Innlent

„Ég ber ekki ábyrgð á lögbrotum“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Vísir/Vilhelm
„Ég ber auðvitað pólitíska ábyrgð á mínum undirmönnum og gagnvart ráðuneytinu líka. Ég ber hins vegar ekki ábyrgð á lögbrotum. Þarna var á ferðinni lögbrot sem ég hafði enga vitneskju um og var haldið leyndu fyrir mér, eins og fyrir allri þjóðinni og öllum starfsmönnum hér í langan tíma. Ég gat ekki upplýst um það og hafði enga aðkomu að því,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hún um lyktir Lekamálsins en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður hennar, var í dag dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka trúnaðargögnum til fjölmiðla.

Hún sagðist ekki búast við því að taka aftur við dómsmálunum og sagði að sér þætti skringilegt af stjórnarandstöðunni að tala ítrekað um að hún segi af sér.

„Ég sagði auðvitað af mér verkefnum sem lutu að þessum verkefnum og ég veit ekki alveg hversu oft þau vilja að ég segi af mér. [...] En ég held líka, á svona mjög persónulegum nótum, að svona risastórar ákvarðanir um framtíðina séu kannski ekki best teknar þegar maður er nýbúinn að fá fréttir sem komu mér algjörlega í opna skjöldu.“

Viðtalið við Hönnu Birnu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Hver var hinn pólitíski leikur?“

„Hvað var hún að ásaka okkur sem spurðum ítrekað um þetta mál?“ sagði Valgerður Bjarnadóttir og beindi orðum sínum til Hönnu Birnu Kristjánssonar.

Gísli Freyr er sáttur við dóminn

Gísli Freyr Valdórsson ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og áfrýjar ekki til Hæstaréttar. Segist hafa fests í lygavef og vítahring.

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið

"Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×