Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta er algjörlega ótækt ástand“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2014 21:23 Tæplega níu hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu eru í brýnni neyð vegna húsnæðisskorts. Borgarstjóri segir kreppu ríkja í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi en borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að fjölga félagslegum leiguíbúðum um fimm hundruð. Fjallað var um búsetu í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Búseta sem þessi er birtingarmynd húsnæðisvandans sem blasir við sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, einkum og sér í lagi Reykjavík. Þörfin fyrir félagslegt húsnæði er sannarlega mikil. Í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík eru samanlagt þrettán hundruð einstaklingar á biðlista eftir húsnæði. Þar af eru átta hundruð sextíu og níu í brýnni þörf fyrir húsnæði. Leiguherbergin sem voru til umfjöllunar í Brestum eru í einkaeigu og eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld hafa félagsráðgjafar í Kópavogi og Reykjavík margoft vísað skjólstæðingum til leigumiðlunar af þessum toga. Dæmi eru um að sveitarfélögin hafi greitt slíkum leigusölum milliliðalaust leigutryggingu. „Þetta endurspeglar auðvitað mjög alvarlega stöðu á leigumarkaði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. „Ég ef ekki legið á þeirri skoðun minni að það er í raun kreppa í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi. Þess vegna er þetta svona brýnt úrlausnarefni.“ Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra og þar með ráðherra húsnæðismála, tekur í sama streng: „Þetta er algjörlega ótækt ástand. Samkvæmt könnun okkar frá því í sumar kom fram að um tvö þúsund manns eru nú á biðlista eftir húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta er fólkið sem er í mestum félagslegum og fjárhagslegum vanda í okkar samfélagið við einfaldlega verðum að breyta þessu.“ Borgarráð samþykkti í dag tillögur Dags um að heimila Félagsbústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um fimm hundruð á næstu fimm árum. Þessi fjárfesting nemur um þrettán komma fimm milljörðum króna. Dagur segir samþykktina mikilvægan lið í áætlun borgarstjórnar um að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um tvö þúsund og fimm hundruð. „Við erum að vinna með einkaaðilum á uppbyggingarsvæðum um að öll ný svæði sem fara nú í uppbyggingu verði með að minnsta kosti fjórðung alls húsnæðis á leigumarkaði. Þannig að við fáum miklu heilbrigðari húsnæðismarkað. Við horfum núna til þess að það verði tekið af skarið með aðgerðir fyrir leigumarkaðinn bæði húsaleigubætur en líka hvað stuðning ríkið ætlar að koma með inn í uppbyggingu á húsnæði af þessu tagi.“ Eygló bendir á að það sé hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði. Engu að síður geti ríkið stutt við bakið á fólki með húsaleigubótum og öðrum aðferðum. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setjast niður með sveitarfélögunum og fara yfir hvað þarf að gera meira til að taka á þessum vanda. Þarf mögulega að skerpa á lagaskildunni? Því við hljótum öll að vera sammála um að þessi staða er algjörlega ótækt,“ segir Eygló að lokum. Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19 Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. 25. nóvember 2014 19:17 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Tæplega níu hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu eru í brýnni neyð vegna húsnæðisskorts. Borgarstjóri segir kreppu ríkja í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi en borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að fjölga félagslegum leiguíbúðum um fimm hundruð. Fjallað var um búsetu í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Búseta sem þessi er birtingarmynd húsnæðisvandans sem blasir við sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, einkum og sér í lagi Reykjavík. Þörfin fyrir félagslegt húsnæði er sannarlega mikil. Í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík eru samanlagt þrettán hundruð einstaklingar á biðlista eftir húsnæði. Þar af eru átta hundruð sextíu og níu í brýnni þörf fyrir húsnæði. Leiguherbergin sem voru til umfjöllunar í Brestum eru í einkaeigu og eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld hafa félagsráðgjafar í Kópavogi og Reykjavík margoft vísað skjólstæðingum til leigumiðlunar af þessum toga. Dæmi eru um að sveitarfélögin hafi greitt slíkum leigusölum milliliðalaust leigutryggingu. „Þetta endurspeglar auðvitað mjög alvarlega stöðu á leigumarkaði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. „Ég ef ekki legið á þeirri skoðun minni að það er í raun kreppa í húsnæðismálum hjá ákveðnum hópi. Þess vegna er þetta svona brýnt úrlausnarefni.“ Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra og þar með ráðherra húsnæðismála, tekur í sama streng: „Þetta er algjörlega ótækt ástand. Samkvæmt könnun okkar frá því í sumar kom fram að um tvö þúsund manns eru nú á biðlista eftir húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta er fólkið sem er í mestum félagslegum og fjárhagslegum vanda í okkar samfélagið við einfaldlega verðum að breyta þessu.“ Borgarráð samþykkti í dag tillögur Dags um að heimila Félagsbústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um fimm hundruð á næstu fimm árum. Þessi fjárfesting nemur um þrettán komma fimm milljörðum króna. Dagur segir samþykktina mikilvægan lið í áætlun borgarstjórnar um að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um tvö þúsund og fimm hundruð. „Við erum að vinna með einkaaðilum á uppbyggingarsvæðum um að öll ný svæði sem fara nú í uppbyggingu verði með að minnsta kosti fjórðung alls húsnæðis á leigumarkaði. Þannig að við fáum miklu heilbrigðari húsnæðismarkað. Við horfum núna til þess að það verði tekið af skarið með aðgerðir fyrir leigumarkaðinn bæði húsaleigubætur en líka hvað stuðning ríkið ætlar að koma með inn í uppbyggingu á húsnæði af þessu tagi.“ Eygló bendir á að það sé hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði. Engu að síður geti ríkið stutt við bakið á fólki með húsaleigubótum og öðrum aðferðum. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setjast niður með sveitarfélögunum og fara yfir hvað þarf að gera meira til að taka á þessum vanda. Þarf mögulega að skerpa á lagaskildunni? Því við hljótum öll að vera sammála um að þessi staða er algjörlega ótækt,“ segir Eygló að lokum.
Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19 Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. 25. nóvember 2014 19:17 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19
Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. 25. nóvember 2014 19:17
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16