Fótbolti

Ronaldo segist ekki kalla Messi móðurserði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. vísir/afp
Guillem Balague, einn virtasti fótboltablaðamaður og sparkspekingur Spánar, segir Cristiano Ronaldo tala um Lionel Messi sem „móðurserðinn“ innan veggja Santiago Bernabéu.

Balague, sem skrifaði nýverið bók um Messi og er með aðra um Ronaldo í pípunum, segir þetta í grein sem hann skrifar um tvo bestu fótboltamenn heims á vef The Telegraph í dag.

„Ronaldo sýnir kannski hversu barnalegir knattspyrnumenn eru með þessu. Hann reynir að sýna liðsfélögum sínum að hann er ekki hræddur við Messi. Á að vera mjög karlmannlegt en er bara blekking,“ skrifar Balague.

„Þess vegna kallar Ronaldo Messi „móðurserðinn“, samkvæmt nokkrum leikmönnum Real Madrid. Og ef einhver frá Real Madrid sést tala við Messi er hann kallaður það sama.“

Ronaldo var ekki lengi að svara ásökunum spænska blaðmannsins, en það gerði hann á Facebook-síðu sinni í kvöld.

„Fréttir eru í gangi um að ég hafi talað illa um Lionel Messi. Þetta er alrangt og ég hef bent lögfræðingum mínum á að kæra þá sem bera ábyrgð á þessu. Ég ber mikla virðingu fyrir kollegum sínum og þar er Messi hvergi undanskilinn,“ skrifaði Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×