Íslenski boltinn

Brynjar Gauti: Vildi komast í lið þar sem er pressa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þetta er virkilega fottur klúbbur og hér er mikill metnaður. Mér líst bara vel á Rúnar, þjálfarateymið, aðstöðuna og þeirra áætlanir,“ segir Brynjar Gauti Guðjónsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar við íþróttadeild 365.

Sjá einnig:Rúnar Páll: Viljum enga meðalmenn

Miðvörðurinn öflugi gekk í raðir meistaranna í dag og skrifaði undir tveggja ára samning, en hann spilaði þar áður í fjögur ár með ÍBV. Brynjar Gauti reyndi að komast út í atvinnumennsku og það er áfram draumurinn.

„Það getur alltaf eitthvað gerst, en fyrst það gekk ekki núna er bara að spýta í lófana. Núna er bara að bæta sig og halda áfram að reyna. Stjarnan er fínn staður til að gera það.“

Brynjari fannst tími til kominn að yfirgefa ÍBV og prófa eitthvað nýtt. „Ég átti mjög góðan tíma í Eyjum og hef ekkert nema góða hluti um Eyjamenn að segja. En það hefur allt sinn vitjunartíma og ég fann það í sumar að það var kominn tími á nýja áskorun,“ segir hann, en verður ekki pressa að ganga inn í lið Íslandsmeistaranna?

„Að sjálfsögðu. Þeir vilja gera betur en síðasta sumar sem verður mjög erfitt, en það er allt hægt. Ég vildi komast í lið þar sem er pressa og menn eru að keppa um titla. Það er að gerast í Garðabænum.“

Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×