Körfubolti

Sjáðu fimm silkimjúka þrista frá Kára í Vesturbænum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Jónsson, 17 ára gamall bakvörður Hauka í Dominos-deildinni í körfubolta, skoraði 17 stig í 93-78 tapi gegn Íslandsmeisturum KR í gærkvöldi.

Sjá einnig:Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband

Kári, sem er af miklu körfuboltakyni, skoraði 15 af 17 stigum sínum með þriggja stiga körfum, þó reyndar þrjár í fjórða leikhluta þegar KR-ingar voru stungnir af.

Þrátt fyrir ungan aldur er Kári með eitt fallegasta skotið í Dominos-deildinni eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.

Sjá einnig:Bingó í sal hjá Haukum - sjáðu frábæra troðslu Francis

Hann er að skora 2,4 þrista að meðaltali í leik og að hitta úr 37 prósent skota sinna fyrir utan teiginn. Í heildina er Kári að skora 14,7 stig að meðaltali í leik fyrir Haukanna.

Þessar fimm silkimjúku þrista hans má sjá í myndbandinu hér að ofan í lýsingu Arnars Björnssonar og Svala Björgvinssonar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×