Ráðstefna um rafbílavæðingu á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2014 10:36 Hér má sjá mynd af rafbíl af tegundinni Tesla. vísir/gva Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent
Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent