Þrenna hjá Pavel í Hólminum - öll úrslit og tölfræði kvöldsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2014 21:15 Pavel Ermolinskij er ekki óvanur því að ná þrennum. vísir/valli Íslandsmeistarar KR unnu sjötta leikinn í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig til Stykkishólms með 99-91 sigri á Snæfelli. Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, gerði sér lítið fyrir og náði þrefaldri tvennu, en hann skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Michael Craion heldur áfram að spila frábærlega fyrir KR-liðið, en hann var þess stigahæstur í kvöld með 25 stig auk þess sem hann tók 17 fráköst. Chris Woods var stigahæstur hjá Snæfelli í sínum fyrsta leik, en hann skoraði 26 stig og tók 16 fráköst. Sigurður Þorvaldsson skoraði 24 stig fyrir heimamenn sem voru lengi yfir gegn KR í kvöld en þurftu að sætta sig við tap á endanum. Haukar töpuðu öðrum leiknum í röð í Dominos-deildinni og þeim þriðja í röð í öllum keppnum í kvöld þegar liðið lá í valnum gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli, 109-94. Vincent Sanford var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 12 fráköst og Nemanja Sovic hlóð líka í myndarlega tvennu með 23 stigum og 11 fráköstum. Alex Francis skoraði 33 stig og tók 9 fráköst fyrir Hauka sem eru með átta stig eftir sex leiki. Þór er með sex stig. Tindastóll átti svo ekki í miklum vandræðu með Fjölni í nýliðaslagnum Í Dalhúsum í Grafarvogi, en þar höfðu Stólarnir betur, 98-80. Myron Dempsey skoraði 24 stig og tók 17 fráköst fyrir gestina frá Sauðárkróki og Darrel Lewis var grátlega nálægt glæsilegri þrennu. Hann skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar en tók „bara“ 9 fráköst. Daron Lee Sims var stigahæstur heimamanna með 17 stig, en Fjölnir er í næstneðsta sæti með tvö stig. Stólarnir í öðru sæti með átta stig.Úrslit og tölfræði kvöldsins:Snæfell-KR 91-99 (26-24, 22-24, 27-25, 16-26) Snæfell: Christopher Woods 26/16 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 24/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 19/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 15/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5/6 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 2/4 fráköst. KR: Michael Craion 25/7 fráköst, Helgi Már Magnússon 22, Brynjar Þór Björnsson 17, Pavel Ermolinskij 16/11 fráköst/13 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 7, Darri Hilmarsson 6, Björn Kristjánsson 6.Haukar-Þór Þ. 94-109 (21-29, 25-25, 25-27, 23-28) Haukar: Alex Francis 33/9 fráköst, Helgi Björn Einarsson 19/7 fráköst, Kári Jónsson 14, Emil Barja 13/7 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Haukur Óskarsson 5, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 2. Þór Þ.: Vincent Sanford 31/12 fráköst, Nemanja Sovic 23/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 18, Tómas Heiðar Tómasson 15/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7, Oddur Ólafsson 2/5 stoðsendingar.Fjölnir-Tindastóll 80-98 (21-28, 18-23, 14-24, 27-23) Fjölnir: Daron Lee Sims 17/10 fráköst, Ólafur Torfason 15/10 fráköst, Sindri Már Kárason 14/9 fráköst, Davíð Ingi Bustion 10/7 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 9, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Róbert Sigurðsson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 4/4 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 2. Tindastóll: Myron Dempsey 24/17 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 18/9 fráköst/10 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 17/7 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 16, Svavar Atli Birgisson 11/5 fráköst, Viðar Ágústsson 4/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Íslandsmeistarar KR unnu sjötta leikinn í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig til Stykkishólms með 99-91 sigri á Snæfelli. Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, gerði sér lítið fyrir og náði þrefaldri tvennu, en hann skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Michael Craion heldur áfram að spila frábærlega fyrir KR-liðið, en hann var þess stigahæstur í kvöld með 25 stig auk þess sem hann tók 17 fráköst. Chris Woods var stigahæstur hjá Snæfelli í sínum fyrsta leik, en hann skoraði 26 stig og tók 16 fráköst. Sigurður Þorvaldsson skoraði 24 stig fyrir heimamenn sem voru lengi yfir gegn KR í kvöld en þurftu að sætta sig við tap á endanum. Haukar töpuðu öðrum leiknum í röð í Dominos-deildinni og þeim þriðja í röð í öllum keppnum í kvöld þegar liðið lá í valnum gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli, 109-94. Vincent Sanford var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 12 fráköst og Nemanja Sovic hlóð líka í myndarlega tvennu með 23 stigum og 11 fráköstum. Alex Francis skoraði 33 stig og tók 9 fráköst fyrir Hauka sem eru með átta stig eftir sex leiki. Þór er með sex stig. Tindastóll átti svo ekki í miklum vandræðu með Fjölni í nýliðaslagnum Í Dalhúsum í Grafarvogi, en þar höfðu Stólarnir betur, 98-80. Myron Dempsey skoraði 24 stig og tók 17 fráköst fyrir gestina frá Sauðárkróki og Darrel Lewis var grátlega nálægt glæsilegri þrennu. Hann skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar en tók „bara“ 9 fráköst. Daron Lee Sims var stigahæstur heimamanna með 17 stig, en Fjölnir er í næstneðsta sæti með tvö stig. Stólarnir í öðru sæti með átta stig.Úrslit og tölfræði kvöldsins:Snæfell-KR 91-99 (26-24, 22-24, 27-25, 16-26) Snæfell: Christopher Woods 26/16 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 24/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 19/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 15/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5/6 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 2/4 fráköst. KR: Michael Craion 25/7 fráköst, Helgi Már Magnússon 22, Brynjar Þór Björnsson 17, Pavel Ermolinskij 16/11 fráköst/13 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 7, Darri Hilmarsson 6, Björn Kristjánsson 6.Haukar-Þór Þ. 94-109 (21-29, 25-25, 25-27, 23-28) Haukar: Alex Francis 33/9 fráköst, Helgi Björn Einarsson 19/7 fráköst, Kári Jónsson 14, Emil Barja 13/7 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Haukur Óskarsson 5, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 2. Þór Þ.: Vincent Sanford 31/12 fráköst, Nemanja Sovic 23/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 18, Tómas Heiðar Tómasson 15/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7, Oddur Ólafsson 2/5 stoðsendingar.Fjölnir-Tindastóll 80-98 (21-28, 18-23, 14-24, 27-23) Fjölnir: Daron Lee Sims 17/10 fráköst, Ólafur Torfason 15/10 fráköst, Sindri Már Kárason 14/9 fráköst, Davíð Ingi Bustion 10/7 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 9, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Róbert Sigurðsson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 4/4 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 2. Tindastóll: Myron Dempsey 24/17 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 18/9 fráköst/10 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 17/7 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 16, Svavar Atli Birgisson 11/5 fráköst, Viðar Ágústsson 4/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti