Renault-Nissan hefur selt 200.000 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 09:14 Nissan Leaf. Samstarfsfyrirtækin Renault-Nissan hafa nú selt samtals 200.000 rafmagnsbíla og bera höfuð og herðar yfir aðra bílaframleiðendur á því sviði. Af þeim eru 150.000 Nissan Leaf bílar, en aðrar bílgerðir eru Renault Zoe, Renault Twizy, Renault Kangoo og Nissan e-NV200 sendibíllinn. Þessi 200.000 bíla sala á rafmagnsbílum hefur átt sér stað frá því seint á árinu 2010, er Nissan kynnti Leaf bílinn. Renault-Nissan náði 100.000 bíla sölu á rafbílum í júlí í fyrra og því má reikna það út að fyrirtækin tvö selji að jafnaði 6.250 rafmagnsbíla á hverjum mánuði. Lang mest af því er Nissan Leaf, en af þeim bíl hafa selst 67.000 eintök í Bandaríkjunum, 46.500 í Japan og 31.000 í Evrópu. Aukning í rafmagnsbílasölu Renault-Nissan er 20% á þessu ári samanborið við síðasta ár. Renault-Nissan fullyrðir að fyrirtækin tvö eigi 58% af heimsmarkaðnum í rafmagnsbílasölu. Bílar frá þeim hefur nú þegar verið ekið 4 milljarða kílómetra og með því komið í veg fyrir 450 milljón kílóa útblástur af CO2. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Samstarfsfyrirtækin Renault-Nissan hafa nú selt samtals 200.000 rafmagnsbíla og bera höfuð og herðar yfir aðra bílaframleiðendur á því sviði. Af þeim eru 150.000 Nissan Leaf bílar, en aðrar bílgerðir eru Renault Zoe, Renault Twizy, Renault Kangoo og Nissan e-NV200 sendibíllinn. Þessi 200.000 bíla sala á rafmagnsbílum hefur átt sér stað frá því seint á árinu 2010, er Nissan kynnti Leaf bílinn. Renault-Nissan náði 100.000 bíla sölu á rafbílum í júlí í fyrra og því má reikna það út að fyrirtækin tvö selji að jafnaði 6.250 rafmagnsbíla á hverjum mánuði. Lang mest af því er Nissan Leaf, en af þeim bíl hafa selst 67.000 eintök í Bandaríkjunum, 46.500 í Japan og 31.000 í Evrópu. Aukning í rafmagnsbílasölu Renault-Nissan er 20% á þessu ári samanborið við síðasta ár. Renault-Nissan fullyrðir að fyrirtækin tvö eigi 58% af heimsmarkaðnum í rafmagnsbílasölu. Bílar frá þeim hefur nú þegar verið ekið 4 milljarða kílómetra og með því komið í veg fyrir 450 milljón kílóa útblástur af CO2.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent