Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 29-27 | Sterkur sigur hjá ÍR Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 27. nóvember 2014 15:22 Ásbjörn Stefánsson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm ÍR lagði FH 29-27 á heimvelli sínum í Austurbergi í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Sanngjarn sigur hjá ÍR sem var mun sterkari aðilinn í leiknum. FH byrjaði leikinn betur og var með frumkvæðið fyrstu 20 mínútur leiksins. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn þegar FH-ingar fengu tvær brottvísanir á þremum mínútum.Arnór Freyr Stefánsson kom einnig sterkur inn á fyrir ÍR þegar langt var liðið af fyrri hálfleik og góð markvarsla hans hjálpaði liðinu að fá mörk úr hraðaupphlaupum. Í kjölfarið komst sóknarleikur liðsins sem var stirður í upphafi leiks á flug og ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 18-16 og voru í raun klaufar að fara ekki til hálfleiks með enn betri stöðu. ÍR var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH þurfti að hafa mun meira fyrir sínum mörkum og var það í raun aðeins frábær markvarsla Brynjars Darra Baldurssonar sem hélt FH inni í leiknum, þó hann hafi lítið sem ekkert ráðið við Björgvin Hólmgeirsson. Varnarleikur FH var afleitur. Liðið rétt klappaði sóknarmönnum ÍR og einbeitti sér meira að því að tuða í dómurunum en að bæta það sem miður fór í leik liðsins. Undir lok leiksins reyndu FH-ingar að brjóta leikinn upp með að leika með sjö sóknarmenn. Það gekk illa upp því liðið var með tvo leikmenn inni á línu sem gerðu lítið annað en að taka pláss og þvælast fyrir. Þetta virkaði ekki vel æft hjá FH. Vörn ÍR var slök fyrstu 20 mínútur leiksins en batnaði svo til muna. Sóknarlega gat ÍR skapað sér færi að vild og hefði hæglega getað unnið enn þægilegri sigur hefði liðið farið betur með færin. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum, með jafn mörg stig og Valur og Afturelding í sætunum fyrir ofan. FH er tveimur stigum á eftir í fjórða sæti. Arnór Freyr: Geggjað þegar við fáum fólkið með okkur„Það er oft þannig að þegar það koma tveir, þrír boltar að það fylgja margir á eftir. Þetta var gott,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson sem fór mikinn í marki ÍR í kvöld. Arnór Freyr lék stórt hlutverki í marki HK sem varð Íslandsmeistari 2012 og fór þá oft illa með FH í úrslitarimmunni. Hann segir það þó sig litlu skipta þó FH sé andstæðingurinn. „Ég kvarta ekki yfir þessu. Mér finnst mjög gaman að spila á móti öllum. FH er bara annað lið í deildinni eins og hvert annað. Ég undirbý mig eins gegn öllum liðum. „Við vorum agaðir sóknarlega og náðum að skora einum fleiri. Varnarlega fengum við þá í erfið skot sem ég á að taka. Vörnin var frábær eftir að ég kom inn á. Hún var götótt í byrjun en svo small hún bara. „Það er sigurvilji hérna og fólkið í húsinu er frábært. Þetta er geggjað þegar við fáum fólkið með okkur. „Mér fannst við spila vel þó þeir hafi nálgast okkur í lokin. Við kláruðum þetta,“ sagði Arnór Freyr. Ísak: Eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum.„Slæmi kaflinn okkar í fyrri hálfeik fór með þetta. Þá missum við þá framúr okkur og náum aldrei að vinna það upp aftur,“ sagði Ísak Rafnsson sem var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég held að við höfum verið átta mínútur einum færri síðasta korterið í fyrri hálfleik. Sem er rosalega erfitt gegn liðið eins og ÍR. Þetta var örugglega allt réttar tvær mínútur eins og allar tvær mínútur sem voru dæmdar á ÍR Þetta var örugglega allt eftir bókinni og ekkert hægt að gera í því nema æfa að spila vörn,“ sagði Ísak kaldhæðinn en FH var tíu mínútur útaf í leiknum en ÍR fékk aðeins eina brottvísun. „Við pirruðum okkur allt of mikið á slakri dómgæslu og ósamræmi. Það er ekki það sem tapaði leiknum. Við töpuðum honum sjálfir með slökum varnarleik. „Þetta helst alltaf í hendur hjá okkur, þegar vörnin er góð er sóknin góð og þegar vörnin er slök er sóknin slök. „Við erum klaufar að nýta ekki færin okkar. Við skjótum Arnór í stuð. Okkur langaði að vinna þennan leik og ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst við betri en ÍR og eigum að vinna þá en ekki með svona spilamennsku,“ sagði Ísak en ÍR hefur unnið báða leiki liðanna í vetur og verður því alltaf yfir ofan endi liðin jöfn að stigum í deildinni. „Það getur talið en við skulum vona að það komi ekki til þess. Öll stig telja og nú förum við að einbeita okkur að næsta leik og rífum okkur upp af rassgatinu. „Við eigum Aftureldingu næst. Við töpuðum líka fyrir þeim síðast. Við ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa tveimur í röð. Við erum í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Stærsta félagi á landinu og við eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum,“ sagði Ísak. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
ÍR lagði FH 29-27 á heimvelli sínum í Austurbergi í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Sanngjarn sigur hjá ÍR sem var mun sterkari aðilinn í leiknum. FH byrjaði leikinn betur og var með frumkvæðið fyrstu 20 mínútur leiksins. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn þegar FH-ingar fengu tvær brottvísanir á þremum mínútum.Arnór Freyr Stefánsson kom einnig sterkur inn á fyrir ÍR þegar langt var liðið af fyrri hálfleik og góð markvarsla hans hjálpaði liðinu að fá mörk úr hraðaupphlaupum. Í kjölfarið komst sóknarleikur liðsins sem var stirður í upphafi leiks á flug og ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 18-16 og voru í raun klaufar að fara ekki til hálfleiks með enn betri stöðu. ÍR var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH þurfti að hafa mun meira fyrir sínum mörkum og var það í raun aðeins frábær markvarsla Brynjars Darra Baldurssonar sem hélt FH inni í leiknum, þó hann hafi lítið sem ekkert ráðið við Björgvin Hólmgeirsson. Varnarleikur FH var afleitur. Liðið rétt klappaði sóknarmönnum ÍR og einbeitti sér meira að því að tuða í dómurunum en að bæta það sem miður fór í leik liðsins. Undir lok leiksins reyndu FH-ingar að brjóta leikinn upp með að leika með sjö sóknarmenn. Það gekk illa upp því liðið var með tvo leikmenn inni á línu sem gerðu lítið annað en að taka pláss og þvælast fyrir. Þetta virkaði ekki vel æft hjá FH. Vörn ÍR var slök fyrstu 20 mínútur leiksins en batnaði svo til muna. Sóknarlega gat ÍR skapað sér færi að vild og hefði hæglega getað unnið enn þægilegri sigur hefði liðið farið betur með færin. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum, með jafn mörg stig og Valur og Afturelding í sætunum fyrir ofan. FH er tveimur stigum á eftir í fjórða sæti. Arnór Freyr: Geggjað þegar við fáum fólkið með okkur„Það er oft þannig að þegar það koma tveir, þrír boltar að það fylgja margir á eftir. Þetta var gott,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson sem fór mikinn í marki ÍR í kvöld. Arnór Freyr lék stórt hlutverki í marki HK sem varð Íslandsmeistari 2012 og fór þá oft illa með FH í úrslitarimmunni. Hann segir það þó sig litlu skipta þó FH sé andstæðingurinn. „Ég kvarta ekki yfir þessu. Mér finnst mjög gaman að spila á móti öllum. FH er bara annað lið í deildinni eins og hvert annað. Ég undirbý mig eins gegn öllum liðum. „Við vorum agaðir sóknarlega og náðum að skora einum fleiri. Varnarlega fengum við þá í erfið skot sem ég á að taka. Vörnin var frábær eftir að ég kom inn á. Hún var götótt í byrjun en svo small hún bara. „Það er sigurvilji hérna og fólkið í húsinu er frábært. Þetta er geggjað þegar við fáum fólkið með okkur. „Mér fannst við spila vel þó þeir hafi nálgast okkur í lokin. Við kláruðum þetta,“ sagði Arnór Freyr. Ísak: Eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum.„Slæmi kaflinn okkar í fyrri hálfeik fór með þetta. Þá missum við þá framúr okkur og náum aldrei að vinna það upp aftur,“ sagði Ísak Rafnsson sem var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég held að við höfum verið átta mínútur einum færri síðasta korterið í fyrri hálfleik. Sem er rosalega erfitt gegn liðið eins og ÍR. Þetta var örugglega allt réttar tvær mínútur eins og allar tvær mínútur sem voru dæmdar á ÍR Þetta var örugglega allt eftir bókinni og ekkert hægt að gera í því nema æfa að spila vörn,“ sagði Ísak kaldhæðinn en FH var tíu mínútur útaf í leiknum en ÍR fékk aðeins eina brottvísun. „Við pirruðum okkur allt of mikið á slakri dómgæslu og ósamræmi. Það er ekki það sem tapaði leiknum. Við töpuðum honum sjálfir með slökum varnarleik. „Þetta helst alltaf í hendur hjá okkur, þegar vörnin er góð er sóknin góð og þegar vörnin er slök er sóknin slök. „Við erum klaufar að nýta ekki færin okkar. Við skjótum Arnór í stuð. Okkur langaði að vinna þennan leik og ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst við betri en ÍR og eigum að vinna þá en ekki með svona spilamennsku,“ sagði Ísak en ÍR hefur unnið báða leiki liðanna í vetur og verður því alltaf yfir ofan endi liðin jöfn að stigum í deildinni. „Það getur talið en við skulum vona að það komi ekki til þess. Öll stig telja og nú förum við að einbeita okkur að næsta leik og rífum okkur upp af rassgatinu. „Við eigum Aftureldingu næst. Við töpuðum líka fyrir þeim síðast. Við ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa tveimur í röð. Við erum í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Stærsta félagi á landinu og við eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum,“ sagði Ísak.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira