Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Tinni Sveinsson skrifar 14. nóvember 2014 17:30 Tónlistarmennirnir Kött Grá Pje og Jónas Sigurðsson sendu frá sér fyrr í dag glænýtt lag, Eilífðar smáblóm, sem þeir sömdu fyrir leikritið Útlenski drengurinn. Þetta er brakandi ferskt lag en Jónas semur hljóðmyndina í Útlenska drengnum, sem verður frumsýndur í Tjarnarbíó á sunnudag. Kristjana Stefánsdóttir syngur einnig í laginu en hljóðblöndun og frágangur þess var í höndum Styrmis Haukssonar.Verkið er byggt á hugmynd úr léttlestrarbók sem Þórarinn gerði fyrir námsgagnastofnun 2011.Mynd/totil.comÚtlenski drengurinn er gamanleikur með alvarlegum undirtóni eftir Þórarinn Leifsson rithöfund. Verkið er sett upp af leikhópnum Glennu. Það er ætlað bæði ungu fólki og fullorðnum en þeir sem þekkja til verka Þórarins vita að í þeim leynist oft lúmsk ádeila á íslenskt samfélag. Dóri DNA fer með aðalhlutverkið í sýningunni en í henni leikur hann einmitt Dóra litla. „Dóri er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa próf sem snýr öllu lífi hans á hvolf. Hann er sviptur grundvallar mannréttindum og látinn bíða örlaga sinna innilokaður í myrkvaðri skólastofu. Verkið veltir upp spurningum um ríkisfang, einelti og þá tilfinningu að upplifa sig utangarðs,“ segir í lýsingu um Útlenska drenginn. Aðrir leikarar í sýningunni eru Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Benedikt Karl Gröndal. Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir. Hér fyrir neðan má sjá mynd af leikhópnum af Facebook-síðu Tjarnarbíós en hægt er að nálgast miða og nánari upplýsingar á midi.is. Post by Tjarnarbíó. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmennirnir Kött Grá Pje og Jónas Sigurðsson sendu frá sér fyrr í dag glænýtt lag, Eilífðar smáblóm, sem þeir sömdu fyrir leikritið Útlenski drengurinn. Þetta er brakandi ferskt lag en Jónas semur hljóðmyndina í Útlenska drengnum, sem verður frumsýndur í Tjarnarbíó á sunnudag. Kristjana Stefánsdóttir syngur einnig í laginu en hljóðblöndun og frágangur þess var í höndum Styrmis Haukssonar.Verkið er byggt á hugmynd úr léttlestrarbók sem Þórarinn gerði fyrir námsgagnastofnun 2011.Mynd/totil.comÚtlenski drengurinn er gamanleikur með alvarlegum undirtóni eftir Þórarinn Leifsson rithöfund. Verkið er sett upp af leikhópnum Glennu. Það er ætlað bæði ungu fólki og fullorðnum en þeir sem þekkja til verka Þórarins vita að í þeim leynist oft lúmsk ádeila á íslenskt samfélag. Dóri DNA fer með aðalhlutverkið í sýningunni en í henni leikur hann einmitt Dóra litla. „Dóri er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa próf sem snýr öllu lífi hans á hvolf. Hann er sviptur grundvallar mannréttindum og látinn bíða örlaga sinna innilokaður í myrkvaðri skólastofu. Verkið veltir upp spurningum um ríkisfang, einelti og þá tilfinningu að upplifa sig utangarðs,“ segir í lýsingu um Útlenska drenginn. Aðrir leikarar í sýningunni eru Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Benedikt Karl Gröndal. Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir. Hér fyrir neðan má sjá mynd af leikhópnum af Facebook-síðu Tjarnarbíós en hægt er að nálgast miða og nánari upplýsingar á midi.is. Post by Tjarnarbíó.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira