Körfubolti

Haukar lausir við Martin í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Andri Marinó
Haukar heimsækja Íslandsmeistara KR í kvöld í lokaleik sjöundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta en KR-ingar hafa unnið alla sex deildarleiki sína á tímabilinu.

KR-ingurinn Martin Hermannsson var Haukum erfiður í deildarleikjum liðanna á síðasta tímabili en hann skoraði 24,0 stig að meðaltali í tveimur öruggum sigrum þar sem hann hitti úr 68 prósent skota sinna.

Martin var bara með hærra meðalskora á móti einu öðru liði í deildinni en hann skoraði 24,3 stig að meðaltali á móti Snæfelli.

Haukarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Martin í kvöld því hann spilar nú með LIU Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Það var aðeins einn annar KR-ingur sem skoraði yfir tíu stig í báðum leikjunum en Pavel Ermolinskij var með 12,0 stig, 10,5 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum tveimur.

Leikur KR og Hauka verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00.

Leikir Martin á móti Haukum í fyrra:

96-67 sigur í DHL-höllinni

19 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar

Hitti úr 6 af 9 skotum sínum (67 prósent)

86-74 sigur á Ásvöllum

29 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar

Hitti úr 9 af 13 skotum sínum (69 prósent)

Hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum (80 prósent)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×