Körfubolti

Get ég fengið eina þrennu hjá þér | Myndband

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þrennukóngurinn
Þrennukóngurinn vísir/valli
KR tekur á móti Haukum í Dominos deild karla í körfubolta annað kvöld og mætast þar þrennu kóngar síðustu leiktíðar Pavel Ermolinskij hjá KR og Emil Barja hjá Haukum í einni af mörgum rimmum leiksins.

Valtýr Björn Valtýsson fór með Emil að hitta Pavel í vinnunni, í versluninni Kjöt og Fisk á Bergstaðastræti að því tilefni eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi.

Ekki hefur gengið eins vel hjá Emil að næla í þrennur á þessari leiktíð og fór hann í búðina hjá Pavel í von um að fá eina slíka.

„Ég er hérna með kjötþrennu, fiskþrennu en ætli að það sé ekki best að þú takir grænmetisþrennu hjá okkur. Við viljum ekki að þú fáir of mikið prótein fyrir leikinn á morgun,“ sagði Pavel þegar Emil óskaði eftir þrennu hjá honum.

„Ég held ég þurfi kjötþrennuna, það veitir ekki af,“ sagði Emil við tilboði Pavels.

„Gúrku, lauk og papriku. Meira þarf hann ekki og fær ekki hér,“ sagði Pavel og hló. „Ég fæ mér kannski góða ribeye steik. Það hefur gengið vel,“ sagði Pavel en innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Leikur KR og Hauka hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×