Fótbolti

Forseti Barcelona: Messi er besti leikmaður allra tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Vísir/Getty
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, er ekki í neinum vafa um það að Lionel Messi sé besti fótboltamaður allra tíma.

Lionel Messi sló markametið á Spáni um síðustu helgi og á möguleika á því að slá markamet Meistaradeildarinnar í kvöld aðeins þremur dögum síðar.

„Við munum hafa Leo í mörg ár til viðbótar. Við er mjög ánægð með það sem hann hefur afrekað en við vissum líka að þetta met væri á leiðinni," sagði Josep Maria Bartomeu.

„Það eru engin orð til að lýsa því sem hann er að gera. Hann er ánægður hjá Barcelona þar sem hann hefur spilað í svo mörg ár og það fer vel á með honum og liðsfélögum hans," sagði Bartomeu.

„Það er enginn vafi í mínum huga að Messi er besti leikmaður allra tíma," sagði Bartomeu.

Framtíð Lionel Messi hefur verið til umfjöllunar á síðum spænskra blaða en Bartomeu er fullviss um það Messi spili áfram fyrir Barcelona. Hann segir að menn þar á bæ þurfi bara að leysa úr nokkra hlutum tengdum málum utan fótboltavallarins.


Tengdar fréttir

Messi sló markametið í sigri Barcelona

Lionel Messi er markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann skoraði þrjú af fimm mörkum Barelona í 5-1 sigri á Sevilla í kvöld.

Sjáið Messi slá markametið | Myndband

Lionel Messi sló markametið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði þrennu í öruggum 5-1 sigri Barcelona á Sevilla.

Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán

Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni.

Arnór: Maradona sá besti

Argentínumaðurinn var ekki umkringdur jafn góðum leikmönnum og Pelé eða Lionel Messi.

Metin hans Messi

Lionel Messi er ekki nema 27 ára gamall. Engu að síður er hann orðinn markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×