Getur typpið minnkað? sigga dögg kynfræðingur skrifar 26. nóvember 2014 11:00 Typpastærð er algengt umræðuefni og hjá sumum áhyggjuefni. Það eru nokkrir þættir sem geta haft áhrif á stærð typpis.1. Ónóg „líkamsrækt“ Typpi þarf að fá reglulega stinningu (1-2 á dag) til að viðhalda sinni náttúrulegu stærð. Það er talið að typpi gæti minnkað jafnvel um 1-2 sentímetra ef það færi ekki reglulega stinningu. Þetta er meðal annars talin vera ein af ástæðum þess að typpið fær reglulega standpínu á nóttunni og morgnanna, til að viðhalda heilbrigði vefsins. Ef þú getur ekki fengið stinningu af læknisfræðilegum ástæðum þá geta typpapumpur hjálpað til við að fá blóðið til að flæða í typpið.2. Mjúkur eða stinnur Stærð typpis í hvíld segir ekki til um stærð þess þegar það er í reisn. Sum typpi stækka meira en önnur og stundum er sagt að lítil typpi geymist best og stækki mest. Stór typpi í hvíld stækka því endilega ekki mikið þegar komast í reisn heldur bara stinnast á meðan minni typpi geta lengst töluvert.Meðalstærð typpis í reisn er um 13 sentímetrar.Mynd/Getty3. Kuldi Þegar kalt er úti þá dregst typpið og eistun nær líkamanum til að halda á sér hita. Þetta er gert til að vernda sæðið. Því er typpið oft minna í kulda. Þá er ágætt að taka fram að typpið minnkar ekki (eða stækkar) af mikilli sjálfsfróun.4. Aldur Typpið getur verið að „vaxa“ allt þangað til að viðkomandi lýkur kynþroskaskeiðinu, það hjá sumum er að loknum grunnskóla. Svo getur typpið minnkað eftir því sem menn eldast. Typpi virðist geta orðið allt að 2 sentímetrum minna þegar menn eru komnir á sjötugs aldurinn en það getur að hluta til skýrst af tíðni og gæði stinningar því það getur einnig verið erfitt að fá sterka standpínu eftir því sem menn eldast. Það er því blóðflæði til typpisins er orðið minni vegna stíflu eða þrenginga í æðunum. Ef þú hefur miklar áhyggjur af typpastærðinni, sérstaklega ef þú óttast að hann sé að minnka og geti jafnvel horfið þá gætir þú verið haldinn greinanlegu sálrænu ástandi.Koro er óttinn við að typpi minnki og hverfi inn í líkamann. Þetta er oftar sálrænn frekar en líkamlegur ótti en lýsir sér gjarnan í miklum kvíða. Þeir sem greinast með þessa röskun eru gjarnan einnig með aðrar geðraskanir. Þetta finnst í öllum menningum en virðist vera algengara í álfunum Afríku og Asíu. Þá telja sumir vísindamenn að þetta sé algengara en raun ber vitni en fólk sé hrætt við að greina frá þessu. Óháð typpastærð þá getur typpi verið fullnægjandi, bæði fyrir eigandann og bólfélagann. Heilsa Tengdar fréttir Maður án typpis Karlmaður missti typpi sitt eftir að hafa hurð var skellt á hann, hvernig er kynlíf hjá slíkum manni? 26. ágúst 2014 11:00 Skiptir typpastærð máli? Umræðuefni sem flest allir hafa rætt á einhverjum tímapunkti en hvert er svarið? Þessi heimildarmynd fjallar um mann með lítið typpi. 1. september 2014 14:00 Morgunbóner Vaknaðir þú með hann beinstífan í morgun? Þó það geti verið meira vesen en gleði þá er þetta samt merki um heilbrigði. 11. september 2014 09:00 Karlmennskutákn? Mýtur og goðsagnir um ofurkarlmennsku byggað á typpastærð hafa gengið manna á milli í langan tíma en hingað og ekki lengra. Þessi heimildarmynd varpar nýju ljós á allt sem þú taldir þig vita um typpið og stærð þess. 2. september 2014 11:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Typpastærð er algengt umræðuefni og hjá sumum áhyggjuefni. Það eru nokkrir þættir sem geta haft áhrif á stærð typpis.1. Ónóg „líkamsrækt“ Typpi þarf að fá reglulega stinningu (1-2 á dag) til að viðhalda sinni náttúrulegu stærð. Það er talið að typpi gæti minnkað jafnvel um 1-2 sentímetra ef það færi ekki reglulega stinningu. Þetta er meðal annars talin vera ein af ástæðum þess að typpið fær reglulega standpínu á nóttunni og morgnanna, til að viðhalda heilbrigði vefsins. Ef þú getur ekki fengið stinningu af læknisfræðilegum ástæðum þá geta typpapumpur hjálpað til við að fá blóðið til að flæða í typpið.2. Mjúkur eða stinnur Stærð typpis í hvíld segir ekki til um stærð þess þegar það er í reisn. Sum typpi stækka meira en önnur og stundum er sagt að lítil typpi geymist best og stækki mest. Stór typpi í hvíld stækka því endilega ekki mikið þegar komast í reisn heldur bara stinnast á meðan minni typpi geta lengst töluvert.Meðalstærð typpis í reisn er um 13 sentímetrar.Mynd/Getty3. Kuldi Þegar kalt er úti þá dregst typpið og eistun nær líkamanum til að halda á sér hita. Þetta er gert til að vernda sæðið. Því er typpið oft minna í kulda. Þá er ágætt að taka fram að typpið minnkar ekki (eða stækkar) af mikilli sjálfsfróun.4. Aldur Typpið getur verið að „vaxa“ allt þangað til að viðkomandi lýkur kynþroskaskeiðinu, það hjá sumum er að loknum grunnskóla. Svo getur typpið minnkað eftir því sem menn eldast. Typpi virðist geta orðið allt að 2 sentímetrum minna þegar menn eru komnir á sjötugs aldurinn en það getur að hluta til skýrst af tíðni og gæði stinningar því það getur einnig verið erfitt að fá sterka standpínu eftir því sem menn eldast. Það er því blóðflæði til typpisins er orðið minni vegna stíflu eða þrenginga í æðunum. Ef þú hefur miklar áhyggjur af typpastærðinni, sérstaklega ef þú óttast að hann sé að minnka og geti jafnvel horfið þá gætir þú verið haldinn greinanlegu sálrænu ástandi.Koro er óttinn við að typpi minnki og hverfi inn í líkamann. Þetta er oftar sálrænn frekar en líkamlegur ótti en lýsir sér gjarnan í miklum kvíða. Þeir sem greinast með þessa röskun eru gjarnan einnig með aðrar geðraskanir. Þetta finnst í öllum menningum en virðist vera algengara í álfunum Afríku og Asíu. Þá telja sumir vísindamenn að þetta sé algengara en raun ber vitni en fólk sé hrætt við að greina frá þessu. Óháð typpastærð þá getur typpi verið fullnægjandi, bæði fyrir eigandann og bólfélagann.
Heilsa Tengdar fréttir Maður án typpis Karlmaður missti typpi sitt eftir að hafa hurð var skellt á hann, hvernig er kynlíf hjá slíkum manni? 26. ágúst 2014 11:00 Skiptir typpastærð máli? Umræðuefni sem flest allir hafa rætt á einhverjum tímapunkti en hvert er svarið? Þessi heimildarmynd fjallar um mann með lítið typpi. 1. september 2014 14:00 Morgunbóner Vaknaðir þú með hann beinstífan í morgun? Þó það geti verið meira vesen en gleði þá er þetta samt merki um heilbrigði. 11. september 2014 09:00 Karlmennskutákn? Mýtur og goðsagnir um ofurkarlmennsku byggað á typpastærð hafa gengið manna á milli í langan tíma en hingað og ekki lengra. Þessi heimildarmynd varpar nýju ljós á allt sem þú taldir þig vita um typpið og stærð þess. 2. september 2014 11:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Maður án typpis Karlmaður missti typpi sitt eftir að hafa hurð var skellt á hann, hvernig er kynlíf hjá slíkum manni? 26. ágúst 2014 11:00
Skiptir typpastærð máli? Umræðuefni sem flest allir hafa rætt á einhverjum tímapunkti en hvert er svarið? Þessi heimildarmynd fjallar um mann með lítið typpi. 1. september 2014 14:00
Morgunbóner Vaknaðir þú með hann beinstífan í morgun? Þó það geti verið meira vesen en gleði þá er þetta samt merki um heilbrigði. 11. september 2014 09:00
Karlmennskutákn? Mýtur og goðsagnir um ofurkarlmennsku byggað á typpastærð hafa gengið manna á milli í langan tíma en hingað og ekki lengra. Þessi heimildarmynd varpar nýju ljós á allt sem þú taldir þig vita um typpið og stærð þess. 2. september 2014 11:00