Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Viljum enga meðalmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brynjar Gauti Guðjónsson, miðvörður ÍBV til síðustu fjögurra ára, samdi við Stjörnuna til tveggja ára í dag.

„Við settum niðust með honum fyrir nokkrum vikum síðan og kynntum hann fyrir klúbbnum. Honum hefur litist vel á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við íþróttadeild í dag.

Sjá einnig:Brynjar Gauti: Vildi komast í lið þar sem er pressa

Hann hefur ekki rætt við fleiri leikmenn en Halldór Orri Björnsson er þó væntanlegur heim.

„Nei, það hef ég ekki gert. Halldór Orri er mjög líklegur hingað inn. Það verður mjög sterkt fyrir okkur að fá rótgróinn fótboltamann hingað inn sem er líka frábær fótboltamaður,“ segir Rúnar, en hvað með Danina?

„Michael Præst verður áfram og svo eru Martin Rauschenberg og Rolf Toft að reyna fyrir sér annars staðar. Vonandi gengur það vel hjá þeim. Það er spurningamerki með þá. Það getur verið að við fáum Jeppe Hansen til okkar aftur en það kemur í ljós.“

Þjálfarinn er ánægður með leikmannahópinn og ætlar ekki að kaupa hvað sem er til að styrkja hann.  

„Við erum með frábæran hóp eins og staðan er núna og við ætlum ekki að sækja neina meðalmenn heldur góða stráka sem styrkja okkur,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson.

Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×