Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR Guðmundur Marinó Ingvarsson í DHL-höllinni skrifar 24. nóvember 2014 15:56 KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn var spennandi fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða sýndu KR-ingar styrk sinn og keyrðu örugglega yfir gestina. Leikurinn fór skemmtilega af stað og var mikið skorað fyrstu mínúturnar. Haukar börðust í upphafi leiks og ætluðu að gera hvað þeir gátu gegn ósigruðu Íslandsmeisturunum. KR var engu að síður yfir eftir fyrsta leikhluta 25-23. KR skerpti á varnarleiknum í öðrum leikhluta og náði tíu stiga forystu fyrir hálfleik 48-38 án þess þó að fara illa með gestina úr Hafnarfirði. Það fjaraði undan baráttu Hauka sem gáfu KR-ingum allt of margar auðveldar körfur. KR byrjaði þriðja leikhluta með látum og náði mest 18 stiga forystu. Haukar bitu frá sér og minnkuðu muninn í sjö stig og fengu tækifæri til að minnka muninn í fjögur stig en nýttu ekki gal opinn þrist. KR nýtti sér það og náði ellefu stiga forystu fyrir fjórða leikhluta 69-58. Haukar náðu aldrei að gera leikinn spennandi í fjórða leikhluta og sigldi KR sigrinum örugglega í höfn með því að auka forskotið jafnt og þétt þar til það var komið yfir 20 stig og skammt eftir af leiknum. Þegar leikurinn var jafn munaði miklu um skelfilega vítanýtingu Hauka og þá sérstaklega hjá Alex Francis sem skortir allan takt í vítaskotum sínum. Að auki voru KR-ingar mun ákveðnari í baráttunni um fráköstin og skiluðu sóknarfráköst mikilvægum stigum á þeim kafla sem liðið byggði upp forskot sitt. KR er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en Haukar hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru með 8 stigin sem liðið fékk með því að vinna fjóra fyrstu leiki sína.KR-Haukar 93-78 (25-23, 23-15, 21-20, 24-20)KR: Michael Craion 20/8 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 19/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 12/7 fráköst/9 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Darri Hilmarsson 3/5 fráköst.Haukar: Alex Francis 20/11 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 17, Emil Barja 11/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 10/4 fráköst, Kristinn Marinósson 9/6 fráköst, Helgi Björn Einarsson 5/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 3, Hjálmar Stefánsson 2/5 fráköst, Brynjar Ólafsson 1. Brynjar: Ekki hægt að stoppa okkur alla„Þetta var ágætis sigur. Við vorum fínir á köflum eins og við höfum verið en svo duttum við niður á köflum. Heilt yfir vorum við alltaf með þægilega forystu sem við létum aldrei af hendi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR. „Þetta er leikur áhlaupa og þeir tóku sitt áhlaup en við vissum að við ættum okkar inni,“ sagði Brynjar um það þegar Haukar minnkuðu 18 stiga forystu KR niður í 7 stig í þriðja leikhluta. „Við erum með það góða einstaklinga að það er ekki hægt að stoppa okkur alla. „Þetta er okkar styrkleiki og veikleiki líka eins og í leiknum á móti Snæfelli um daginn. Þá biðum við eftir því að lenda í vandræðum þegar við ákváðum síðan að gefa í. Svo getum við lent í því að það kvikni ekki á okkur öllum og þá erum við í bölvuðum vandræðum. Þess vegna þurfum við að mæta alltaf tilbúnir. „Þetta var flottur liðssigur og það gáfu allir allt í þetta. Þeir áttu í erfiðleikum með að skora þangað til í lokin þegar þeir fóru að henda inn einhverjum rusl körfum,“ sagði Brynjar. Emil: Of fljótir að gefast upp„Það er ástæða fyrir því að þeir eru á toppnum en við eigum alveg í þá. Við getum alveg tekið þá á heimavelli. Ég hef fulla trú á því," sagði Emil Barja leikstjórnandi Hauka. „Við vorum of fljótir að gefast upp og náðum ekki að svara þeim í endann. „Við vorum inni í þessum leik allan tímann og munurinn í lokinn segir ekki alla söguna. Þetta var leikur þangað til í fjórða leikhluta þegar þeir stungu okkur af. „Þeir spiluðu mjög harða vörn og voru að ýta okkur úr öllum stöðum og sóknin okkar var einhæf. Við vorum að leita of mikið á útlendinginn og boltinn gekk ekki nógu vel. „Svo skora þeir 93 stig sem er of mikið. Þeir fengu opna þrista í fyrri hálfleik sem við hefðum getað gert betur í að stoppa,“ sagði Emil sem er hvergi banginn þrátt fyrir þrjú töp í röð í deildinni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við eigum eftir að koma til baka og taka næsta leik. Það er alveg öruggt.“ Leik lokið (93-78): Öruggur sigur KR að lokum.39 mínúta (92-74): Minni spámenn komnir inn á í báðum liðum.38. mínúta (89-69): Ruslatími framundan. Alex Francis gæti fengið smá hvíld undir lokin.36. mínúta (85-66): Þetta verður ekki spennandi úr þessu.35. mínúta (83-66): KR er að sigla þessu í höfn og Pavel er að nálgast þrennuna, 10 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar. Hann er líka með 6 tapaða bolta.34. mínúta (81-66): Darri Hilmarsson loksins kominn á blað fyrir KR. Því var vel fagnað.34. mínúta (78-66): Finnur er kominn með 10 stig fyrir KR. Heimamenn þiggja það.33. mínúta (76-66): Craion sestur á bekkinn með fjórar villur. Hann er með 20 stig og 8 fráköst.32. mínúta (73-64): Kom smá hik í sóknina hjá Haukum eftir þessa byrjun.31. mínúta (71-64): Haukar með þrista í tveimur fyrstu sóknunum sínum.Þriðja leikhluta lokið (69-58): Munar stigi meira en í hálfleik. Enn von fyrir Hauka þó anstæðingurinn sé KR á útivelli.29. mínúta (67-56): Munurinn aftur kominn yfir tíu stigin.28. mínúta (63-54): Finnur með mikilvæga körfu fyrir KR. Heldur Haukum í þægilegri fjarlægð.27. mínúta (61-54): Flottur sprettur hjá Haukum. Nær liðið að fylgja þessu eftir?26. mínúta (61-49): Francis er kominn með 14 stig fyrir Hauka en er farinn að þreytast nokkuð enda fær hann enga hvíld.25. mínúta (58-46): Haukar ná aðeins að narta í forskot KR.24. mínúta (58-43): Það er hart barist en erfitt að sjá KR missa þetta forskot mikið niður.22. mínúta (56-41): Þrennukóngarnir skiptust á þristum.21. mínúta (52-38): Craion með fjögur fyrstu stig seinni hálfleiks.Hálfleikur: Francis er með 11 stig og 9 fráköst fyrir Hauka. Haukur Óskarsson er með 8 stig líkt og Emil sem hefur tekið 2 fráköst og gefið 5 stoðsendingar.Hálfleikur: Brynjar og Helgi Már með 13 stig hvor fyrir KR. Craion er með 9 stig og 5 fráköst. Pavel er með 4 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar.Hálfleikur (48-38): Tíu stiga munur í hálfleik. Það er erfitt að vinna upp gegn KR en alls ekki ómögulegt.19. mínúta (43-36): Kári með þrist fyrir Hauka og Helgi svarar að bragði. Helgi kominn með 13 stig eins og Brynjar hjá KR.18. mínúta (40-33): Haukar náðu sex - núll sprett en þá sagði Craion hingað og ekki lengra. Tvö stig og víti.17. mínúta (37-32): Fimm - núll sprettur hjá Haukum.16. mínúta (37-27): Hjálmar bauð upp á vörslu leiksins á Craion í hraðaupphlaupi en KR er 10 stigum yfir.15. mínúta (35-27): Brynjar og Helgi hitta alltaf hjá KR en Darri er ís kaldur. Hefur ekki hitt úr neinu af 4 þriggja stiga skotum sínum.14. mínúta (35-26): KR er að ná góðum tökum á þessum leik. Munar miklu um fráköstin og hitnina að utan.13. mínúta (30-25): Finnur með sóknarfrákast tvær sóknir í röð. Fyrst skoraði hann sjálfur svo sendi hann út á Brynjar sem klikkar hreinlega ekki skoti.11. mínúta (25-23): Uppfærum þrennuvaktina. Emil er með 6 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Paver er með 4 stig, frákast og 3 stoðsendingar.Fyrsta leikhluta lokið (25-23): Frábær fyrsti leikhluti þó varnarleikur liðanna hafi á köflum verið slakur. Ekki margir áhorfendur sem kvarta undan því.9. mínúta (25-21): Það er spenna í þessu.7. mínúta (23-21): Brynjar er sjóðandi hjá KR, kominn með 10 stig.6. mínúta (18-16): Haukar náðu að jafna en KR heldur frumkvæðinu.5. mínúta (14-14): Liðin snögg kólnuðu í eina mínútu og hitnuðu svo strax aftur , eða Haukar í það minnsta.3. mínúta (12-7): KR skorar alltaf, núna Pavel.2. mínúta (10-5): Helgi með þrist, kominn með 5 stig.1. mínúta (2-3): Pavel er komin með frákast og Emil þrist. Þrennuvaktin skráir það.Fyrir leik: Þá eru flestir áhorfendur að vera búnir að gæða sér á gómsætum hamborgurum KR-inga og komnir í stúkuna. Nú má veislan hefjast.Fyrir leik: Þrennuvaktin er glaðvakandi hér í DHL-höllinni í kvöld enda bæði Pavel Ermolinskij og Emil Barja mættir á parketið.Fyrir leik: Frábær plötusnúðurinn hér í DHL-höllinni er að kveikja í leikmönnum með The Rolling Stones slagaranum Start Me Up en það hefur sérstaklega góð áhrif á minnst tvo leikmenn Hauka sem eru harðir "Stóns" aðdáendur.Fyrir leik: Pavel er með flestar stoðsendingar að meðaltali í deildinni til þessa og enginn hefur tekið fleiri fráköst en Francis að jafnaði.Fyrir leik: Erlendu leikmenn liðanna hafa farið mikinn í stigaskorun og fráköstum. Alex Francis leikmaður Hauka hefur skorað 26,3 stig og tekið 15,7 fráköst. Michael Craion hefur skorað 27 stig fyrir KR og hirt 13,7 fráköst.Fyrir leik: Pavel Ermolinkij er með rúmlega þrennu að meðaltali í leik og verið mjög drjúgur fyrir KR. Hann hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið, 11,7. Emil Barja hefur gefið flestar fyrir Hauka, 7,3.Fyrir leik: Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar en KR er í efsta sæti ásamt Tindastóli sem hefur leikið leik meira.Fyrir leik: Deildarleikir KR og Hauka á síðasta tímabili voru langt frá því að vera jafnir. KR vann fyrri leikinn í DHL-höllinni með 29 stiga mun (96-67) og þann seinni með tólf stigum (86-74) eftir að hafa komist mest 27 stigum yfir.Fyrir leik: Michael Craion, bandaríski miðherjinn í liði KR, er annað árið í röð búinn að fara ósigraður í gegnum fyrstu sex deildarleiki tímabilsins en hann gerði það einnig með Keflavík í fyrra. Craion er með 27,0 stig og 13,7 fráköst að meðaltali með KR í vetur.Fyrir leik: Haukar unnu fyrstu fjóra leiki tímabilsins, alla í Dominos-deildinni, en hafa síðan tapað þremur leikjum í röð þar á meðal tveimur þeirra á móti Stjörnunni.Vísir/Vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn var spennandi fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða sýndu KR-ingar styrk sinn og keyrðu örugglega yfir gestina. Leikurinn fór skemmtilega af stað og var mikið skorað fyrstu mínúturnar. Haukar börðust í upphafi leiks og ætluðu að gera hvað þeir gátu gegn ósigruðu Íslandsmeisturunum. KR var engu að síður yfir eftir fyrsta leikhluta 25-23. KR skerpti á varnarleiknum í öðrum leikhluta og náði tíu stiga forystu fyrir hálfleik 48-38 án þess þó að fara illa með gestina úr Hafnarfirði. Það fjaraði undan baráttu Hauka sem gáfu KR-ingum allt of margar auðveldar körfur. KR byrjaði þriðja leikhluta með látum og náði mest 18 stiga forystu. Haukar bitu frá sér og minnkuðu muninn í sjö stig og fengu tækifæri til að minnka muninn í fjögur stig en nýttu ekki gal opinn þrist. KR nýtti sér það og náði ellefu stiga forystu fyrir fjórða leikhluta 69-58. Haukar náðu aldrei að gera leikinn spennandi í fjórða leikhluta og sigldi KR sigrinum örugglega í höfn með því að auka forskotið jafnt og þétt þar til það var komið yfir 20 stig og skammt eftir af leiknum. Þegar leikurinn var jafn munaði miklu um skelfilega vítanýtingu Hauka og þá sérstaklega hjá Alex Francis sem skortir allan takt í vítaskotum sínum. Að auki voru KR-ingar mun ákveðnari í baráttunni um fráköstin og skiluðu sóknarfráköst mikilvægum stigum á þeim kafla sem liðið byggði upp forskot sitt. KR er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en Haukar hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru með 8 stigin sem liðið fékk með því að vinna fjóra fyrstu leiki sína.KR-Haukar 93-78 (25-23, 23-15, 21-20, 24-20)KR: Michael Craion 20/8 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 19/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 12/7 fráköst/9 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Darri Hilmarsson 3/5 fráköst.Haukar: Alex Francis 20/11 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 17, Emil Barja 11/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 10/4 fráköst, Kristinn Marinósson 9/6 fráköst, Helgi Björn Einarsson 5/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 3, Hjálmar Stefánsson 2/5 fráköst, Brynjar Ólafsson 1. Brynjar: Ekki hægt að stoppa okkur alla„Þetta var ágætis sigur. Við vorum fínir á köflum eins og við höfum verið en svo duttum við niður á köflum. Heilt yfir vorum við alltaf með þægilega forystu sem við létum aldrei af hendi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR. „Þetta er leikur áhlaupa og þeir tóku sitt áhlaup en við vissum að við ættum okkar inni,“ sagði Brynjar um það þegar Haukar minnkuðu 18 stiga forystu KR niður í 7 stig í þriðja leikhluta. „Við erum með það góða einstaklinga að það er ekki hægt að stoppa okkur alla. „Þetta er okkar styrkleiki og veikleiki líka eins og í leiknum á móti Snæfelli um daginn. Þá biðum við eftir því að lenda í vandræðum þegar við ákváðum síðan að gefa í. Svo getum við lent í því að það kvikni ekki á okkur öllum og þá erum við í bölvuðum vandræðum. Þess vegna þurfum við að mæta alltaf tilbúnir. „Þetta var flottur liðssigur og það gáfu allir allt í þetta. Þeir áttu í erfiðleikum með að skora þangað til í lokin þegar þeir fóru að henda inn einhverjum rusl körfum,“ sagði Brynjar. Emil: Of fljótir að gefast upp„Það er ástæða fyrir því að þeir eru á toppnum en við eigum alveg í þá. Við getum alveg tekið þá á heimavelli. Ég hef fulla trú á því," sagði Emil Barja leikstjórnandi Hauka. „Við vorum of fljótir að gefast upp og náðum ekki að svara þeim í endann. „Við vorum inni í þessum leik allan tímann og munurinn í lokinn segir ekki alla söguna. Þetta var leikur þangað til í fjórða leikhluta þegar þeir stungu okkur af. „Þeir spiluðu mjög harða vörn og voru að ýta okkur úr öllum stöðum og sóknin okkar var einhæf. Við vorum að leita of mikið á útlendinginn og boltinn gekk ekki nógu vel. „Svo skora þeir 93 stig sem er of mikið. Þeir fengu opna þrista í fyrri hálfleik sem við hefðum getað gert betur í að stoppa,“ sagði Emil sem er hvergi banginn þrátt fyrir þrjú töp í röð í deildinni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við eigum eftir að koma til baka og taka næsta leik. Það er alveg öruggt.“ Leik lokið (93-78): Öruggur sigur KR að lokum.39 mínúta (92-74): Minni spámenn komnir inn á í báðum liðum.38. mínúta (89-69): Ruslatími framundan. Alex Francis gæti fengið smá hvíld undir lokin.36. mínúta (85-66): Þetta verður ekki spennandi úr þessu.35. mínúta (83-66): KR er að sigla þessu í höfn og Pavel er að nálgast þrennuna, 10 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar. Hann er líka með 6 tapaða bolta.34. mínúta (81-66): Darri Hilmarsson loksins kominn á blað fyrir KR. Því var vel fagnað.34. mínúta (78-66): Finnur er kominn með 10 stig fyrir KR. Heimamenn þiggja það.33. mínúta (76-66): Craion sestur á bekkinn með fjórar villur. Hann er með 20 stig og 8 fráköst.32. mínúta (73-64): Kom smá hik í sóknina hjá Haukum eftir þessa byrjun.31. mínúta (71-64): Haukar með þrista í tveimur fyrstu sóknunum sínum.Þriðja leikhluta lokið (69-58): Munar stigi meira en í hálfleik. Enn von fyrir Hauka þó anstæðingurinn sé KR á útivelli.29. mínúta (67-56): Munurinn aftur kominn yfir tíu stigin.28. mínúta (63-54): Finnur með mikilvæga körfu fyrir KR. Heldur Haukum í þægilegri fjarlægð.27. mínúta (61-54): Flottur sprettur hjá Haukum. Nær liðið að fylgja þessu eftir?26. mínúta (61-49): Francis er kominn með 14 stig fyrir Hauka en er farinn að þreytast nokkuð enda fær hann enga hvíld.25. mínúta (58-46): Haukar ná aðeins að narta í forskot KR.24. mínúta (58-43): Það er hart barist en erfitt að sjá KR missa þetta forskot mikið niður.22. mínúta (56-41): Þrennukóngarnir skiptust á þristum.21. mínúta (52-38): Craion með fjögur fyrstu stig seinni hálfleiks.Hálfleikur: Francis er með 11 stig og 9 fráköst fyrir Hauka. Haukur Óskarsson er með 8 stig líkt og Emil sem hefur tekið 2 fráköst og gefið 5 stoðsendingar.Hálfleikur: Brynjar og Helgi Már með 13 stig hvor fyrir KR. Craion er með 9 stig og 5 fráköst. Pavel er með 4 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar.Hálfleikur (48-38): Tíu stiga munur í hálfleik. Það er erfitt að vinna upp gegn KR en alls ekki ómögulegt.19. mínúta (43-36): Kári með þrist fyrir Hauka og Helgi svarar að bragði. Helgi kominn með 13 stig eins og Brynjar hjá KR.18. mínúta (40-33): Haukar náðu sex - núll sprett en þá sagði Craion hingað og ekki lengra. Tvö stig og víti.17. mínúta (37-32): Fimm - núll sprettur hjá Haukum.16. mínúta (37-27): Hjálmar bauð upp á vörslu leiksins á Craion í hraðaupphlaupi en KR er 10 stigum yfir.15. mínúta (35-27): Brynjar og Helgi hitta alltaf hjá KR en Darri er ís kaldur. Hefur ekki hitt úr neinu af 4 þriggja stiga skotum sínum.14. mínúta (35-26): KR er að ná góðum tökum á þessum leik. Munar miklu um fráköstin og hitnina að utan.13. mínúta (30-25): Finnur með sóknarfrákast tvær sóknir í röð. Fyrst skoraði hann sjálfur svo sendi hann út á Brynjar sem klikkar hreinlega ekki skoti.11. mínúta (25-23): Uppfærum þrennuvaktina. Emil er með 6 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Paver er með 4 stig, frákast og 3 stoðsendingar.Fyrsta leikhluta lokið (25-23): Frábær fyrsti leikhluti þó varnarleikur liðanna hafi á köflum verið slakur. Ekki margir áhorfendur sem kvarta undan því.9. mínúta (25-21): Það er spenna í þessu.7. mínúta (23-21): Brynjar er sjóðandi hjá KR, kominn með 10 stig.6. mínúta (18-16): Haukar náðu að jafna en KR heldur frumkvæðinu.5. mínúta (14-14): Liðin snögg kólnuðu í eina mínútu og hitnuðu svo strax aftur , eða Haukar í það minnsta.3. mínúta (12-7): KR skorar alltaf, núna Pavel.2. mínúta (10-5): Helgi með þrist, kominn með 5 stig.1. mínúta (2-3): Pavel er komin með frákast og Emil þrist. Þrennuvaktin skráir það.Fyrir leik: Þá eru flestir áhorfendur að vera búnir að gæða sér á gómsætum hamborgurum KR-inga og komnir í stúkuna. Nú má veislan hefjast.Fyrir leik: Þrennuvaktin er glaðvakandi hér í DHL-höllinni í kvöld enda bæði Pavel Ermolinskij og Emil Barja mættir á parketið.Fyrir leik: Frábær plötusnúðurinn hér í DHL-höllinni er að kveikja í leikmönnum með The Rolling Stones slagaranum Start Me Up en það hefur sérstaklega góð áhrif á minnst tvo leikmenn Hauka sem eru harðir "Stóns" aðdáendur.Fyrir leik: Pavel er með flestar stoðsendingar að meðaltali í deildinni til þessa og enginn hefur tekið fleiri fráköst en Francis að jafnaði.Fyrir leik: Erlendu leikmenn liðanna hafa farið mikinn í stigaskorun og fráköstum. Alex Francis leikmaður Hauka hefur skorað 26,3 stig og tekið 15,7 fráköst. Michael Craion hefur skorað 27 stig fyrir KR og hirt 13,7 fráköst.Fyrir leik: Pavel Ermolinkij er með rúmlega þrennu að meðaltali í leik og verið mjög drjúgur fyrir KR. Hann hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið, 11,7. Emil Barja hefur gefið flestar fyrir Hauka, 7,3.Fyrir leik: Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar en KR er í efsta sæti ásamt Tindastóli sem hefur leikið leik meira.Fyrir leik: Deildarleikir KR og Hauka á síðasta tímabili voru langt frá því að vera jafnir. KR vann fyrri leikinn í DHL-höllinni með 29 stiga mun (96-67) og þann seinni með tólf stigum (86-74) eftir að hafa komist mest 27 stigum yfir.Fyrir leik: Michael Craion, bandaríski miðherjinn í liði KR, er annað árið í röð búinn að fara ósigraður í gegnum fyrstu sex deildarleiki tímabilsins en hann gerði það einnig með Keflavík í fyrra. Craion er með 27,0 stig og 13,7 fráköst að meðaltali með KR í vetur.Fyrir leik: Haukar unnu fyrstu fjóra leiki tímabilsins, alla í Dominos-deildinni, en hafa síðan tapað þremur leikjum í röð þar á meðal tveimur þeirra á móti Stjörnunni.Vísir/Vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira