Hyundai-Kia nálgast 8 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 14:35 Hyundai Sonata. S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent