Körfubolti

Friðrik Ingi fór upp fyrir Val á gamla heimavellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson.
Friðrik Ingi Rúnarsson. Vísir/Valli
Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi og fagnaði um leið sögulegum sigri. Enginn þjálfari í sögu Njarðvíkur hefur nú unnið fleiri leiki í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Friðrik Ingi náði metleiknum á gamla heimavelli sínum í Grindavík en Friðrik Ingi stjórnaði Grindavíkurliðinu til sigurs í 126 leikjum í úrvalsdeildinni á sínum tíma.

Sigurinn í gær var sá 95. hjá Friðriki Inga með Njarðvíkurliðið en Valur Ingimundarson vann á sínum tíma 94 leiki sem þjálfari Njarðvíkurliðsins. Einar Árni Jóhannsson er síðan í þriðja sæti með 93 sigurleiki.

Njarðvíkingar hafa nú unnið 3 af fyrstu 6 leikjum sínum í Dominos-deild karla en liðið er eins og er í 7. sæti deildarinnar.

Flestir sigrar þjálfara Njarðvíkur í úrvalsdeild karla:

Friðrik Ingi Rúnarsson 95 sigrar (124 leikir)

Valur Ingimundarson 94 sigrar (116 leikir)

Einar Árni Jóhannsson 93 sigrar (142 leikir)

Friðrik Ragnarsson 75 sigrar (120 leikir)

Gunnar Þorvarðarson 51 sigrar (62 leikir)


Tengdar fréttir

Bætir Friðrik Ingi metið í beinni í kvöld?

Friðrik Ingi Rúnarsson getur í kvöld orðið sá þjálfari Njarðvíkur sem hefur unnið flesta leiki í úrvalsdeild karla þegar Njarðvík tekur á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×