður stundaði samfarir með apa og bjó til HIV. (hið rétta er að maður át sýktan apa og þannig smitaðist veiran úr apa yfir í menn) Þú deyrð fljótt ef þú smitast. Þú getur smitast af því að fara í sleik við smitaða manneskju (ATH - ef þú ert með blæðandi sár eða herpes, ekki fara í sleik, að öðru leyti, allt í góðu). Þú getur smitast af klósettsetu/tannbursta/vatnsglasi. Þú getur ekki eignast börn. HIV er greint með blóðprufu og þú getur látið framkvæma slíkt á næstu heilsugæslustöð eða á Húð og Kyn. Það eina sem ver gegn HIV í kynlífi er smokkurinn. HIV samtökin á Íslandi halda úti fésbókar síðu og bjóða til smá kaffisamlætis í dag að heimili samtakanna, nánari upplýsingar má nálgast á síðu samtakanna. Stephen Fry er breskur leikari sem gerði tveggja þátta heimildarþætti um HIV. Hér er fyrri hlutinn Og hér seinni hlutinn Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
HIV veiran skemmir ónæmiskerfi líkamans en rétt lyfjagjöf getur haldið veirunni í skefjum svo ekki þróist hún í alnæmi. Það er því hægt að lifa löngu lífi þó viðkomandi sé HIV jákvæð/-ur. HIV getur smitast með blóði og/eða með slímhúð. Í því samhengi er gott að hafa í huga að ýmis kynhegðun er misáhættusöm. Þannig eru mestu smitlíkurnar ef rifur myndast og veiran ætti því auðvelt aðgengi í blóðrás eins og í endaþarmi þar sem auðveldlega geta myndast rifur eða í leggöngum, sérstaklega ef viðkomandi er á blæðingu, þá er aukin hætta. Munnmök geta einnig falið í sér vissa hættu, sérstalega ef rifur eru í munni og/eða á kynfærum.Klámleikarinn John Holmes var sýktur af HIVVísir/SkjáskotAlengar mýtur um HIV: Maður stundaði samfarir með apa og bjó til HIV. (hið rétta er að maður át sýktan apa og þannig smitaðist veiran úr apa yfir í menn) Þú deyrð fljótt ef þú smitast. Þú getur smitast af því að fara í sleik við smitaða manneskju (ATH - ef þú ert með blæðandi sár eða herpes, ekki fara í sleik, að öðru leyti, allt í góðu). Þú getur smitast af klósettsetu/tannbursta/vatnsglasi. Þú getur ekki eignast börn. HIV er greint með blóðprufu og þú getur látið framkvæma slíkt á næstu heilsugæslustöð eða á Húð og Kyn. Það eina sem ver gegn HIV í kynlífi er smokkurinn. HIV samtökin á Íslandi halda úti fésbókar síðu og bjóða til smá kaffisamlætis í dag að heimili samtakanna, nánari upplýsingar má nálgast á síðu samtakanna. Stephen Fry er breskur leikari sem gerði tveggja þátta heimildarþætti um HIV. Hér er fyrri hlutinn Og hér seinni hlutinn
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira