Körfubolti

Bingó í sal hjá Haukum - sjáðu frábæra troðslu Francis

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukum hefur fatast flugið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir fjóra sigra í byrjun leiktíðar. Þeir töpuðu þriðja leiknum í röð í gærkvöldi þegar þeir sóttu Íslandsmeistara KR heim.

Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR

Þrátt fyrir tapið geta stuðningsmenn Hauka aðeins yljað sér yfir flottum tilþrifum sinna manna þó þeir hefðu vitaskuld frekar þegið fleiri sigra.

Hjálmar Stefánsson bauð upp á glæsileg tilþrif þegar hann varði skot Bandaríkjamannsins öfluga Michaels Craions eins og sjá mátti á Vísi í gærkvöldi, en Hafnafjarðarliðið átti líka flottar sóknir.

Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta bar leikstjórnandi liðsins, Emil Barja, upp boltann og fann Bandaríkjamanninn Alex Francis með stórkostlegri gólfsendingu. Francis þakkaði pent fyrir sig og tróð boltanum með látum í körfuna.

„Upp með sokkana - það er bingó í sal,“ hrópaði Svali Björgvinsson sem lýsti leiknum með Arnari Björnssyni í gærkvöldi.

Þessi flottu tilþrif má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×