Caterham þegar safnað 235 milljónum í fjöldafjármögnun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 10:05 Caterham Formúlu 1 bíll. Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent