Snæfell vann í tvíframlengdum leik | Öruggt hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2014 21:25 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira