Sport

Mickey Rourke sneri aftur í hringinn | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rourke átti ekki í miklum vandræðum með Elliot Seymour í gær.
Rourke átti ekki í miklum vandræðum með Elliot Seymour í gær. vísir/afp
Bandaríski leikarinn Mickey Rourke sneri aftur í boxhringinn í gær. Rourke, sem er 62 ára, atti þá kappi við Elliot Seymour, sem er 33 árum yngri en leikarinn, en bardaginn fór fram í Moskvu í Rússlandi.

Aldursmunurinn breytti þó litlu þegar út í hringinn var komið því Rourke reyndist mun sterkari en Seymour og var búinn að tryggja sér sigurinn áður en önnur lota var öll.

Rourke, sem stundaði hnefaleika sem áhugamaður áður en hann skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood, létti sig um rúmlega 15 kíló fyrir bardagann við Seymour, en í samtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hann að hnefaleikarnir „hefðu bjargað honum frá sjálfum sér.“

Rourke gerðist svo atvinnumaður í hnefaleikum á 10. áratugnum og var ósigraður í átta bardögum. Sex þeirra lauk með sigri Rourke, en tveimur lyktaði með jafntefli.

Rourke er þekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við 9 1/2 Weeks, Angel Heart, Barfly, Sin City og The Wrestler, en hann fékk tilnefningu til Óskarverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×